Um námskeið og val á skíðabúnaði

Í gær var fyrsti stóri námskeiðsdagurinn okkar í vetur. Yfir 70 manns mættu og lærðu grunnatriði íþróttarinnar. Það er hægt að fullyrða að allir fóru kátir úr fjallinu í gær og ótrúleg stemning var á svæðinu og við hjá Ulli vorum alsæl eftir daginn.
Við stefnum á fleiri svona daga sem allra fyrst og opnað verður fyrir skráningar á ný námskeið strax eftir helgi.

Á námskeiðin okkar mætir fólk ýmist með eigin búnað eða til að leigja af okkur. Stundum er búnaðurinn af misjöfnum gæðum og jafnvel rangt afgreiddur og því viljum við miðla hér smá fróðleik til að koma í veg fyrir að þið séuð að nota óhentugan skíðabúnað, því við vitum öll, að réttu græjurnar skipta máli, sama hvaða íþrótt á í hlut.

Því skuluð þið hafa nokkur atriðið í huga við val á búnaði:

 1.  Að skíðin séu rétt m.v. þyngd ykkar og hæð.
 2. Að stafirnir séu í réttri hæð fyrir ykkur.
 3. Skíðabúnaður sem legið hefur í geymslum árum saman, er að flestum líkindum ónothæfur. Líklegt er að sóli hafi umbreyst, skíðin misst spennu og plastefni í bindingum og skóm séu farin að molna og gefa sig. Skíði eru ekki bara skíði og munið að ný gönguskíði eru ekki svo dýr m.v. margar aðrar íþróttavörur,

Myndin hér fyrir neðan (smella á mynd til að sjá stærri) skýrir þetta ágætlega og hafið hana í huga þegar þið fáið ykkur skíðabúnað. Rétt valin skíði sem henta okkur, gera ánægjuna af íþróttinni svo miklu meiri.

 

Æfinga- og keppnisgallar fyrir Ullunga!

img_4573_srgb

Í fyrra gerði Skíðagöngufélagið Ullur samkomulag við Craftsport (www.craft.is) á Ísafirði um sölu á skíðagöllum til félagsmanna. Um er að ræða keppnisgalla og utanyfirgalla (buxur og jakki) fyrir bæði fullorðna og börn.  Létt og þægileg föt frá Craft (www.craftsportswear.com) sem henta jafn á skíði, í hlaupin, hjólreiðar og gönguferðir. Núna er fyrirhugað að fara af stað með nýja pöntun, allar nánari upplýsingar er að finna hér

 

 

 

 

 

Hægt verður að máta fötin sem hér segir:

 • 8. október kl. 14:30 til 16:30, Bryggjan Brugghús, Gandagarði. Sama stað og tíma og samráðsfundur Ullar fer fram, allir velkomnir!
 • 10.-16. október að Úlfarsbraut 116, eftir kl. 18, Ólafur sími 787 2402

Mikilvægt er að pantanir berist eins fljótt og mögulegt er í gegnum pöntunarsíðu Ulls eða fyrir 17. október

Á gallana verða prentuð lógó frá styrktaraðilum Ullar og merki Ullar

 

 

Forpöntun á Atomic skíðum

Eftirfarandi skilaboð bárust frá Íslensku Ölpunum:

„Heil og sæl skíðamenn og konur.
Í tilefni af pöntun á ATOMIC skíðavörum fyrir veturinn 2016 – 2017 þá sendum við ykkur lista yfir skíði, skíðaskó, bindingar og aðrar vörur er varða keppendur. Vörulínan er glæsileg og eingöngu verksmiðjuskíði í boði. Pantanir á vörum verða að berast fyrir 30. apríl 2016. Ég mun vera með bás á Andrésar Andaleikunum þar sem tek niður pantanir fyrir þá sem ekki hafa pantað. ATH. Afhending verður í nóvember 2016.

Pantanir og fyrirspurnir berist til;
Fjalars Úlfarssonar
Sími: 898-9822
Mail: alparnir@simnet.is“

Úrval skíða og verð má sjá hér

Forpöntun á Madshus skíðum

Eftirfarandi skilaboð bárust frá Bobba í Craftsport:

„Sælir skíðamenn
Nú er komið að því að forpanta fyrir næsta vetur, ég þarf að fá þetta fyrir 23. apríl þannig að ég nái að koma út pöntun 25/4. Þetta miðast við að pöntun verði afgreidd í lok nóvember 2016. Eins og áður þá þurfum við hæð, skóstærð og þyngd þar sem það á við.“

Úrval skíða og verð má sjá hér

Aðalfundarboð 2016

Aðalfundur Skíðagöngufélagsins Ullar verður haldinn í húsnæði ÍSÍ, sal E í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, mánudaginn 25. apríl 2016 kl. 20:00.

Málefni sem félagar óska eftir að tekin verði fyrir á fundinum skulu hafa borist stjórn minnst viku fyrir aðalfund. Mál sem berast eftir að sá frestur er liðinn verða ekki tekin fyrir nema 2/3 fundarmanna samþykki það. Rétt til fundarsetu með öllum réttindum hafa skuldlausir félagar.

Dagsskrá aðalfundar:

 1. Fundarsetning
  Kosnir fundarstjóri og fundarritari
  3.   Lögð fram ársskýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár og umræða um hana
  4.   Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar, umræða og atkvæðagreiðsla
  5.   Skýrslur nefnda
  6.   Fjárhagsáætlun næsta starfsárs
  7.   Lagabreytingar ef fyrir liggja
  8.   Stjórnarkjör:
  a)     kosinn formaður
  b)     kosnir fjórir aðalstjórnarmenn
  c)      kosnir tveir varamenn í stjórn
  d)     kosinn skoðunarmaður og annar til vara
  9.   Aðrar tillögur sem borist hafa til stjórnar
  10.   Önnur mál
  11.   Fundarslit

 

Félags­menn eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í að móta starf félagsins, þetta er ykkar félag.

Stjórnin

Hjólaskíðapöntun

Eftirfarandi skilaboða bárust frá Bobba í Craftsport:

„Sælir skíðamenn,
Nú er komið að því að fá sér hjólaskíði fyrir sumarið, við ætlum að safna í pöntun fram á helgi og pöntun fer svo af stað 26/5, afhending er ca 10 dagar frá því.“

Úrval skíða og verð má sjá hér.

 

Tapaðir stafir

Sturla Hrafn Sólveigarson
3. febrúar 20:16
Hæ, ég var á gönguskíðum i Bláfjöllum síðasta laugardag. Skrapp inn i skálan ykkar en þegar ég kom svo út var búið að taka gönguskíðastafina mína.
Hafið þið orðið vör við þá, utanbrautargönguskíða stafi?
Stafirnir eru frá Åsnes og eru 155 cm

Ef einhver veit um stafina má senda póst á eirikur.sigurds@gmail.com og ég kem þeim til skila.

Sjálfboðaliðar óskast fyrir Smáþjóðaleika

ISI-smathjodaleikarÍSÍ leitar nú eftir sjálfboðaliðum til að starfa á Smáþjóðaleikunum, sem haldnir verða 1. – 6. júní 2015. 1200 sjálfboðaliða þarf til að halda leikana en til þessa hafa aðeins 500 gefið sig fram. Lokað verður fyrir skráningar sjálfboðaliða í lok febrúar og því nauðsynlegt að leita til fólksins í landinu núna. Heimasíða leikanna er www.iceland2015.is, þar er hægt að skrá sig sem sjálfboðaliða. Einnig má fylgjast með verkefninu á Facebook: Smáþjóðaleikar 2015 og á Youtube: ÍSÍ Smáþjóðaleikarnir.
Á Facebook má einnig sjá sjálfboðaliðaauglýsingar sem hafa verið:
https://www.facebook.com/video.php?v=926513510727394&set=vb.152596148119138&type=2&theater
https://www.facebook.com/video.php?v=928089290569816&set=vb.152596148119138&type=2&theater

Svör við spurningum er varða námskeiðið laugardaginn 17. jan.

Margar spurningar hafa borist er varða námskeiðið á laugardaginn og til uppl. koma hér helstu svör.
Það er gott að ætla um 15 mín í að aka Bláfjallaafleggjarann.
Við höfum skíði handa börnum/unglingum.
Það má búast við kulda, því henta síð nærföt, flíspeysa, útivistarbuxur og vindskel/buxur og jakki, 1-2 buff, góð húfa og hanskar/. Æskilegt að klæðnaður sé lipur, dúnúlpa getur vel hentað en síður þungar síðar úlpur. Skór sem fólk fær hjá okkur eru vel fóðraðir og því þarf ekki þykka sokka í þá. Við eigum skó upp í nr 47.
Fleiri námskeið hafa ekki verið ákveðin, hópar með fleiri en 5 manns geta pantað og við reynum að koma á námskeiði fyrir þá. Þetta snýst um að manna með sjálfboðaliðum.
Á sunnudaginn verður alþjóða snjódagurinn og skíðasvæðið í Bláfjöllum hefur óskað eftir að við bjóðum upp á leiðbeiningu á milli kl 14 og 16, ekki er búið að manna það en verður kynnt síðar.
Þóroddur F.