Skíðamót Íslands er nú í fullum gangi á Ólafsfirði og hefur nú tveimur keppnisdögum verið lokið.
Ullur sendi fjölmennt lið á mótið eða 14 keppendur alls og hefur Ullur átt góðu gengi að fagna á mótinu.
Í gær var keppt með frjálsri aðferð við prýðisaðstæður og var brautin þétt og góð og mikill hraði. Skemmst er frá því að segja að Ullur tók 4 Íslandsmeistaratitla.
Konur gengu 5 km, karlar 10 km, 13-14 ára gengu 3,5 km og 15-16 ára gengu 5 km og var ræst með hópstarti.
Hjá konunum sigraði Ullungurinn Kristrún Guðnadóttir, Salóme Grímsdóttir varð 5. og Aníta Björk Jóhannsdóttir Randíardóttir varð 7.
Í flokki 15-16 ára stúlkna sigraði María Kristín Ólafsdóttir og Sigríður Dóra Guðmundsdóttir tók silfrið, báðar frá Ulli.
Í flokki 13-14 ára stúlkna nældu Vala Kristín Georgsdóttir og Hildur Lilja Traustadóttir frá Ulli sér í 6. og 7. sætið.
Í karlaflokki sigraði Ullungurinn Snorri Einarsson og var hann hársbreidd á undan írska landsliðsmanninum Thomas Westgaard. Úlfur Björnsson varð 8. og Svavar Hrafn Ágústsson 9.
Fróði Hymer Ulli, sigraði svo í flokki 17-18 ára drengja, hjá 15-16 ára drengjum varð Hjalti Böðvarsson Ulli 2. og hjá 13-14 ára drengjum varð Elías Mar Friðriksson 4. og Ernir Benediktsson 5.
Í dag hélt svo áfram keppnin en þá var gengið með einstaklingsstarti með 30 sekúndna millibili. Ullungar héldu áfram að sanka að sér medalíunum og tókum við m.a. 2 Íslandsmeistaratitla.
Hjá konunum nældi Salóme Grímsdóttir í Ulli sér í bronsverðlaunin og Aníta Björk Jóhannsdóttir Randíardóttir varð 4.
Í flokki 15-16 ára stúlkna varð María Kristín Ólafsdóttir nr.2 og Sigríður Dóra Guðmundsdóttir tók bronsið. Þuríður Yngvadóttir varð nr. 7
Í flokki 13-14 ára stúlkna nældu Vala Kristín Georgsdóttir og Hildur Lilja Traustadóttir sér í 4. og 6. sætið.
Í karlaflokki sigraði Ullungurinn Snorri Einarsson. Svavar Hrafn Ágústsson varð 7. og Úlfur Björnsson varð 8.
Fróði Hymer Ulli, sigraði svo aftur í flokki 17-18 ára drengja og hjá 13-14 ára drengjum varð Elías Mar Friðriksson 4. og Ernir Benediktsson 5.
Í nýjum flokki 35-49 ára varð svo Íslandsmeistari Ólafur Th. Árnason, Ulli. Þessi flokkur ásamt 50+ er vonandi kominn til að vera og hvetur vonandi gamlar kempur og nýjar til að keppa.
Ullur óskar keppendum sínum á mótinu til hamingju með árangurinn.
Keppni heldur svo áfram á morgun með sprettgöngu og liðaspretti og munum við færa ykkur fréttir af gangi mála.