Aðalfundur Ullar 9. maí 2022

Aðalfundur Skíðagöngufélagsins Ullar verður haldinn í húsnæði ÍSÍ, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, mánudaginn 9. maí 2022 kl. 20:00.

Málefni sem félagar óska eftir að tekin verði fyrir á fundinum skulu hafa borist stjórn minnst viku fyrir aðalfund á netfangið stjornullar@gmail.com

Mál sem berast eftir að sá frestur er liðinn verða ekki tekin fyrir nema 2/3 fundarmanna samþykki það. Rétt til fundarsetu með öllum réttindum hafa félagar í Ulli.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Fundarsetning
  2. Kosnir fundarstjóri og fundarritari
  3. Lögð fram ársskýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár og umræða um hana
  4. Skýrslur nefnda
  5. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar, umræða og atkvæðagreiðsla
  6. Fjárhagsáætlun næsta starfsárs
  7. Lagabreytingar ef fyrir liggja
  8. Stjórnarkjör:
    a) kosinn formaður
    b) kosnir fjórir aðalstjórnarmenn
    c) kosnir tveir varamenn í stjórn
    d) kosinn skoðunarmaður og annar til vara
  9. Aðrar tillögur sem borist hafa til stjórnar
  10. Önnur mál
  11. Fundarslit

Félags­menn eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í að móta starf félagsins.


Andrésar Andar leikarnir 2022

Núna dagana 20. til 23. apríl fara fram hinir árlegu Andrésar Andar leikar á Akureyri og þetta árið eru veðurguðirinir okkur aldeilis hliðhollir eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan.

Metþáttaka er frá Skíðagöngufélaginu Ulli en nú í ár taka alls um 26 hressir krakka á aldrinum 5 til 16 ára þátt í leikunum. Við leyfum við myndum frá setningu mótsins og keppni dagsins í dag að tala sínu máli…

ÁFRAM ULLUR!!