Gjafabréf

Nú höfum við í Ulli loks gert gjafakort á skíðagöngunámskeiðin okkar.
Við höfum oft verið spurð seinustu árin hvort við bjóðum upp á slíkt og því bjóðum við upp á tvenns konar gjafabréf fyrir þessi jól.

Fyrri kosturinn er eins skiptis námskeið, þar sem farið er í grundvallaratriði skíðagöngunnar. Í þeim pakka gerum við ráð fyrir að fólk leigi líka búnaðinn.
Hinn kosturinn er sex skipta námskeiðið okkar, en til að fólk komist á þau námskeið, þá þarf þátttakandi að vera skráður í félagið. Því er það kort tilvalin gjöf til einhvers sem hefur tekið stutta námskeiðið, skráð sig í félagið en þarf að læra meira.

Við viljum biðja þá sem að kaupa gjafabréfin að gæta þess vel, að búið sé að greiða fyrir þau inn á reikning félagsins og taka fram í skýringum með greiðslu að um gjafabréf sé að ræða. Einnig þarf að skrá nafn kaupanda og dagsetningu kaupa á skjalið. Með því er tryggt að engar neyðarlegar uppákomur eigi sér stað þegar sá sem fékk gjafabréfið mætir á námskeið. Því treystum við því að allir sem kaupa gjafabréfin ganga vel og rétt frá öllum formsatriðum.

Þegar þið hafið greitt , þá hlaðið þið skjalinu niður af síðunni okkar hér fyrir neðan, prentið út og skrifið á það nafn og aðrar upplýsingar.

Greiðið fyrir gjafabréfin inn á reikning okkar:
Skíðagöngufélagið Ullur
kt.: 600707-0780
Reikningsnr.: 0117-26-6770
Skýring: Gjafabréf

Vonandi er hér komin vinsælasa jólagjöfin í ár (eða jafnvel næstu árin)?

Hér má hlaða niður gjafabréfunum (hægri smella og velja „save link“ eða vista):

Gjafabréf á grunnnámskeið (1 skipti).

Gjafabréf á byrjendanámskeið (6 skipti)