Dagana 25. -27. febrúar næstkomandi fer fram á Ísafirði alþjóðlegt FIS-mót sem er jafnframt Bikarmót SKÍ.
Mótið er fyrir 13 ára og eldri. Athugið að keppendur 17 ára og eldri þurfa að hafa FIS-leyfi til að taka þátt í FIS-móti. Til að fá nánari upplýsinar um FIS-leyfi, má senda póst á ullarpostur@gmail.com
Skráningar fara fram í gegnum félögin svo þeir Ullungar sem hyggja á þátttöku þurfa að senda póst á ullarpostur@gmail.com í síðasta lagi þriðjudaginn 22. febrúar 2022
Mótsboð með dagskrá og nánari upplýsingum má finna hér
Búið er að troða spor í Heiðmörk frá Elliðavatnsbænum, sjá nánar frétt frá Skógræktinni.
Frá Elliðavatnsbænum er 2,5km tengibraut að 8km hringnum okkar. Athugið að í tengisporinu er gengið í báðar áttir þ.a. fólki er bent á að fara varlega í brekkum. Í 8km hringnum er gengið rangsælis frá Ullarplaninu. Nú er verið að leggja lokahönd á að koma upp tengingu við Skisporet.no/reykjavik þar sem hægt er að sjá stöðu/tímasetning brautarlagninga (sjá mynd neðanmáls).
Um að gera að skella sér á skíði !!
Skjámynd af skisporet.no 6. febrúar 2022. Smellið á mynd til að sjá nýjustu stöðu sporsins.
Fyrstu grein Bikarmótsins í Bláfjöllum, sprettgöngu, hefur verið frestað til morgun vegna veðurs. Einnig fellur dagskrá sunnudagsins niður vegna slæmrar veðurspár. Á morgun laugardag verða tvær keppnir, annars vegar sú sem fyrirhuguð var á sunnudag sem verður haldin kl 11 og sprettgangan sem átti að vera í dag föstudag og hún byrjar kl 13:30.
Ný dagskrá mótsins er því þessi:
Laugardagur 29. janúar
11:00 Hefðbundin aðferð, kk 15km, kvk 10km, 15-16 ára 5km
Í gær bárust þau frábæru tíðindi er ÍSÍ birti staðfest val á keppendum á Vetrarólympíuleikana í Pekin í Kína ,sem fara fram 4.-20. febrúar næst komandi, að Ísland á þrjá fulltrúa í skíðagöngu!
Snorri Einarsson, skíðaganga karla – 15 km F (frjáls aðferð), 30 km skiptiganga, 50 km C Mst (fjöldastart, hefðbundin aðferð), liðakeppni í sprettgöngu
Isak Stianson Pedersen, skíðaganga karla – sprettganga og liðakeppni í sprettgöngu
Fyrir þá sem ekki vita, þá keppa þau Kristrún og Snorri hér á landi fyrir Skíðagöngufélagið Ull og Isak fyrir SKA, en þau eru öll margfaldir Íslandsmeistarar í sínum greinum.
Á heimasíðu ÍSÍ má finna upplýsingasíðu um leikana og keppendur.
VIð óskum keppendunum til hamingju með valið og góðs gengis á leikunum. Áfram Ísland!!
Fulltrúar Íslands í skíðagöngu á vetrarólympíuleikunum í Peking í Kína 2022. Myndir: instagram.com/ruvithrottir
Ullur átti 6 fulltrúa á fyrsta FIS/bikarmóti vetrarins sem fór frá á Akureyri síðustu helgi, 14.-16. janúar.
Í fullorðinsflokki kepptu þau Salóme Grímsdóttir, Mari Järsk, Aníta Björk Jóhannsdóttir og Svavar Hrafn Ágústsson. Í flokki 15-16 ára keppti Hjalti Böðvarsson og í flokki 13-14 ára keppti Vala Kristín Georgsdóttir.
Á föstudeginum var keppt í sprettgöngu en gengnir voru 1.200m með frjálsri aðferð. Í kvennaflokki 17 ára og eldri hafnaði Mari í 2. sæti, Salóme í 4. sæti og Aníta í því 5. Í flokki drengja 15-16 ára varð Hjalti í 2. sæti.
Á laugardeginum gengu karlar 10km, konur og 15-16 ára 5km og 13-14 ára 3.5km, með hefðbundinni aðferð. Í kvennaflokki höfnuðu þær Salóme og Mari í 1. og 2. sæti og Aníta í því 7. Í karlaflokki hafnaði Svavar í 16. sæti. Hjalti hafnaði í 2. sæti í sínum flokki og Vala í 7. sæti í sínum flokki.
Á sunnudeginum var svo keppt í sömu vegalengdum nema með frjálsri aðferð. Þar höfnuðu Mari í 3. sæti, Salóme í 4. sæti og Aníta í 7. sæti. Í karlaflokki hafnaði Svavar í 16. sæti. Hjalti hafnaði í 2. sæti í sínum flokki.
Dagana 28. -30. janúar næstkomandi fer fram í Bláfjöllum alþjóðlegt FIS-mót sem er jafnframt Bikarmót SKÍ.
Mótið er fyrir 15 ára og eldri. Athugið að keppendur 17 ára og eldri þurfa að hafa FIS-leyfi til að taka þátt í FIS-móti. Til að fá nánari upplýsinar um FIS-leyfi, má senda póst á ullarpostur@gmail.com
Skráningar fara fram í gegnum félögin svo þeir Ullungar sem hyggja á þátttöku þurfa að senda póst á ullarpostur@gmail.com í síðasta lagi kl 12:00 þriðjudaginn 25. janúar 2022
Mótsboð með dagskrá og nánari upplýsingum má finna hér
Dagana 14. -16. janúar næstkomandi fer fram á Akureyri alþjóðlegt FIS-mót sem er jafnframt Bikarmót SKÍ.
Mótið er fyrir 13 ára og eldri. Athugið að keppendur 17 ára og eldri þurfa að hafa FIS-leyfi til að taka þátt í FIS-móti. Til að fá nánari upplýsinar um FIS-leyfi, má senda póst á ullarpostur@gmail.com
Skráningar fara fram í gegnum félögin svo þeir Ullungar sem hyggja á þátttöku þurfa að senda póst á ullarpostur@gmail.com í síðasta lagi þriðjudaginn 11. janúar 2022
Mótsboð með dagskrá og nánari upplýsingum má finna hér
ATH – Mótshaldarar óska eftir því að keppendur, þjálfarar og fararstjórar fari í Covid-hraðpróf fyrir mótið
Skíðagönguskóli Ullar er fyrir 6-8 ára gömul börn (fædd 2013-2015). Æfingar verða einu sinni í viku frá 9. janúar og endar skólinn á ferð á Andrésar andarleikana í lok apríl.
Æfingar verða á sunnudögum klukkan 11 uppi í Bláfjöllum, 60-90 mínútur í senn.
Við viljum gjarnan hafa foreldra skíðagönguskólakrakkanna með á æfingum og gera þetta að skemmtilegri fjölskyldustund.
Við munum vera með skráningarform þar sem foreldrar láta vita hvort þeir verði með svo við getum undirbúið æfingarnar í samræmi við það. Mikilvægt er að foreldrar séu nálægt amk þegar börnin eru að taka sín fyrstu skref á skíðum þannig að hægt sé að grípa fljótt og vel inn í ef eitthvað kemur upp. Aðalmarkmiðið er að upplifun barnanna sé sem jákvæðust og skemmtilegust og þá getur verið gott að hafa mömmu og/eða pabba nálægt.
Þar sem skíðaganga er algjörlega háð veðri og snjóalögum þurfum við að vera tilbúin að breyta til ef ekki er hægt að vera með æfingu í Bláfjöllum. Við gætum fært æfingar yfir á laugardaga, verið með æfingar á höfuðborgarsvæðinu og það getur komið til þess að æfingar falli niður vegna veðurs.
Við mælum sterklega með því (það er eiginlega skylda 😉 ) að æfingar séu verðlaunaðar með heitu kakói og einhverju góðu nesti. Hægt er að fara inn í Ullsskálann og borða nesti þar en ef það er ekki kostur þá er hægt að borða nestið í bílnum.
Verð er 15.000kr fyrir veturinn og skráningarform má finna hér.
Búið er að troða 8 km hring í Heiðmörk. Vinsamlegast farið varlega þar sem stór tré slútta yfir sporið, en þar getur sporið verið grunnt vegna snjóleysis. Annars er frábært veður og fínt.
Nú höfum við opnað fyrir skráningar á 6 skipta námskeið sem byrjar 3. janúar 2022. ATHUGIÐ að einn af þesum 6 tímum fer fram á fjarfundi þar sem farið er í smurningskennslu og búnað,
Námskeiðin eru hugsuð fyrir bæði byrjendur sem og lengra komna sem vilja bæta tæknina eða rifja upp. Hverjum hóp verður skipt upp í smærri hópa þegar námskeiðið hefst. Hver kennslustund er um 55 mínútur.
Kennslan fer fram í Bláfjöllum á eftirfarandi dögum og tímasetningum (athugið þó að dagsetningar geta breyst vegna veðurs):
Hópur A Mánudagurinn 3. janúar kl. 18:00 Miðvikdudagur 5. janúar kl. 18:00 Laugardagur 8. janúar kl. 10:30 Mánudagur 10. janúar kl. 18:00 Miðvikudagur 12. janúar kl. 18:00 Laugardagurinn 15. janúar kl. 10:30
Hópur B Mánudagurinn 3. janúar kl. 19:30 Miðvikdudagur 5. janúar kl. 19:30 Laugardagur 8. janúar kl. 12:00 Mánudagur 10. janúar kl. 19:30 Miðvikudagur 12. janúar kl. 19:30 Laugardagurinn 15. janúar kl. 12:00
Verð á námskeiðið er 12.000kr. Félagsaðild í Ulli er skilyrt fyrir námskeiðið. Hér má skrá sig í félagið. Brautargjald er ekki innifalið í námskeiðsgjöldum. Hægt er að greiða fyrir dagspassa á heimasíðu Bláfjalla en þar er einnig hægt að kaupa vetrarkort, www.skidasvaedi.is