Um félagið
Skíðagöngufélagið Ullur var stofnað þann 19. júní 2007 og var samþykkt af ÍSÍ síðar sama ár. Markmið félagsins er að stuðla að iðkun íþróttarinnar skíðagöngu og útbreiðslu hennar. Markmiðinu hyggst félagið ná með því að vinna að bættri aðstöðu til skíðagöngu á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins og eftir aðstæðum innan þéttbýlis, svo og með fræðslu til almennings um íþróttina.
Félagið hefur aðstöðu í Bláfjöllum og er með skála þar.
Bæklingur um félagið
Ullur hefur gefið út dálítinn bækling til að kynna félagið og starfsemi þess. Hér má nálgast bæklinginn á rafrænu formi sem auðvelt er að prenta.
Félagsgjöld
Félagsgjald fyrir starfsárið 2021-2022 er 4.500 kr. fyrir hvern félagsmann 17 ára og eldri og miðast það við þá sem verða 17 ára á árinu 2022. Þeir sem yngri eru en 17 ára (fæddir 2004 og síðar) geta skráð sig í félagið en greiða ekki félagsgjald.
Nýir félagsmenn eiga kost á að greiða félagsgjaldið með millifærslu inn á bankareikning félagsins. Eldri félagar fá greiðslukröfu í heimabanka og leggst þá tilkynningargjald (100 kr.) ofan á fjárhæðina.
Greiðsluupplýsingar:
Skíðagöngufélagið Ullur
Kennitala: 600707-0780
Reikningsnúmer: 0117-26-6770
Skýring: ÁRG 2021-22
Vinsamlega greiðið aðeins eitt gjald í hverri færslu þannig að hægt sé að sjá fyrir hvaða félagsmann er verið að greiða. Staðfesting á greiðslu fyrir aðra félagsmenn en greiðanda sendist á ullarpostur@gmail.com með kennitölu greiðanda og þess er greitt er fyrir.
Ég óska eftir inngöngu í félagið.
Bakvísun: Skíðaæfingar fyrir Ullunga | Skíðagöngufélagið Ullur
Bakvísun: Auka nýliðaæfingahópur fyrir Ullunga | Skíðagöngufélagið Ullur
Bakvísun: Nýliðaæfingar fyrir Ullunga | Skíðagöngufélagið Ullur
Bakvísun: Skíðaæfingar fyrir Ullunga | Skíðagöngufélagið Ullur
Bakvísun: Skráning á 6 skipta námskeið sem hefst 14. febrúar | ullur.is
Bakvísun: Nýjar æfingalotur fyrir byrjendur og lengra komna og skautanámskeið | ullur.is
Bakvísun: Opið fyrir skráningar á námskeið á nýju ári | ullur.is
Bakvísun: Námskeið og æfingar í febrúar | ullur.is
Bakvísun: Vinnudagar í Heiðmörk og Bláfjöllum | ullur.is
Bakvísun: Námskeið og æfingar í janúar 2021 | ullur.is
Bakvísun: Næstu byrjendanámskeið 28. janúar | ullur.is
Bakvísun: Næstu byrjendanámskeið 24. febrúar 2021 | ullur.is