Skálinn okkar lokaður um helgina og fram í næstu viku

Kæru Ullungar

Því miður verður skálinn okkar lokaður um helgina og eitthvað fram í næstu viku. Í óveðrinu um daginn fauk hurðin á skálanum upp með þeim afleiðingum að skipta þarf um hurð.
Við munum láta vita á heimasíðunni og á facebook um leið og skálinn opnar að nýju.

Óskum ykkur góðrar helgar!

Úrslit sunnudagsins

Þá er síðasta keppnisdegi lokið á FIS/bikarmótinu í Bláfjöllum.

Í dag var keppt í hefðbundinni göngu með einstaklingsstarti og genginn var 5km hringur í Bláfjöllum. Keppendur gengu ýmist 1, 2 eða 3 hringi.

Úrslit úr FIS mótinu má finna hér:
Konur, 10 km
Karlar, 15 km

Úrslit úr bikarmótnu fá svo finna hér:
Úrslit, hefðbundin ganga, einstaklingsstart

Úrslit úr göngu dagsins

Þá er öðrum keppnisdegi lokið á FIS/bikarmótinu.

Úrslit úr FIS mótinu má finna hér:
Konur, 5 km frjáls aðferð
Karlar, 10 km frjáls aðferð

Úrslit úr bikarmótnu fá svo finna hér:
Úrslit, frjáls aðferð, einstaklingsstart

Öll (óstaðfest) úrslit helgarinnar má svo finna hér: timataka.net/bikarmot2017

Úrslit dagsins úr sprettgöngu

Þá er fyrsta keppnisdegi lokið af þremur á fyrsta bikarmóti vetrarins en mótið er einnig FIS mót og jafnframt fyrsta FIS mót Ullar. Á þessu FIS móti geta þeir keppt sem hafa gild FIS keppnisleyfi og eru 16 ára og eldri. Keppt var í sprettgöngu þar sem keppendur voru ræstir af stað með 15 sek. millibili. Eftir undanrásir var svo skipt í tvo riðla í undarúrslitum þar sem sigurvegarar úr hvorum riðli ásamt tveimur bestu tímum komust áfram í fjögurra manna úrslit.

Úrslit úr FIS mótinu má finna hér:

Konur, undanrásir
Konur, úrslit
Karlar, undanrásir
Karlar, úrslit

Athugið, FIS-stig reiknast fyrir tíma í undanrásum.

Úrslit úr bikarmótinu má svo finna hér:

Lokaúrslit, sprettganga

Öll (óstaðfest) úrslit helgarinnar má svo finna hér: timataka.net/bikarmot2017

Dagskrá og ráslistar fyrir FIS/bikarmót helgarinnar

Um helgina fer fram FIS/bikarmót í Bláfjöllum en mótið hefst á morgun 3. febrúar kl. 14 og lýkur á sunnudag.

Dagskrá mótsins er eftirfarandi:
Föstudagur 3. febrúar
     Kl 13:00 – 16:00 Sprettganga
Laugardagur 4. febrúar
     Kl. 11:00 – 12:30 Frjáls aðferð
Sunnudagur 5. febrúar
     Kl. 11:00 – 12:30 Hefðbundin aðferð

Nánari dagskrá má sjá hér: Dagskrá og ráslista má finna hér: Ráslistar

Við hvetjum alla til að koma og horfa á hvetja keppendur áfram í brekkunum. Lagðar verða göngubrautir fyrir almenning en einnig verða keppnisbrautirnar opnar utan keppnistíma.

Athugið að skáli Ullunga verður lokaður á meðan keppni stendur yfir.

FIS/bikarmót í Bláfjöllum 3. – 5. febrúar 2017

FIS/bikarmót fyrir 14 ára og eldri verður haldið í Bláfjöllum 3. – 5. febrúar 2017. Dagskrá má finna hér: Dagskrá

Athygli er vakin á því að fyrir 16 ára og eldri er þetta FIS mót og því þurfa allir keppendur í þeim flokki að hafa virkt FIS keppnisleyfi. Hér má sjá hverjir eru með virk FIS leyfi.

Forsvarsmönnum skíðafélaga er bent á að þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist í síðasta lagi miðvikudaginn 1. febrúar 2017 í tölvupóstfangið malfridur@gmail.com

Bláfjöll eru opin!

SKÍÐAKENNSLA: Stefnir í frábæran dag í Bláfjöllum. Kennslan fer fram samkvæmt plani, 13:00 fyrir byrjendur og 14:30 fyrir lengra komna. Tilvalið að mæta fyrr, skerpa á tækni og njóta!

 

Fínar aðstæður í Bláfjöllum

Það stefnir í ágætar aðstæður eru í Bláfjöllum í kvöld og því ekkert annað að gera en að skella sér á skíði. Námskeið fara fram á venjulegum tímum kl. 18:00 og 19:30.

SKÍÐAKENNSLA: Flytjum námskeið til sunnudags -UPPFÆRT-

Þetta ætlar að reynast okkur erfitt að klára þetta námskeið! Eins og er er suðaustan hvassvirði og slydduhríð í Bláfjöllum og því lokað. Veðurspá fyrir morgundaginn er betri, allavega fyrir fyrripart dags. Stefnum því á námskeið á morgun, sunnudag kl. 11:00 (byrjendur) og 12:30 (fyrir lengra komna og foreldrahópinn).

SKÍÐAKENNSLA: Í dag er lokað í Bláfjöllum

Vegna veðurs verðum við að fresta námskeiðum kvöldsins enn eina ferðina. Aðstæður eru slæmar í Bláfjöllum. Við viljum fyrst og fremst að það sé gaman og gagnlegt að koma á námskeið hjá okkur og þá skiptir miklu að aðstæður séu boðlegar.