Barnastarfið hefst miðvikudaginn 11. september

Barna- og unglingaæfingar byrja miðvikudaginn 11. september kl. 18 við Víkingsheimilið í Fossvogi. Æfingatímar verða 2x í viku í september. Kl. 18 á miðvikudögum og kl. 11 á laugardögum alveg eins og í fyrra. Sigrún verður með æfingarnar þegar hún kemur í október en Ingólfur Magnússon byrjar með þær í september. Æfingar verða klst í senn. Farið verður rólega af stað og farið yfir stöðu, markmið og aðra íþróttaiðkun m.t.t. persónulegrar æfingaáætlunar fyrir hvern og einn. Fyrsta æfing verður létt skokk og smá stopp í hreystibraut við Réttarholtsskóla. Mæting við Víkingsheimilið, klædd eftir veðri og í góðum skóm (hlaupa/íþróttaskóm eða álíka). Æfing endar svo í Víkinni kl. 19

Æfingarnar eru fyrir krakka á aldrinum 6-16 ára og eru nýir iðkenndur sérstaklega velkomnir. Nánari upplýsingar á krakkaullur@gmail.com

Hjólaskíðamót sunnudaginn 6. október 2019 [Breytt staðsetning!!]

Hið árlega hjólaskíðamót Ullar verður haldið sunnudaginn 6. október. Mótið, sem er jafnframt fyrsti viðburður félagsins á nýjum skíðavetri, fer fram á völlunum í Hafnarfirði en mark og start er á gatnamótum Dofrahellu og Straumhellu. Ræst verður hjá yngri flokkum kl 10 og hjá 12 ára og eldri kl 10:30.

Dagskrá og flokkar eru eftirfarandi:

Ræsing kl. 10:00
11 ára og yngri eru á línuskautum
9 ára og yngri – fara 1 km (út frá marki eftir stígnum og til baka í mark)
10-11 ára – fara 2 km (út frá marki eftir stígnum og til baka í mark)

Þrautabraut fyrir þá yngstu við rásmark

Ræsing kl 10:30+ (eða um leið og allir eru komnir í mark og tímataka er klár)
12-16 ára stúlkur og piltar – Hjólaskíði, hefðbundin aðferð 5 km
12-16 ára stúlkur og piltar – Línuskautar, frjáls aðferð með stafi 5 km
17 ára og eldri konur og karlar – Hjólaskíði, hefðbundin aðferð 10 km.

Einungis má keppa á hjólaskíðum með stoppara (ekki á skautahjólaskíðum). Hjálmaskylda er í keppninni.

Þátttökugjald fyrir 12 ára og eldri er 1000 kr., 500kr fyrir yngri en 12 ára, ókeypis í þrautabraut. Hægt er að skrá sig á verslun.ullur.is, en einnig má skrá sig á staðnum. Æskilegt er að sem flestir skrái sig fyrir fram.

Nánari upplýsingar veitir Málfríður í síma 894 6337.

Hjólaskíðanámskeið fyrir börn og unglinga

skid_Kristrun-696x464

Kristún (nr. 1) í keppi á Skíðamóti Íslands 2019, ljósmynd Hólmfríður Svavarsdóttir

Líkt og síðasta sumar stendur Kristrún Guðnadóttir fyrir hjólaskíðanámskeiði fyrir börn og unglinga. Kristrúnu þarf ekki að kynna fyrir Ullungum. Hún hefur undanfarinn vetur staðið sig vel í keppnum um allan heim og ber þar helst að nefna þátttöku hennar á heimsmeistaramótinu á liðnum vetri.

Námskeiðið verður haldið dagana 24. júní til 27. júní og er fyrir krakka á aldrinum 7-16 ára. Æfingar fara fram við Víkingsheimilið í Fossvogi.

Námskeiðið er tilvalið fyrir krakka sem vilja læra betur á hjólaskíðin, hlaupa, hoppa og með því byggja upp færni, þol, styrk og snerpu fyrir næsta vetur. Það er ennig er hægt að vera á línuskautum fyrir þá sem ekki eiga hjólaskíði. Dagskrá er sem hér segir:

Mánudagur 24. júni

Kl. 10.00 Æfing 1, hjólaskíði – Nokkrir hringi á skíðum og leikir

Kl. 11.30 – 12.00 Hádegishlé

Kl. 12.00 – 14.00 Æfing 2, hlaup með hoppum og sprettum

Þriðjudagur 25. júní

Kl 10.00 Æfing 1, hjólaskíði – Leikir og tækniæfingar

Kl. 11.30 -12.00 Hádegishlé

Kl. 12.00 -14.00 Æfing 2, hjólaskíði – Braut með hindrunum og sprettir

Miðvikudagur 26. júní

Kl.10.00-12.00 Æfing 1, hjólaskíði – Tækni og ganga stærri hring

12.00 Sund eftir æfingu

Fimmtudagur 27. júní

11.00 Fjallganga með stafi

Verð: 15. 000 kr, systkini 20.000 (samtals)

Skráningar og fyrirspurnir skal senda á kristrungud@gmail.com

 

 

 

Samæfing í Reykjavík 15. – 17. júní 2019 fyrir 12 ára og eldri

SKÍ boðar til samæfingu skíðagöngufólks 12 ára og eldri (fædd 2007 og fyrr, 13 ára og eldri á næsta keppnistímabili 2019-2020) 15. – 17. júní í Reykjavík. Gist verður í Bláfjöllum í skíðaskála ÍR og Víkings en æfingarnar munu fara að mestu fram í Bláfjöllum en einhver hluti í Reykjavík. Kostnaður við hvern þátttakanda er 15.000 kr.

Dagskrána í heild ásamt upplýsingum um skráningu o.fl. má sjá hér: Samæfing í Reykjavík

Nánari upplýsingar gefur Jón Viðar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri SKÍ á netfangið ski@ski.is eða í síma 660-4752.

Athugið, þeir Ullungar sem vilja taka þátt í samæfingunni þurfa að senda skráningu á netfangið ullarpostur@gmail.com í síðasta lagi kl 18:00 fimmtudaginn 13. júní. Þátttakendur sjá sjálfir um að millifæra þátttökugjaldið á reikning SKÍ.

Að loknum aðalfundi – Hugrún hættir

Aðalfundur Skíðagöngufélagsins Ulls var haldinn í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal miðvikudaginn 15. maí 2019.

Mæting á aðalfundinn að þessu sinni var óvenju góð og til marks um að félagið er að stækka, áhuginn að aukast og starfið að eflast, eins og skýrsla stjórnar ber vitni um.

Ánægjulegt var að sjá að framkvæmdastjóri skíðasvæðanna og forstöðumaður Bláfjalla voru viðstaddir fundinn en nokkur umræða fór fram um framtíð Bláfjalla, sporlagningu og annað sem viðkemur aðstöðu í Bláfjöllum.

Nokkrar breytingar urðu á stjórn félagsins. Þar ber fyrst að nefna að Hugrún Hannesdóttir, sem hefur verið formaður undanfarin 2 ár og í stjórn frá árinu 2011, lætur af formennsku. Það er mikil eftirsjá í Hugrúnu enda hefur hún stýrt félaginu af miklum myndarskap. Kunnum við henni bestu þakkir fyrir frábært samstarf undanfarin ár.

Nýr formaður, Ingólfur Magnússon frá Sigufirði, hefur tekið við af Hugrúnu. Ingólfur hefur verið duglegur í innra starfi Ulls undanfarin ár og aðstoðað reglulega við mótahald, námskeið og önnur tilfallandi verkefni.

Aðrar breytingar á stjórn eru þær að Axel Pétur Ásgeirsson og Stefán Pálsson hætta í stjórn og inn koma Baldur Helgi Ingavarsson og Halla Haraldsdóttir í þeirra stað.

IMG_0366

Hugrúnu var þakkað fyrir vel unnin störf með glaðningi frá félaginu

IMG_0381

Ný stjórn, frá vinstri: Málfríður, Magnús, Ari, Ingólfur formaður, Ólafur, Baldur og Halla

IMG_0386

Fráfarandi formaður, Hugrún Hannesdóttir og nýr formaður, Ingólfur Magnússon

Andrésar Andarleikarnir 2019

Dagana 24.-27. apríl fóru Andrésar andarleikarnir fram í 44. skiptið á Akureyri. Að þessu sinni sendi Ullur 20 keppendur á aldrinum 5-15 ára auk þeirra Sigrúnar og Endre þjálfara. Aldrei hefur jafn stór hópur farið frá Ulli á Andrés eins og í ár. Sannarlega gleðilegt og sýnir að barna- og unglingastarfið er hægt og rólega að byggjast upp.

Leikarnir voru frábæri í alla staði eins og venjulega þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Snjólítið var í Hlíðarfjalli við upphaf leikanna og minkaði hann hratt í blíðskaparveðri sem einkendi fyrsta daginn sérstaklega og dagana á eftir. Skíðafélag Akureyrar vann frábært starf við að halda brautum í horfi og gera upplifuna krakkanna sem ánægjulegasta.

Árangur krakkanna var frábær í alla staði og voru þau félaginu til sóma innan sem utanbrautar. Úrslit má nálgast hér. Upp úr krafsinu hafði Ullur nokkur gull, silfur og brons en umfram allt sæla og ánægða krakka.

Skíðagöngufélagið Ullur þakkar Skíðafélagi Akureyrar fyrir frábæra Andrésar andarleika.

This slideshow requires JavaScript.