Reykjavíkurmeistaramót

2014

Skíðagöngufélagið Ullur hélt sitt fyrsta formlega Reykjavíkurmeistaramót í skíðagöngu helgina 22.-23. mars 2014. Mótsboð var sent öllum skíðafélögum og -deildum á höfuðborgarsvæðinu en engir komu til leiks nema Ullungar og fáeinir gestir frá öðrum landshlutum eða ófélagsbundnir. Keppt var í öllum aldursflokkum skv. reglum SKRR, bæði með hefðbundinni og frjálsri aðferð. Upphaflega var áætlað að keppni með frjálsri aðferð skyldi vera á föstudagskvöldi en vegna slæms veðurútlits var þeirri grein frestað til sunnudags skilaði sú ráðstöfun tilætluðum árangri.

Úrslit í mótinu má sjá hér:  Reykjavíkurmeistaramót, úrslit