Aðalfundur Skíðagöngufélagsins Ullar miðvikudaginn 3. júní 2020

Aðalfundur Skíðagöngufélagsins Ullar verður haldinn í húsnæði ÍSÍ sal E, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, miðvikudaginn 3. júní 2020 kl. 20:00.

Málefni sem félagar óska eftir að tekin verði fyrir á fundinum skulu hafa borist stjórn minnst viku fyrir aðalfund á netfangið stjornullar@gmail.com

Mál sem berast eftir að sá frestur er liðinn verða ekki tekin fyrir nema 2/3 fundarmanna samþykki það. Rétt til fundarsetu með öllum réttindum hafa skuldlausir félagar.

Dagsskrá aðalfundar:
1. Fundarsetning
2. Kosnir fundarstjóri og fundarritari
3. Lögð fram ársskýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár og umræða um hana
4. Skýrslur nefnda
5. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar, umræða og atkvæðagreiðsla
6. Fjárhagsáætlun næsta starfsárs
7. Lagabreytingar ef fyrir liggja
8. Stjórnarkjör:
a) kosinn formaður
b) kosnir fjórir aðalstjórnarmenn
c) kosnir tveir varamenn í stjórn
d) kosinn skoðunarmaður og annar til vara
9. Aðrar tillögur sem borist hafa til stjórnar
10. Önnur mál
11. Fundarslit

Félags­menn eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í að móta starf félagsins, því þetta er ykkar félag.

Stjórnin

Forpöntun á Salomon skíðum

Nú er hægt að forpanta Salomon gönguskíði og annan skíðagöngubúnað fyrir næsta vetur og þurfa pantanir að berast fyrir 7. maí til Úlfars Fjalars á netfangið alparnir@simnet.is. Eins og venjulega þá þarf hæð, skóstærð og þyngd þar sem það á við.  Pöntunalistann má finna hér og sækja en hann er með úrvali og verði.

Forpöntun á Kästle gönguskíðum frá Fjallakofanum

Nú er hægt að forpanta skíðagöngubúnað hjá Fjallakofanum á góðu verði en pantanir þurfa að berast í síðsta lagi 30. apríl. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Fjallakofans en þar má finna hlekk á úrval búnaðar og pöntunarform til útfyllingar. Nánari upplýsingar veitir Sævar Birgisson, saevar@fjallakofinn.is . Pantanir sendist einnig á Sævar en eins og venjulega þá þarf hæð, skóstærð og þyngd þar sem það á við.

 

Bláfjallagöngunni 2020 aflýst

[English below]

Við verðum því miður að tilkynna að göngunni þetta árið hefur verið aflýst.

Samkomubann rennur út 4 maí ef allt gengur upp, en við teljum ekki forsendur fyrir því að halda Bláfjallagöngu eftir að því lýkur. Við höfum unnið mikla vinnu og lagt út í mikinn kostnað vegna göngunnar og þar sem samkomubann var sett á 6 dögum fyrir settan dag þá má segja að allt hafi verið klárt.

Í skráningarskilmálum kemur fram að ekki verði endurgreitt ef þessi staða kemur upp, en okkur langar þrátt fyrir það að bjóða öllum þeim, sem höfðu skráð sig, 50% afslátt af skráningargjaldinu að ári, það er í mars 2021. Upplýsingar um hvernig má virkja afsláttinn verða sendar á þá sem voru skráðir í gönguna 2020 þegar opnað verður fyrir skráningu fyrir gönguna 2021.

Um leið og við þökkum ykkur öllum fyrir veturinn þá minnum við á að það er ennþá hægt að komast á gönguskíði í Bláfjöllum og hægt að fylgjast með opnun á skidasvaedi.is

Sjáumst í Bláfjallagöngunni 2021 og gangi ykkur öllum vel í þeim verkefnum sem framundan eru.

————–

Blafjallagangan 2020 is cancelled!

Unfortunately, this is the announcement for the cancellation of the Blafjallagangan this year.

In Iceland, there is ban on gatherings for organized activities with more than 20 people, which will remain in effect until May 4th. Given the circumstances, we feel the only way is to cancel the race. We’ve put a lot of work and cost into Blafjallagangan 2020 as the ban on gatherings was imposed only a few days before race day so everything was ready for the race at that time.

In the terms of payment agreed to at the race entry, it is stated that the entry fee will not be refunded in case of cancellation of the race, however, we would like to offer everyone who had already signed up for the race this year a 50% discount of the race fee for next years race, i.e. in March 2021. Information on how to receive the discount will be sent to all those signed up for the race 2020 when registration for next year’s race opens.

See you in Blafjallagangan 2021 and good luck with your sporting endeavors.

Heiðmörk

Heiðmörk,

Fyrr í dag barst okkur ábending frá Veitum um að vegurinn um Heiðmörk sé lokaður ökutækjum (með lokunarskiltum við Elliðavatnsbæ) . Fyrir mistök var vegurinn að skíðaspori Ullunga ruddur en Veitur hafa farið fram á að vegurinn sé lokaður þar til snjóa leysir.  Umrædd lokun er vegna vatnsverndarsjónarmiða þ.e. vegna hættu á að bílar fari útaf veginum og skapi þannig mögulega olíumengun.  Skíðagöngufélagið Ullur og Skógræktarfélag Reykjavíkur hafa óskað eftir að Reykjavíkurborg/Veitur endurskoði þessa afstöðu sína og íhugi frekar reglulega snjóhreinsun enda ætti þá að vera lítil hætta á umræddum umferðar-/mengunarslysum. 

Meðan á þessari lokun stendur er erfitt um vik að komast að skíðaspori Ullunga enda engin greið leið fyrir snjósleða/skíðaspora frá Elliðavatni og um 4 km gangur eftir veginum. 

Á meðan troðna sporið nýtist ekki vegna fyrrgreindra ástæða er vert að benda fólki á að hægt er að ganga á utanbrautarskíðum frá Elliðavatnsbænum eða auðvitað að leggja leið sína í hina ágætu aðstöðu okkar í Bláfjöllum.

Nefndin

Heiðmörk uppfært

Heiðmörk
Okkur voru að berast upplýsingar frá Veitum að vegurinn um Heiðmörk er lokaður vélknúnum ökutækjum með tilliti til vatnsverndar. Fólk er því beðið um að keyra ekki uppá bílastæðið sem er við upphaf göngubrautar. Stöndum öll saman og virðum þessar takmarkanir! Það er afar mikilvægt að vernda vatnsbólin og nú sem aldrei fyrr í þessum válegu aðsæðum sem við búum við. Bílastæði eru til staðar við Elliðaárbæ. Til að ekki gæti misskilnings þá er ekki troðið þaðan uppað gönguspori Ullunga við Hjallabraut en troðinn var lítill hringur við bæinn fyrir krakkana. Það er hins vegar holótt braut.

Sportvalsgangan haldin í fyrsta sinn

Það var góð stemning í Bláfjöllum á laugardaginn þegar fyrsta Sportvalsgangan fór fram. Ekki skemmdi fyrir að veðrið var einfaldlega uppá 10, brakandi sól og stafa logn!

Til að breyta út af vananum var lögð þrautabraut sem yngstu iðkendurnir fóru einu sinni en þrautabrautin var svo tvinnuð saman við lengri og meira krefjandi braut fyrir eldri krakkana. Þannig fengu allir braut við hæfi og fína æfingu.

Verðlaunin voru ekki af verri endanum, páskaegg og veglegir vinningar frá Sportval. Þegar í mark var komið fengu keppendur páskaegg með númeri límdu á. Númerið gaf svo til kynna hvaða vinning á verðlaunaborðinu keppandinn fékk að launum. Skemmtilegt fyrirkomulag!

Að lokum voru pylsur grillaðar ofan í keppendur og sólarinnar notið í frábærum félagsskap.

Það er verslunin Sportval sem sá um og hélt mótið. Sportval er á sínu öðru starfsári og hefur séð Reykvíkingum fyrir Madshus skíðum, Craft fatnaði, Rode skíðaáburði og  Bliz skíðagleraugum. Frábærar vörur og góð þjónusta.

Skíðagöngufélagið Ullur þakkar Sportval fyrir frábært framtak!