Frábær árangur Ullunga hélt áfram

Skíðamóti Íslands lauk á mánudaginn í blíðskaparveðri þegar keppt var í tveimur greinum.
Fyrst var sprettganga með hefðbundinni aðferð í hraðri og skemmtilegri braut. Í karlaflokki nældi Snorri Einarsson, gullkálfur Skíðamóts Íslands, sér í enn ein gullverðlaunin, um 10 sek á undan Degi Benediktssyni frá SFÍ. Í kvennaflokki var Ullur með fyrstu tvö sætin. Kristrún Guðnadóttir sigraði og á eftir henni kom Salóme Grímsdóttir og tók silfrið.

Seinna um daginn var svo komið að liðaspretti. Þar var mikil spenna eins og við má búast í þeirri grein og hélt sigurganga Ullar á mótinu áfram.
Í Karlaflokki skipuðu sveit Ullar, þeir Snorri Einarsson og hinn bráðefnilegi Fróði Hymer, sem er aðeins 16 ára gamall. Skemmst er frá því að segja að þeir sigruðu nokkuð örugglega og tóku gullverðlaunin á undan sveit Ísfirðinga og Akureyringa.
Í kvennaflokki var spennan öllu meiri. Sveit Ullar skipuðu Kristrún Guðnadóttir og Salóme Grímsdóttir og var keppnin jöfn og spennandi alla leið. Baráttan við sveit Akureyringa var svo mikil að skera þurfti úr með „photofinish“ hver hefði sigrað liðasprettinn. Fór það svo að sveit Ullar reyndist vera á undan og hreppti Ullur því öll gullverðlaunin þennan daginn í fullorðins flokki.

Öll úrslit mótsins má finna á timataka.net

Skíðagöngufélagið Ullur óskar keppendum til hamingju með frábæran árangur á mótinu. Félagið er einnig ánægt með þá miklu þátttöku sem var á mótinu og er ljóst að skíðagangan blómstrar á höfuðborgarsvæðinu sem aldrei fyrr.

Fræknir keppendur Ullar að loknum liðaspretti

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s