
Skíðagönguskóli Ullar, veturinn 2021-2022, er fyrir 6-8 ára gömul börn (fædd 2013-2015). Æfingar verða einu sinni í viku frá 9. janúar og endar skólinn á ferð á Andrésar andarleikana í lok apríl.
Æfingar verða á sunnudögum klukkan 11 uppi í Bláfjöllum, 60-90 mínútur í senn.
Við viljum gjarnan hafa foreldra skíðagönguskólakrakkanna með á æfingum og gera þetta að skemmtilegri fjölskyldustund.

Við munum vera með skráningarform þar sem foreldrar láta vita hvort þeir verði með svo við getum undirbúið æfingarnar í samræmi við það. Mikilvægt er að foreldrar séu nálægt amk þegar börnin eru að taka sín fyrstu skref á skíðum þannig að hægt sé að grípa fljótt og vel inn í ef eitthvað kemur upp. Aðalmarkmiðið er að upplifun barnanna sé sem jákvæðust og skemmtilegust og þá getur verið gott að hafa mömmu og/eða pabba nálægt.
Þar sem skíðaganga er algjörlega háð veðri og snjóalögum þurfum við að vera tilbúin að breyta til ef ekki er hægt að vera með æfingu í Bláfjöllum. Við gætum fært æfingar yfir á laugardaga, verið með æfingar á höfuðborgarsvæðinu og það getur komið til þess að æfingar falli niður vegna veðurs.

Við mælum sterklega með því (það er eiginlega skylda) að æfingar séu verðlaunaðar með heitu kakói og einhverju góðu nesti. Hægt er að fara inn í Ullsskálann og borða nesti þar en ef það er ekki kostur þá er hægt að borða nestið í bílnum.
Verð er 15.000kr fyrir veturinn og skráningarform má finna hér.