Opið fyrir skráningar á námskeið á nýju ári

Nú höfum við opnað fyrir skráningar á verslun.ullur.is á eftirfarandi námskeið/hópa sem byrja í janúar 2020.

Byrjendanámskeið (6 skipti) byrjar 7. janúar
Kennslan fer fram á eftirfarandi dögum:
HÓPUR A
Þriðjudaginn 7.1 kl. 18:00
Miðvikudaginn 8.1 kl. 18:00
Laugardaginn 11.1 kl 10:30
Mánudaginn 13.1 kl. 18:00
Miðvikudaginn 15.1 kl. 18:00
Laugardaginn 18.1 kl. 10:30

HÓPUR B
Þriðjudaginn 7.1 kl. 19:30
Miðvikudaginn 8.1 kl. 19:30
Laugardaginn 11.1 kl 12:00
Mánudaginn 13.1 kl. 19:30
Miðvikudaginn 15.1 kl. 19:30
Laugardaginn 18.1 kl. 12:00

Framhaldsnámskeið (4 skipti) byrjar 14. janúar
Kennslan fer fram á eftirfarandi dögum:
Þriðjudagur 14.1 kl. 18:00
Laugardagur 18.1 kl. 13:30
Þriðjudagur 21.1 kl 18:00
Laugardagur 25.1 kl. 13:30

Íslandsgönguæfingar byrjar 14. janúar
Samæfingar fyrir almenning sem verða haldnar einu sinni í viku, á þriðjudögum kl. 19:30

Allar nánari upplýsingar á verslun.ullur.is en þar má einnig skrá sig á námskeiðin.

Í boði í vetur verða einnig skautanámskeið (2 skipti) og stök byrjendanámskeið (1 skipti) en þau verða auglýst seinna á hér á heimasíðu félagsins og á facebook.

Félagsaðild í Ulli er skilyrt fyrir æfingar og námskeið sem eru fleiri en 1 skipti. Hér má skrá sig í félagið.

Kynningarfundur Ullar

Fimmtudagskvöldið 7. nóvember heldur Skíðagöngufélagið Ullur sitt árlega kynningarkvöld í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal kl. 20:00.

Á fundinum verður kynning á starfi vetrarins, bæði námskeið og mót.

Sem fyrr, þá bjóðum við bæði upp á lengri og styttri námskeið í vetur fyrir byrjendur og aðeins lengra komna en einnig verður boðið upp á æfingar fyrir þau sem hyggja á þátttöku í mótum, t.d. Íslandsgöngunum. Auk þess verður boðið upp á einkanámskeið fyrir hópa.

Í lokin verða nokkrar verslanir með kynningu á sínum skíðagönguvörum en félagar í Ulli fá ríflegan afslátt í þeim verslunum.

Við hvetjum fólk til að fjölmenna á fundinn hvort sem það hefur stundað íþróttina áður eða ekki. Kjörið tækifæri til að endurnýja kynnin við skíðagöngufélaga.

Sjáumst.

Ullur auglýsir eftir áhugasömum auglýsendum

Kæru Ullungar allir.
Nú er félagið að huga að æfinga- og keppnisfatnaði fyrir alla félagsmenn, bæði fullorðna og börn. Til að mæta kostnaði munu krakkarnir í barna- og unglingastarfinu selja auglýsingar á utanyfirgallana sína.
Hver auglýsing kostar 40 þúsund (ca. 5 x 10 cm) og rennur beint í sameiginlegan sjóð barnanna fyrir kostnaði á göllunum. Það er von okkar að á meðal Ullunga leynist atvinnurekendur, stjórnendur fyrirtækja eða einstaklingar sem hafa áhuga á að styrkja krakkana okkar og það sem mikilvæga starf sem barna- og unglingastarfið er.
Við lýsum því hér með eftir áhugasömum auglýsingsendum!
Áhugasamir hafi samband við Katrínu Árnadóttur á netfanginu karnadottir@gmail.com , á facebook eða í síma 8664964.
Með von um góð viðbrögð og með skíðakveðju!

Barnastarfið hefst miðvikudaginn 11. september

Barna- og unglingaæfingar byrja miðvikudaginn 11. september kl. 18 við Víkingsheimilið í Fossvogi. Æfingatímar verða 2x í viku í september. Kl. 18 á miðvikudögum og kl. 11 á laugardögum alveg eins og í fyrra. Sigrún verður með æfingarnar þegar hún kemur í október en Ingólfur Magnússon byrjar með þær í september. Æfingar verða klst í senn. Farið verður rólega af stað og farið yfir stöðu, markmið og aðra íþróttaiðkun m.t.t. persónulegrar æfingaáætlunar fyrir hvern og einn. Fyrsta æfing verður létt skokk og smá stopp í hreystibraut við Réttarholtsskóla. Mæting við Víkingsheimilið, klædd eftir veðri og í góðum skóm (hlaupa/íþróttaskóm eða álíka). Æfing endar svo í Víkinni kl. 19

Æfingarnar eru fyrir krakka á aldrinum 6-16 ára og eru nýir iðkenndur sérstaklega velkomnir. Nánari upplýsingar á krakkaullur@gmail.com

Hjólaskíðamót sunnudaginn 6. október 2019 [Breytt staðsetning!!]

Hið árlega hjólaskíðamót Ullar verður haldið sunnudaginn 6. október. Mótið, sem er jafnframt fyrsti viðburður félagsins á nýjum skíðavetri, fer fram á völlunum í Hafnarfirði en mark og start er á gatnamótum Dofrahellu og Straumhellu. Ræst verður hjá yngri flokkum kl 10 og hjá 12 ára og eldri kl 10:30.

Dagskrá og flokkar eru eftirfarandi:

Ræsing kl. 10:00
11 ára og yngri eru á línuskautum
9 ára og yngri – fara 1 km (út frá marki eftir stígnum og til baka í mark)
10-11 ára – fara 2 km (út frá marki eftir stígnum og til baka í mark)

Þrautabraut fyrir þá yngstu við rásmark

Ræsing kl 10:30+ (eða um leið og allir eru komnir í mark og tímataka er klár)
12-16 ára stúlkur og piltar – Hjólaskíði, hefðbundin aðferð 5 km
12-16 ára stúlkur og piltar – Línuskautar, frjáls aðferð með stafi 5 km
17 ára og eldri konur og karlar – Hjólaskíði, hefðbundin aðferð 10 km.

Einungis má keppa á hjólaskíðum með stoppara (ekki á skautahjólaskíðum). Hjálmaskylda er í keppninni.

Þátttökugjald fyrir 12 ára og eldri er 1000 kr., 500kr fyrir yngri en 12 ára, ókeypis í þrautabraut. Hægt er að skrá sig á verslun.ullur.is, en einnig má skrá sig á staðnum. Æskilegt er að sem flestir skrái sig fyrir fram.

Nánari upplýsingar veitir Málfríður í síma 894 6337.

Hjólaskíðanámskeið fyrir börn og unglinga

skid_Kristrun-696x464

Kristún (nr. 1) í keppi á Skíðamóti Íslands 2019, ljósmynd Hólmfríður Svavarsdóttir

Líkt og síðasta sumar stendur Kristrún Guðnadóttir fyrir hjólaskíðanámskeiði fyrir börn og unglinga. Kristrúnu þarf ekki að kynna fyrir Ullungum. Hún hefur undanfarinn vetur staðið sig vel í keppnum um allan heim og ber þar helst að nefna þátttöku hennar á heimsmeistaramótinu á liðnum vetri.

Námskeiðið verður haldið dagana 24. júní til 27. júní og er fyrir krakka á aldrinum 7-16 ára. Æfingar fara fram við Víkingsheimilið í Fossvogi.

Námskeiðið er tilvalið fyrir krakka sem vilja læra betur á hjólaskíðin, hlaupa, hoppa og með því byggja upp færni, þol, styrk og snerpu fyrir næsta vetur. Það er ennig er hægt að vera á línuskautum fyrir þá sem ekki eiga hjólaskíði. Dagskrá er sem hér segir:

Mánudagur 24. júni

Kl. 10.00 Æfing 1, hjólaskíði – Nokkrir hringi á skíðum og leikir

Kl. 11.30 – 12.00 Hádegishlé

Kl. 12.00 – 14.00 Æfing 2, hlaup með hoppum og sprettum

Þriðjudagur 25. júní

Kl 10.00 Æfing 1, hjólaskíði – Leikir og tækniæfingar

Kl. 11.30 -12.00 Hádegishlé

Kl. 12.00 -14.00 Æfing 2, hjólaskíði – Braut með hindrunum og sprettir

Miðvikudagur 26. júní

Kl.10.00-12.00 Æfing 1, hjólaskíði – Tækni og ganga stærri hring

12.00 Sund eftir æfingu

Fimmtudagur 27. júní

11.00 Fjallganga með stafi

Verð: 15. 000 kr, systkini 20.000 (samtals)

Skráningar og fyrirspurnir skal senda á kristrungud@gmail.com