Félags- og kynningarfundur Ullar 6. desember kl 20:00

Ullur boðar til félags- og kynningarfundar þriðjudaginn 6. desember í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal kl 20:00 (stundvíslega).  Á fundinum munu Finnur Sveinsson (formaður) og Einar Ólafsson (þjálfari) fara yfir:
  1. Áherslur vetrarins
  2. Aðstöðu félagsins í Bláfjöllum og sporlagningu á öðrum stöðum
  3. Æfingar, æfingalotur og námskeið
  4. Keppnir vetrarins
  5. Félagsstarf
Öllum skíðaverslunum í bænum og þó víðar væri leitað hefur verið boðið að kynna nýjungar vetrarins að fundi loknum.

Hjólaskíðamót – úrslit

Helgina 1. – 2. október fór fram hið árlega hjólaskíðamót Ullar. Eins og undanfarin ár var braut lögð um Fossvogsdal, 1,1 km sprettbraut á laugardeginum og 5 km hringur á sunnudeginum.

Það kann að vera að veður hafi spilað sinn þá í að keppendur voru ekki margir að þessu sinni. Engu að síður tókst mótið vel og má reikna með að keppendur hafi fengið góða æfingu fyrir veturinn.

Það voru þau Árni Gunnar Gunnarsson Skíðafélagi Ólafsfjarðar og Kristrún Guðnadóttir Ulli sem sigruðu báða dagana.  Heildarúrslit mótsins má nágast hér og myndir frá mótinu eru á myndasíðu Ullar.

 

Æfinga- og keppnisgallar fyrir Ullunga!

img_4573_srgb

Í fyrra gerði Skíðagöngufélagið Ullur samkomulag við Craftsport (www.craft.is) á Ísafirði um sölu á skíðagöllum til félagsmanna. Um er að ræða keppnisgalla og utanyfirgalla (buxur og jakki) fyrir bæði fullorðna og börn.  Létt og þægileg föt frá Craft (www.craftsportswear.com) sem henta jafn á skíði, í hlaupin, hjólreiðar og gönguferðir. Núna er fyrirhugað að fara af stað með nýja pöntun, allar nánari upplýsingar er að finna hér

 

 

 

 

 

Hægt verður að máta fötin sem hér segir:

  • 8. október kl. 14:30 til 16:30, Bryggjan Brugghús, Gandagarði. Sama stað og tíma og samráðsfundur Ullar fer fram, allir velkomnir!
  • 10.-16. október að Úlfarsbraut 116, eftir kl. 18, Ólafur sími 787 2402

Mikilvægt er að pantanir berist eins fljótt og mögulegt er í gegnum pöntunarsíðu Ulls eða fyrir 17. október

Á gallana verða prentuð lógó frá styrktaraðilum Ullar og merki Ullar

 

 

Kort af keppnisbrautum hjólaskíðamótsins

Hér fyrir neðan smá sjá kort af keppnisbrautum helgarinnar. Smellið á myndirnar til að fá upp stærri kort.

Sprettganga 1.1 km hringur

sprettganga

Lengri vegalengdir 5 km hringur

lengrivegalengd

Hjólaskíðamót helgina 1. – 2. október

Þá er komið að fyrsta atburði skíðavetrarins á vegum félagsins en hið árlega hjólaskíðamót verður haldið næstu helgi í Fossvogsdal. Keppt verður í sprettgöngu kl 17:00 á laugardeginum og í lengri vegalendum á sunnudagsmorgni kl 10:00. Ræsing og mark verða við Víkingssvæðið en keppnisflokkar og rástímar verða sem hér segir:

Laugardagurinn 1. október
Ræsing kl. 17:00
Línuskautar – frjáls aðferð með stafi
11 ára og yngri, stúlkur og piltar
Hjólaskíði – hefðbundin aðferð
12-16 ára stúlkur og piltar
Línuskautar – frjáls aðferð með stafi
12-16 ára stúlkur og piltar
Ræsing kl 17:15+  (eða um leið og allir eru komnir í mark og tímataka er klár)
Hjólaskíði – hefðbundin aðferð
17 ára og eldri konur og karlar

Sunnudagur 2. október
Ræsing kl. 10:00
Línuskautar – frjáls aðferð með stafi
11 ára og yngri, stúlkur og piltar
Hjólaskíði – hefðbundin aðferð 5 km
12-16 ára stúlkur og piltar
Línuskautar – frjáls aðferð með stafi 5 km
12-16 ára stúlkur og piltar
Ræsing kl 10:30+  (eða um leið og allir eru komnir í mark og tímataka er klár)
Hjólaskíði – hefðbundin aðferð 10 km
17 ára og eldri konur og karlar

Þátttökugjald fyrir hverja grein í öllum flokkum er 1000 kr. og 1500 kr ef keppt er í báðum greinum. Þátttökugjald greiðist á staðnum (ekki tekið við kortum). Nánari upplýsingar veita Einar Óla í síma 696 3699 og Málfríður í síma 894 6337. Kort af brautinni mun birtast hér á vefnum á næstu dögum.

Hægt er að skrá sig með því að smella á myndina efst í dálkinum hér til hægri og fylla í formið sem þá birtist. Væntanlegir keppendur eru hvattir til að skrá sig, helst sem fyrst.

Samráðsfundur um starfsemi Skíðagöngufélagsins Ullar

Þótt skyggnið sé ekki alltaf gott á göngubrautinni þarf Ullur að vita hvert hann stefnir og taka markviss og taktföst skref. Stjórn Ullar boðar því félagsmenn til samráðsfundar um starfsemi félagsins þann 8. október á Bryggjan brugghús við Grandagarð. Við munum reyna að komast að kjarnanum með uppbyggilegri umræðu í litlum hópum og fá síðan að heyra hvaða niðurstöður fást. Stjórnin mun hafa hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem fram koma á fundinum við stefnumótun og skipulagningu félagsstarfsins í vetur. Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta. Það eru örugglega mörg áhugaverð sjónarmið uppi sem gaman verður að heyra um. Fundurinn er skipulagður frá 14:30 til 16:30 en fundinn færum við okkur yfir á barinn og höldum umræðunum áfram á óforlegu nótunum.

Engilega látið vita með því að skrifa athugasemd atburðinn á facebook, sem má finna með því að smella hér, eða sendið póst á ullarpostur@gmail.com um hvort þið komist, svo hægt sé að áætla fjölda þátttakenda.

Hjólaskíðamót helgina 1.- 2. október

Allir bruna af stað...Fyrirhugað er að halda hið árlega hjólaskíðamót Ullar helgina 1.-2. október. Keppni hefst kl 17:00 á laugardeginum með sprettgöngu en svo á sunnudagsmorgninum verður svo keppt í lengri vegalengdum.
Hægt verður að skrá sig á næstu dögum á heimasíðu félagsins en við munum þá einnig birta nánari upplýsingar.
Takið helgina frá! 

 

Barna- og unglingaæfingar hefjast miðvikudaginn 14. september kl 18:00

krakkaullurHaustið 2016 verða reglulegar æfingar fyrir börn og unglinga á vegum Ulls undir stjórn Sigrúnar Önnu Auðardóttur þjálfara og hefjast þær miðvikudaginn 14. september. Æfingarnar eru fyrir 6 ára og eldri. Fyrirkomulag þeirra verður  með eftirfarandi hætti:

Æfingar barna- og unglinga verða tvisvar í viku þar til æfingarnar færast á snjó, kl. 18:00 á miðvikudögum og kl. 11:00 á sunnudögum. Mæting á bílastæðið við Árbæjarsafn. Æfingarnar standa yfir í 1 klst hjá börnunum og 1-1 ½ klst. hjá unglingunum.

Nýir iðkendur eru velkomnir og þeir sem hafa áhuga á að bætast í hópinn geta t.d. sent Sigrúnu Önnu eða forsvarsmanni foreldrafélagsins, Ólafi Th. Árnasyni, tölvupóst í krakkaullur@gmail.com. Einnig má hringja í Sigrúnu í síma 849-5323.

Allar helstu upplýsingar um æfingarnar má svo finna á facebook grúppu hópsins.

Næsta samæfing á Ísafirði 25. – 28. ágúst

SKI_150Skíðagöngunefnd SKÍ boðar nú samæfingu skíðagöngufólks 12 ára og eldri 25.-28. ágúst á Ísafirði. Gist verður í skíðaskálanum í Tungudal þar sem einnig verður græjað fullt fæði alla dagana.

Kostnaður við hvern þátttakanda er 13.000 kr. Landsliðsþjálfarinn Jóstein Vinjerui fer fyrir æfingunni og honum til aðstoðar verða þaulreyndir skíðamenn og þjálfarar.

Dagskrána í heild ásamt upplýsingum um skráningu o.fl. má sjá hér: Samæfing SKÍ Ísafirði

Skráningu lýkur 18. ágúst.

Uppskeruhátíð Ullar fimmtudaginn 2. júní kl 19:00

Ágætu Ullarfélagar.

Nú er frábærum vetri í starfi okkar lokið. Metþátttaka á námskeiðum. Mikil fjölgun í félaginu og síðast en ekki síst frábær árangur á skíðamótum vetrarins.

Því höfum við ástæðu til að fagna árangrinum og kveðja vertíðina með hófi í góðum félagsskap hvers annars. Hófið verður haldið í Mýrakoti sem er lítill samkomusalur við gróðrastöðina Lambhaga við Úlfarsá. Mýrakot er perla í borginni þar sem við munum eiga frábæra kvöldstund.
Við viljum sjá alla þá sem virkir hafa verið í starfi félagsins í vetur. Allir sem tekið hafa þátt í kennslu, keppt á mótum, verið í skálavörslu, sinnt mótahaldi og öðrum verkefnum. Þolinmóðir makar sem hafa beðið heima á meðan við höfum verið að ganga eru velkomnir.

Ullur býður upp á grillmat og skemmtilegheit. Öllum er velkomið að taka með sér „görótta drykki“ ef þið viljið enda ætlum við að skála oft og mikið fyrir frábæru starfi. Aðgangur er ókeypis, enda hafið þið unnið frábært starf í vetur en samt ætlum við að hafa samskotabauk á staðnum til að halda kostnaði í lágmarki.

Vinsamlegast skráið ykkur á þennan viðburð upp á að við getum áttað okkur á hversu mikinn mat þarf að panta fyrir kvöldið með því að senda póst á ullarpostur@gmail.com með fjölda þátttakenda.

Hlökkum til að sjá ykkur og samgleðjast eftir hreint út sagt frábæran vetur. Næsti vetur verður enn betri.

Stjórn Ullar


Auglýsingu með korti má finna hér.