Skíðagöngubrautin í Heiðmörk

Það hefur aðeins borið á því að fólk finni ekki nýju skíðagöngubrautina í Heiðmörk. Til að ráða bót á því hefur Árni Tryggvason búið til glæsilegt kort og eftirfarandi leiðarlýsingu:

Smellið á myndina til að stækka hana!

Smellið á myndina til að stækka hana!

Hér er kort sem sýnir hvar skíðastígurinn í Heiðmörk er staðsettur. Hann er merktur þarna sem blá lína og upphafstaðurinn og bílastæðið með blárri stjörnu.
Ef þið komið af Suðurlandsvegi er ekið fram hjá Elliðavatnsbænum og áleiðs inn í Heiðmörk. Við vegamót Heiðarvegar og Hjallabrautar er beygt til hægri og ekinn um 1 km inn Hjallabraut. Þar er ágætt bílastæði og vestan við veginn er upphaf stígsins. Fljótlega verður komið skilti við stíginn sem markar upphaf hans og er með tilmælum til fótgangandi að fara aðrar leiðir þar sem stígurinn sé aðeins ætlaður skíðafólki þegar snjór er.

Sporlagning föstudag 2. jan.

Ég lagði spor rétt fyrir myrkur á stígnum í Heiðmörk rúma 3 km. Það þarf að merkja leiðina með rauðum borðum í trén þar sem allt umhverfið breytist þegar kominn er jafn mikill snjór og nú. Ég skoðaði aðstæður í Fossvogsdalnum í kvöld og þar er of lítil snjór til að leggja spor en hins vegar hefði verið gott að troða þann snjó sem kominn er. Hvet alla til þess að koma í Bláfjöll á morgun þar sem veðurhorfur á sunnudag- þriðjudag eru ekki góðar þar en þá reynum við að hafa spor í Heiðmörkinni.
Þóroddur F.

Skíðagöngubraut í Heiðmörk

Skíðagöngubraut í Heiðmörk

Smellið á kortið til að stækka það!

Í gærkvöldi, fimmtudaginn 11.12., var lagt spor með vélsleða á nýja leið í Heiðmörk sem ætluð er fyrst og fremst til skíðagöngu að vetri og hjólreiða þegar ekki er skíðaspor. Lega sporsins er sýnd með samfelldri blárri línu, brotin lína sýnir leið sem þar sem einnig er fyrirhugað að leggja spor og mynda þannig hring, um 8 km, frá bílastæði við mót Hjallabrautar og vegar um Strípshraun. Á vesturhluta svæðisins utan við skóg er mjög harður snjór og takmarkað spor en trúlega hægt að ganga með frjálsri aðferð.
Þóroddur F.