UMÍ á Dalvík og Ólafsvík 13. – 15. mars 2020

Dagana 13. -15. mars næstkomandi fer fram á Dalvík og Ólafsfirði unglingameistaramót Íslands. Í skíðagöngu er mótið fyrir aldursflokkana 13 – 16 ára  (árg. 2007-2004).

Skráningar fara fram í gegnum félögin svo þeir Ullungar sem hyggja á þátttöku þurfa að senda póst á ullarpostur@gmail.com í síðasta lagi þriðjudaginn 3. mars 2020 kl 12:00. 

Mótsboð má finna hér

Bikarmót í Reykjavík 29. febrúar – 1. mars 2020

Dagana 29. febrúar – 1. mars næstkomandi fer fram í Bláfjöllum bikarmót SKÍ. Um er að ræða bikarmót sem er einungis fyrir 13-16 ára aldursflokka.

Skráningar fara fram í gegnum félögin svo þeir Ullungar sem hyggja á þátttöku þurfa að senda póst á ullarpostur@gmail.com í síðasta lagi mánudaginn 24. febrúar 2020 kl 18:00. 

Mótsboð með dagskrá og nánari upplýsingum má finna hér

FIS/Bikarmót á Akureyri 14. – 16. febrúar 2020

Dagana 14. -16. febrúar næstkomandi fer fram á Akureyri alþjóðlegt FIS-mót sem er jafnframt Bikarmót SKÍ.

Mótið er fyrir 15 ára og eldri. Athugið að keppendur 17 ára og eldri þurfa að hafa FIS-leyfi til að taka þátt í FIS-móti.

Skráningar fara fram í gegnum félögin svo þeir Ullungar sem hyggja á þátttöku þurfa að senda póst á ullarpostur@gmail.com í síðasta lagi miðvikudaginn 12. febrúar 2020 kl 10:00. 

Mótsboð með dagskrá og nánari upplýsingum má finna hér

Ókeypis hlaupanámskeið og Karlahlaup Krabbameinsfélagsins 1. mars 2020

Nú viðrar ekki vel til skíðagönguæfinga og því ágætt að nýta tímann í annan undirbúning.  Við vildum því benda Ullungum á þetta ókeypis hlaupanámskeið og Karlahlaup Krabbameinsfélagsins 1. mars.

Komdu á ókeypis undirbúningsnámskeið til að undirbúa þig fyrir Karlahlaupið.

Farið verður yfir það helsta sem hafa þarf í huga í tengslum við hlaup og hvernig best er að fara af stað. Fjallað verður um ýmis hagnýt atriði í fyrirlestri og einnig farið út á hlaupabraut (innanhúss) og hugað að upphitun, teygjum og hlaupunum sjálfum.

Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem eru aðeins lengra komnir. Af stað nú, taktu skref í rétta átt !

Leiðbeinandi er Torfi H. Leifsson (torfi@hlaup.is) sem sjálfur hefur stundað hlaup í meira en 25 ár og staðið fyrir hlaupanámskeiðum um árabil. Á námskeiðinu sem hér er boðið upp á er stiklað á stóru úr þeim námskeiðum.

Námskeiðið er ókeypis og tvær tímasetningar í boði:

Sunnudagur 9. febrúar 10.30 – 12.00 í Kaplakrika

Sunnudagur 23. febrúar 10.30-12.00 í Laugardalshöll

Nánari upplýsingar og skráning:

https://www.mottumars.is/forsidugreinar/hlaupanamskeid

Félagsskírteini Ullar í Aur

Skíðagöngufélagið UllurFélagsskírteini Ulls eru nú gefin út rafrænt og má nálgast í Aur appinu.
Hvar finn ég skírteinið mitt?
Skírteinið er aðgengilegt í Aur appinu með því að smella á „Veski“ í aðalvalmynd. Í appinu er einnig að finna lista yfir þá samstarfsaðila sem veita félagsmönnum Ulls afslætti.

Til að nýta þá afslætti sem standa þér til boða framvísar þú einfaldlega skírteininu þínu
með því að sýna það í Aur appinu.
Ef þú ert ekki með Aur appið sækirðu appið í AppStore eða PlayStore og ferð í gegnum
nýskráningu.
Ef þú lendir í einhverjum vandræðum ekki hika við að hafa samband við í Aur með
tölvupósti á aur@aur.is eða í gegnum Facebook skilaboð.

Aur appið
Með Aur appinu geturðu borgað og fengið greitt með símanum. Þú þarft eingöngu að vita farsímanúmer þess sem þú ætlar að borga eða rukka. Þegar aðrir borga þér er lagt inn á bankareikninginn þinn sem þú skráðir. Aur millifærslur kosta ekkert ef debetkort er notað.

Salernisgámur Bláfjöll

Nú er kominn upp salernisgámur við skíðagöngusvæðið í Bláfjöllum.  Gámurinn er staðsettur við endann á bílaplaninu þar sem gengið er að skíðagöngusvæðinu og Ullarskálanum.  Unnið er að rafmagnstengingu (til að koma á hita) sem klárast vonandi núna á næstu dögum.  Vinsamlegast muna að ganga vel um og loka hurð.

Nefndin

Námskeið og æfingar í febrúar

Nú höfum við opnað fyrir skráningar á verslun.ullur.is á eftirfarandi námskeið/hópa sem byrja í febrúar 2020.

Byrjendanámskeið (6 skipti) byrjar 10. febrúar
Kennslan fer fram á eftirfarandi dögum:
HÓPUR A
Mánudagurinn 10.2 kl. 18:00
Miðvikudaginn 12.2 kl. 18:00
Laugardaginn 15.2 kl 10:30
Mánudaginn 17.2 kl. 18:00
Miðvikudaginn 19.2 kl. 18:00
Laugardaginn 22.2 kl. 10:30

HÓPUR B
Mánudaginn 10.2 kl. 19:30
Miðvikudaginn 12.2 kl. 19:30
Laugardaginn 15.2 kl 12:00
Mánudaginn 17.2 kl. 19:30
Miðvikudaginn 19.2 kl. 19:30
Laugardaginn 22.2 kl. 12:00

Framhaldsnámskeið (4 skipti) byrjar 11. febrúar
Kennslan fer fram á eftirfarandi dögum:
Þriðjudagur 11.2 kl. 18:00
Laugardagur 15.2 kl. 13:30
Þriðjudagur 18.2 kl 18:00
Laugardagur 22.2 kl. 13:30

Íslandsgönguæfingar 
Samæfingar fyrir almenning sem eru haldnar einu sinni í viku, á þriðjudögum kl. 19:30

Allar nánari upplýsingar á verslun.ullur.is en þar má einnig skrá sig á námskeiðin.

Í boði í vetur verða einnig skautanámskeið (2 skipti) og stök byrjendanámskeið (1 skipti) en þau verða auglýst seinna á hér á heimasíðu félagsins og á facebook.

Félagsaðild í Ulli er skilyrt fyrir æfingar og námskeið sem eru fleiri en 1 skipti. Hér má skrá sig í félagið.

Share this:

FIS/Bikarmót á Ísafirði 31. janúar – 2. febrúar 2020

Dagana 31. janúar – 2. febrúar næstkomandi fer fram á Ísafirði alþjóðlegt FIS-mót sem er jafnframt Bikarmót SKÍ.

Mótið er fyrir 13 ára og eldri. Athugið að keppendur 17 ára og eldri þurfa að hafa FIS-leyfi til að taka þátt í FIS-móti.

Skráningar fara fram í gegnum félögin svo þeir Ullungar sem hyggja á þátttöku þurfa að senda póst á ullarpostur@gmail.com í síðasta lagi þriðjudaginn 28. janúar 2020. 

Mótsboð með dagskrá og nánari upplýsingum má finna hér