Myndir úr Bláfjallagöngunni

P1000859Vefnum hafa borist ágætar myndir úr Bláfjallagöngunni og eru þær komnar í myndasafnið sem má finna með því að smella á mynd í dálkinum hér til hægri (neðan við auglýsingarnar). Það er Finnur Birgisson sem á heiðurinn af þessum myndum og er honum hér með þakkað fyrir. Það hljóta allir sem skoða þessar myndir og létu þennan dýrðardag fram hjá sér fara að naga sig í handarbökin fyrir að hafa ekki verið með!

Ef fleiri luma á myndum úr Bláfjallagöngunni eða Unglingalandsmótinu, sem fer fram í Bláfjöllum nú um helgina, og væru fúsir til að leyfa okkur að birta þær á myndavefnum væri gott að frétta af því, t.d. með tölvupósti til ullarpostur@gmail.com.

Íslenskir skíðagöngumenn á Ólympíuleikum

Margir velta því sjálfsagt fyrir sér meðan horft er á æsispennandi keppni í skíðagöngu í Sochi hvernig þátttöku íslenskra skíðagöngumanna á Ólympíuleikum hafi verið háttað á fyrri árum. Svolítil samantekt hefur því verið sett á síðu sem finna má undir „Skíðagöngusögur“ í svörtu línunni hér fyrir ofan, eða hér:  https://ullur.wordpress.com/skiðagongusogur/islenskir-skidagongumenn-a-olympiuleikum/

Myndir frá hjólaskíðamótinu

_MG_5256Nú eru myndir frá hjólaskíðamótinu komnar á myndavefinn en hann má finna hér í hægri dálkinum neðan við auglýsingarnar. Það sést greinilega á myndunum að þetta var hið ágætasta mót sem hefði þó orðið enn betra ef allir þeir rúmlega 30, sem höfðu skráð sig á mótið, hefðu getað verið með. En það þýðir ekki að ergja sig á veðrinu. Í Fossvogsdal er næstum alltaf gott veður og vonandi geta miklu fleiri verið með næsta haust.
En lítið á myndirnar og hikið ekki við að skrifa við þær athugasemdir sem ykkur finnst hæfa!

Skíðagöngunámskeið fyrir almenning

Nokkuð hefur verið spurt að undanförnu um námskeið í skíðagöngu fyrir almenning. Félagið hyggst sinna slíku vel í vetur og vonandi verða aðstæður góðar. Almennar upplýsingar um slík námskeið eru komin á vefinn og þær má finna með því að smella á „Námskeið“ undir „Um félagið“ í svörtu línunni efst hér á síðunni (hér er bein krækja). Þeir sem vilja alls ekki missa af næsta námskeiði geta svo skráð sig á póstlista þannig að þeir fái tölvupóst um leið og meira er að frétta af námskeiðum, krækja til þess er neðst á námskeiðssíðunni.

Skíðagöngusíða Sævars Birgissonar

Ný krækja hefur bæst við í dálkinn hér til hægri,  Sævar Birgisson – leiðin til Sochi sem er að finna undir fyrirsögninni „2. Skíðaganga á Íslandi“. Þarna birtir Sævar æfingadagbók sína og auk þess margs konar fróðleik sem getur nýst öðrum við æfingar. Þetta er stórglæsilegur vefur og er Sævari hér með óskað til hamingju með hann. Einnig fylgja einlægar óskir um að leið Sævars að takmarki sínu, Ólympíuleikunum í Sochi 2014, verði greið og áfallalaus.

Myndir úr Fossavatnsgöngunni komnar á myndavefinn

Myndir úr Fossavatnsgöngunni 2012 eru nú komnar á myndavefinn en hann finnst eins og kunnugt er með því að smella á myndina sem merkt er „Myndavefur“ í dálkinum hér til hægri. Myndirnar eru teknar við startið uppi á heiði og við markið. Engar meyndir eru frá verðlaunaafhendingunni og ef einhverjir eiga slíkar myndir væri ákaflega vel þegið að fá að birta þær. Þá eru góðar myndir úr göngunni að sjálfsögðu vel þegnar. Þeir, sem vilja koma myndum á framfæri, ættu að senda vefstjóra tölvupóst (krækja neðst í dálkinum hér til hægri).
Reynt var að setja einhvern texta við allar myndirnar. Látið endilega vita ef þið rekist á einhverjar villur þar og eins ef ykkur finnst eitthvað vanta. Og munið að það má skrifa athugasemdir við myndirnar, slíkt gerir myndasafnið enn skemmtilegra!

Markaðstorg

Það hefur oft komið til tals og ýmsir hafa óskað eftir að hér á vefnum verði hægt að auglýsa skíðabúnað til sölu eða óska eftir búnaði til kaups. Nú hefur verið gerð svolítil tilraun með þetta og með því að smella á „Markaðstorg“ í síðulistanum hér efst á síðunni (svarta línan) fæst síða þar sem fyrirkomulaginu er lýst. Þar eru t.d. krækjur til að skrá auglýsingu og til að sjá hvaða auglýsingar eru í gildi.

Einnig má benda á Facebook-síðu félagsins. Allir, sem „líkar við“ síðuna geta sett þar auglýsingar um skíðagöngubúnað og annað sem tengist skíðagöngu. Auglýsingar sem ekkert tengjast skíðagöngu verða hins vegar fjarlægðar þaðan.