Bikarmót

2017

FIS- og Bikarmót 3.-5. febrúar

Dagskrá 2017          Brautarkort 5 km  Brautarkort 2,5 km   Brautarkort 1,5 km   Brautarkort 1,3 km

2016

Bikarmót 12 ára og eldri var haldið í Bláfjöllum helgina 12. – 14. febrúar 2016. Aðstæður voru með besta móti á föstudag og sunnudag en á laugardag al nokkuð hvasst á köflum en þar sem á dagskrá var ganga með frjálsri aðferð kom það ekki að sök. Dagskrá hélst samkvæmt plani þrátt fyrir tvísýnt útlit á laugardegi.

Dagskrá 2016       Úrslit 2016       Brautarkort 2016   

2015

Bikarmót 14 ára og eldri í Bláfjöllum var á dagskrá  23.-25. janúar 2015. Vegna afspyrnuslæms veðurútlits var mótinu frestað um viku og reyndist það heillaráð því helgina 30. janúar til 1. febrúar voru allar aðstæður í góðu lagi. Fyrirhuguð dagskrá hélst óbreytt að öðru leyti en því að dagsetningar breyttust og krækjurnar hér fyrir neðan vísa í dagskrána annars vegar og úrslitin hins vegar.

Dagskrá 2015       Úrslit 2015

2014

Bikarmot_20140214-16Skíðagöngufélagið Ullur hélt bikarmót í skíðagöngu samhliða Bláfjallagöngu 14.-16. febrúar 2014. Dagskrá og aðrar upplýsingar má sjá í mótsboði á myndinni hér til hliðar. Það flækti nokkuð framkvæmdina að mótið skyldi vera fléttað saman við Bláfjallagönguna en allt leystist þó að lokum. Keppni gekk vel tvo fyrstu dagana en keppni með frjálsri aðferð, sem átti að halda síðasta daginn, var aflýst vegna veðurs. Frost var hart og strekkingsvindur svo ekki þótti forsvaranlegt að senda keppendur út í skafrenninginn.
Úrslit í bikarmótinu má sjá hér:   Úrslit

Færðu inn athugasemd