Innanfélagsmót

2016

Veturinn 2016 stefnir Ullur á að halda 3 innanfélagsmót og munu þau fara fram fyrsta þriðjudag febrúar, mars og apríl. Mótin eru kjörinn vettvangur fyrir nýliða til að öðlast smá keppnisreynslu fyrir önnur mót eins og Íslandsgöngurnar.

Þriðjudaginn  2. febrúar 2016 fór fram fyrsta innanfélagsmót vetrarins þar sem keppt var í 5 km hefðbundinni göngu með hópstarti. Aðstæður voru eins og best var á kosið og skráðu 27 kappar sig til leiks. Að keppni lokinni gæddu þátttakendur sér á kökum og freistuðu þess að vinna til verðlauna en fjölmörg útdráttarverðlaun voru í boði. Úrslit mótsins má finna hér og myndir frá kvöldinu má finna hér.

Þriðjudaginn 1. mars 2016 fór fram annað innanfélagsmót vetrarins við alveg frábærar aðstæður en í Bláfjöllum var logn og -2°C. Keppt var í 5km hefðbundinni göngu og mætti 21 kappi til leiks. Að göngu lokinni gæddu keppendur sér á kökum og veitt voru útdráttarverðlaun. Úrslit kvöldsins má finna hér.