Skálavakt – verkefni og skráning

Hægt er að skrá sig á skálavakt hér.

Leiðbeiningar fyrir þá sem standa vaktina í skála Ullar í Bláfjöllum. Fyrir þá sem vilja prenta þennan lista til að taka með sér á vaktina er prenthæf útgáfa hér:   Skálavakt – verkefni

  1. Moka pallinn og reyna að sjá til þess að þar sé ekki hálka með því að setja litla mottu á þrepið og stóra mottu þar fyrir framan, ein motta innan við dyrnar.
  2. Hækka hitann á ofnunum ef ástæða er til, venjulega dugar að hafa þá á 15.
  3. Setja út fánann, statíf er á framhliðinni fjærst innganginum, fáninn táknar að húsið er opið.
  4. Setja rétt skilti á stóra kortið úti á staurnum, jafnvel útbúa ef við eigum ekki kort sem passar, fá þarf upplýsingar frá Ómari troðara/stjórnstöð skíðasvæðanna um sporið.
  5. Þurrka bleytu úr gluggum.
  6. Hvetja fólk til að skrifa í gestabókina, það hjálpar okkur að sýna fram á þátttöku í skíðagöngu.
  7. Skíði eru leigð út alla jafnan, við hins vegar lánum þau ef einhver vill aðeins fá að prófa í t.d. 30 mín á sléttunni og er mjög jákvætt að lána t.d. þeim sem eru á ferðaskíðum svo þeir kynnist muninum. Börn innan við fermingu fá lánuð skíði, jafnvel upp í 16 ára ef þau eru að prófa í fyrsta sinn.
  8. Ef leigð eru út skíði þá er kvittanahefti í grænu möppunni uppi á hillu, skrifa alltaf kvittun þó svo að viðskiptavinurinn vilji ekki sitt afrit. Peninga má setja í plastvasann en best að taka þá svo með í dagslok og leggja inn. Í möppunni eru einnig miðar með upplýsingum um reikning ef einhver vill heldur leggja inn greiðslu.
  9. Aðstoða fólk við að velja skíði og stafi.
  10. Biðja fólk að nota hillurnar frammi fyrir töskur, hengja föt á snaga og setja skó og annað út við vegg svo pláss nýtist sem best.
  11. Stuðla að góðri umgengni t.d. með því að sópa regluleg upp vax ef þeir sem eru að skafa gera það ekki og þrífa smurbekkinn.
  12. Ekki setja leiguskó beint inn í geymslu, setja í lok dags á borð við ofn til þurrkunar og jafnvel taka innlegg úr/upp.
  13. Ganga frá stöfum eftir stærð og skíðum sem næst þar sem þau voru, þurrum skóm í númeraröð.
  14. Við heimferð taka inn mottur, fána, skíðastatíf og kort yfir spor, taka rusl með heim/í gám, lækka hita á ofnum í 5-10 eftir veðri. Sópa gólf.

Ein athugasemd við “Skálavakt – verkefni og skráning

  1. Bakvísun: Hjálpumst að við að manna skálann! | Skíðagöngufélagið Ullur

Ummæli eru ekki leyfð.