Veturinn 2021-2022 verða reglulegar æfingar fyrir börn og unglinga á vegum Ulls undir stjórn Steven Gromatka þjálfara.
Við viljum endilega fá fleiri krakka í hópinn og er öllum velkomið að koma og prófa. Endilega hafið samband við okkur ef þið hafið áhuga í gegnum netfangið krakkaullur@gmail.com. Einnig má hringja í 848-8691.
Krökkunum er skipt í þrjá aldurshópa:
- 6-8 ára (2015-2013): Æfingar hefjast eftir áramót, einu sinni í viku um helgar. Æfingatímabilið er frá janúar til lok apríl.
- 9-11 ára (2012-2010): Æfingar tvisvar í viku fyrir áramót og 3 í viku eftir áramót. Miðvikudagar kl. 17.30 og sunnudagar kl. 9.
- 12 ára og eldri (2009 og eldri): Æfingar 2-3 í viku með þjálfara og æfingaplan fyrir eigin æfingar þess á milli. Æfingatímabilið er 10 mánuðir. Miðvikudagar kl. 17.30, föstudagar kl. 17.30 og sunnudagar kl. 9.
Á meðan enginn er snjórinn eru æfingar á höfuðborgarsvæðinu eða í Heiðmörk en þegar snjórinn kemur færum við okkur yfir í Bláfjöll eða Heiðmörk. Æfingaáætlun fyrir hverja viku auk staðsetningar á æfingum er birt í byrjun vikunnar. Þar sem staðsetning æfinga er breytileg þá er tilkynnt um staðsetningu fyrir hverja æfingu á facebook síðu hópsins.
Nokkrir punktar varðandi æfingar:
- Mæta þarf tímanlega á æfingar, æfingin byrjar á settum tíma.
- Mæta með vatnsbrúsa í belti á æfinguna.
- Börnin þurfa að vera klædd eftir veðri:
- Góð innanundirföt, skíðabuxur eða utanyfirbuxur og jakki sem heftir ekki hreyfingar. Buff fyrir háls og andlit, góðir vettlingar og húfa. Hafið samt í huga að manni hitnar fljótt við skíðagöngu þannig að gott er að klæða sig samt ekki of mikið. Athugið samt að oft er töluvert kaldara uppi í Bláfjöllum en í bænum þannig að takið mið af veðrinu uppi í Bláfjöllum.
- Vera með úlpu eða önnur aukaföt til að fara í þegar æfingin er búin.
- Vera með eitthvað smá nesti til að borða eftir æfingu
Barnastarfið eins og annað starf í Ulli er borið uppi af sjálfboðaliðastarfi. Fyrir utan þjálfara sem sjá um þjálfun á æfingum þá sjá foreldrar um allt barnastarfið og er því mikilvægt að allir taki þátt svo hægt sé að skipta með okkur verkum. Þegar farið er í keppnisferðir sjá foreldrar um að allt sem við kemur sínu barni. Að komast á staðinn, gistingu og að undirbúa skíðin. Það er um að gera fyrir foreldra sem eru nýir í skíðagöngu að leita til reyndari aðila í hópnum til að fá kennslu og ráð í umhirðu skíðanna og öðru.
Æfingagjöld fyrir árið eru:
- 6-8 ára: 15.000 kr.
- 9-11 ára: 40.000 kr.
- 12 ára og eldri: 50.000 kr
- Systkinaafsláttur er 5.000 kr