Starfsmaður í hlutastarf óskast

Skíðagöngufélagið Ullur auglýsir eftir starfsmanni í hlutastarf til loka apríl 2021.

Verkefnin eru mörg og fjölbreytileg og felast meðal annars í sér að aðstoða við að innheimta æfingagjöld iðkenda félagsins ásamt félagsgjöldum. Einnig mun starfsmaður halda utan um skráningar og aðrar upplýsingar fyrir námskeið á vegum félagsins.

Tökum á móti umsóknum á stjornullar@gmail.com og ef þig vantar nánari upplýsingar hjá stjórn Ullar, sendu okkur þá endilega póst á sama netfang.

Uppfært – Vinnudagur í Heiðmörk laugardaginn 26. september frestað til sunnudags

Uppfært! Veðurspáin er ekki með okkur í liði og höfum við ákveðið að færa daginn aftur um einn dag eða til sunnudagsins 27. september. Við sleppum grilli í þetta sinn vegna Covid. Sjáumst vonandi á sunnudaginn kl. 14:00.

——–

Laugardaginn, 26. september, ætlum við í Ulli að vera með vinnudag í Heiðmörk þar sem við stefnum á að klára vinnunna við hreinsun á skíðagöngubrautum.

Við ætlum að hittast kl 14:00 hjá bílastæðinu við upphaf brautinnar og kveikja á grillinu kl. 17:00

Gaman væri að sjá ykkur sem flest vinsamlegast skráið þátttöku með því að smella hér,  svo allir fá nóg að borða og drekka.

Sjáumst í Heiðmörk!

Samæfing í Reykjavík 15. – 17. júní 2019 fyrir 12 ára og eldri

SKÍ boðar til samæfingu skíðagöngufólks 12 ára og eldri (fædd 2007 og fyrr, 13 ára og eldri á næsta keppnistímabili 2019-2020) 15. – 17. júní í Reykjavík. Gist verður í Bláfjöllum í skíðaskála ÍR og Víkings en æfingarnar munu fara að mestu fram í Bláfjöllum en einhver hluti í Reykjavík. Kostnaður við hvern þátttakanda er 15.000 kr.

Dagskrána í heild ásamt upplýsingum um skráningu o.fl. má sjá hér: Samæfing í Reykjavík

Nánari upplýsingar gefur Jón Viðar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri SKÍ á netfangið ski@ski.is eða í síma 660-4752.

Athugið, þeir Ullungar sem vilja taka þátt í samæfingunni þurfa að senda skráningu á netfangið ullarpostur@gmail.com í síðasta lagi kl 18:00 fimmtudaginn 13. júní. Þátttakendur sjá sjálfir um að millifæra þátttökugjaldið á reikning SKÍ.

Aðalfundur Skíðagöngufélagsins Ullar miðvikudaginn 15. maí 2019

Aðalfundur Skíðagöngufélagsins Ullar verður haldinn í húsnæði ÍSÍ, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, miðvikudaginn 15. maí 2019 kl. 20:00.

Málefni sem félagar óska eftir að tekin verði fyrir á fundinum skulu hafa borist stjórn minnst viku fyrir aðalfund á netfangið stjornullar@gmail.com

Mál sem berast eftir að sá frestur er liðinn verða ekki tekin fyrir nema 2/3 fundarmanna samþykki það. Rétt til fundarsetu með öllum réttindum hafa skuldlausir félagar.

Dagsskrá aðalfundar:
1. Fundarsetning
2. Kosnir fundarstjóri og fundarritari
3. Lögð fram ársskýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár og umræða um hana
4. Skýrslur nefnda
5. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar, umræða og atkvæðagreiðsla
6. Fjárhagsáætlun næsta starfsárs
7. Lagabreytingar ef fyrir liggja
8. Stjórnarkjör:
a) kosinn formaður
b) kosnir fjórir aðalstjórnarmenn
c) kosnir tveir varamenn í stjórn
d) kosinn skoðunarmaður og annar til vara
9. Aðrar tillögur sem borist hafa til stjórnar
10. Önnur mál
11. Fundarslit

Félags­menn eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í að móta starf félagsins, því þetta er ykkar félag.

Stjórnin