ATH! Skáli Ullar verður lokaður vegna lagfæringa fram til 2. desember

Þá virðist sem veturinn sé loks kominn og margir eflaust sem ætla að skella sér á skíði í Bláfjöllum á morgun þar sem lagt verður spor í fyrsta skipti í vetur.

En við viljum vekja athygli á því að lagfæringum á skálanum fyrir veturinn er enn ólokið svo skálinn er lokaður fram til 2. desember.

Auglýsingar

Æfinga- og keppnisgallar fyrir Ullunga

Skíðagöngufélagið Ullur hefur gert samkomulag við Craftsport (www.craft.is) á Ísafirði um sölu á skíðagöllum til félagsmanna Ullar. Um er að ræða keppnisgalla og utanyfirgalla (buxur og jakki) fyrir bæði fullorðna og börn.  Létt og þægileg föt frá Craft (www.craftsportswear.com) sem henta jafnt á skíði, í hlaupin, hjólreiðar og gönguferðir.

Allar nánari upplýsingar, eins og útlit og verð,  má finna hér.

Athugið, mikilvægt er að pantanir berist eins fljótt og mögulegt er í gegnum pöntunarsíðu Ulls fyrir þriðjudaginn 8. mars 2016, pöntun verður send þá!!! Smellið á myndina fyrir neðan til að komast inn á pöntunasíðuna.

Hægt verður að máta samskonar föt á eftirfarandi tíma og stað:
Laugardagur og sunnudagur, 5. og 6. mars: 12:00 – 17:00 í skíðaskála Ulls í Bláfjöllum, 18:00 – 22:00 hjá Þóroddi s. 861-­9561 í Engihjalla 11 íbúð 6A.
Mánudagur, 7. mars: 08:00 – 22:00 hjá Þóroddi s. 861­-9561 í Engihjalla 11 íbúð 6A.

MYND_pontunarform

Strandagangan

stranda_litilStrandagangan fer fram í Selárdal við Hólmavík laugardaginn 12. mars kl 13. Boðið er upp á fjórar vegalengdir, 1km, 5km, 10km og 20km svo það er sannarlega eitthvað fyrir alla. Strandagangan er hluti á Íslandsgöngunni sem er skíðagöngumótaröð fyrir almenning haldin á sex stöðum víðs vegar um landið. Strandamenn eru höfðingjar heim að sækja og kökuhlaðborðið í lok göngunnar er landsfrægt. Smellið á myndina, þá birtist stærri mynd með öllum upplýsingum um vegalengdir, skráningu o.fl.

Innanfélagsmót í Bláfjöllum 1. mars kl 19:00

Nú er komið að öðru af þremur innanfélagsmói Ullar í vetur en núna þriðjudaginn 1. mars kl 19:00 verður verður í flokki kvenna og karla í hefðbundinni göngu. Ræst verður með hópstarti og gengnir 5km. Innanfélagsmótið er kjörinn vettvangur nýliða til að öðlast smá keppnisreynslu fyrir Íslandsgöngur vetrarins.
Skráning fer fram í skála Ullar frá kl 18:00 og skráningu lýkur 18:45. Þátttökugjald er 1000 kr sem greiðist við skráningu.

ATHUGIÐ! Ekki er hægt að borga þátttökugjaldið með korti. Hægt er að sýna kvittun fyrir millifærslu gjaldsins inn á reikning félagsins, rafrænni eða útprentaðri, við skráningu, nú eða borga með reiðufé.

Útdráttarverðlaun og kaka í göngulok! Allir velkomnir!

Skíðaæfingar fyrir Ullunga

Skíðagöngufélagið Ullur stendur fyrir föstum æfingum fyrir félagsmenn tvisvar í viku frá 20. febrúar og fram að Fossavatnsgöngunni 30. apríl.  Æfingarnar eru ætlaðar þeim sem hafa t.d. tekið þátt í æfingalotu, æfingahelgi og/eða hafa náð grunnfærni í skíðagöngu. Einar Ólafsson hefur yfirumsjón með æfingunum, með dyggri aðstoð skíðagöngumanna með mikla skíðareynslu á bakinu.

Á miðvikudögum kl. 19:30 verða áfangaæfingar ( 1 – 1 ½ klst.) og á laugardögum kl. 11:00 verður langþjálfun (1 ½ – 2 klst.) Fyrsta æfing verður laugardaginn 20. febrúar kl. 11:00.

Æfingarnar eru haldnar í Bláfjöllum þegar þar er opið. Ef æfing fellur niður er það tilkynnt sérstaklega á facebook síðunni.

Fyrir utan hefðbundnar æfingar stefnir hópurinn á:

  • Innanfélagsmót þriðjudaginn 1. mars.
  • Hópferð í Strandagönguna við Hólmavík, 12. mars.
  • Þátttöku í Bláfjallagöngunni þann 2. apríl.
  • Innanfélagsmót þriðjudaginn 5. apríl.
  • Undirbúningsfund í lok apríl vegna Fossavatnsgöngunnar, þar sem farið verður yfir undirbúning, brautina, hæðaprófíl o.s.frv.
  • Þátttöku í Fossavatnsgöngunni á Ísafirði þann 30. apríl.
  • Athugið að þátttökugjald í keppnir og ferðakostnaður er ekki innifalinn í þátttökugjaldinu.

Þeir sem eru með smurningsskíði (ekki riffluð eða skinnskíði) þurfa að vera tilbúnir með skíðin þegar að æfing hefst.

Skráning og greiðslur.
Til að vera þátttakandi á æfingum Ullar þarf að vera skráður í félagið og upplýsingar um hvernig hægt er að skrá sig í félagið má finna hér. Félagsgjald fyrir starfsárið 2015-2016 er 3.200 kr. fyrir hvern félagsmann 16 ára og eldri og miðast það við þá sem verða 16 ára á árinu 2015. Þeir sem yngri eru en 16 ára (fæddir 2000 og síðar) geta skráð sig í félagið en greiða ekki félagsgjald.

Nauðsynlegt er að skrá sig í æfingahópinn með því að fylla út skráningarfom sem má finna efst á hægri dálki síðunnar eða með því að smella hér.

Þátttökugjald í föstum æfingum fyrir lengra komna frá 20. febrúar til 30. apríl er 12.000 kr.
Athugið að skráning á æfingarnar tekur ekki gildi fyrr en greiðsla þátttökugjalds hefur farið fram.

Greiðsluupplýsingar:
Skíðagöngufélagið Ullur
Kennitala: 600707-0780
Reikningsnúmer: 0117-26-6770
Senda kvittun á: ullarpostur@gmail.com
Vinsamlega greiðið aðeins eitt gjald í hverri færslu þannig að hægt sé að sjá fyrir hvaða félagsmann er verið að greiða eða sendið póst á ullarpostur@gmail.com og tilgreinið fyrir hvern var greitt.

Nýliðaæfingar fyrir Ullunga

Skíðagöngufélagið Ullur stendur fyrir 6 skipta æfingalotu fyrir félagsmenn frá 24. febrúar. Æfingarnar eru annars vegar ætlaðar nýliðum í sportinu, lítt vönu skíðagöngu, t.d. hlaupurum sem stefna á að verða landvættir. Farið verður í alla helstu þætti skíðagöngunnar eins og skíðatækni, klæðnað, smurningu og fleira. Yfirþjálfari verður Einar Ólafsson með vaska kappa sér til aðstoðar sem allir eru mjög vanir skíðagöngumenn með áratuga skíðareynslu á bakinu.

Æfingarnar verða á miðvikudögum kl 18:00 í Bláfjöllum nema annað sé auglýst. Fyrsta æfing verður 24. febrúar og sú síðasta þann 6. apríl. ATH, engin æfing verður miðvikudaginn 23. mars sem er í dymbilvikunni.

Smelltu hér til að skoða staðsetningu Ullarskálans í Bláfjöllum, þar sem æfingarnar fara fram.

Þeir sem eru með smurningsskíði (ekki riffluð) þurfa að vera búnir að undirbúa skíðin sín fyrir kl. 18:00. Byrjað verður inn í skála Ullunga þar sem farið verður yfir helstu atriði í sambandi við skíðagönguna. Einnig verður farið mjög stutt yfir smurningu áburðar. Gert er ráð fyrir að a.m.k. einn tíminn fari í smurningskennslu á höfuðborgarsvæðinu miðað við veðurspá (slæmt veður og ekki hægt að hafa skíðakennslu upp í fjalli, nánari staðsetning auglýst síðar). Þegar tvísýnt verður um veður í Bláfjöllum munum við auglýsa hvort af æfingu verður og/eða hvort við flytjum hana í Heiðmörkina eða á golfvöllinn í Garðabænum. Fylgist með á Facebook-síðu Ullunga. Spurningar varðandi æfingalotuna er hægt að senda á Facebook síðu Ullunga. Athugið, einungis er hægt að fá leigð skíði hjá félaginu ef æfingin fer fram í Bláfjöllum.

Skráning og greiðslur.

Til að vera þátttakandi á æfingum Ullar þarf að vera skráður í félagið og upplýsingar um hvernig hægt er að skrá sig í félagið má finna hér. Félagsgjald fyrir starfsárið 2015-2016 er 3.200 kr. fyrir hvern félagsmann 16 ára og eldri og miðast það við þá sem verða 16 ára á árinu 2015.  Þeir sem yngri eru en 16 ára (fæddir 2000 og síðar) geta skráð sig í félagið en greiða ekki félagsgjald.

Vikuleg æfing frá 24. feb. til 6. apríl kostar kr. 9.000. Til að skrá sig í æfingalotuna, Nýliðar 3,  þarf að fylla út skráningarformi’ sem má finna efst í hægri dálki síðunnar eða með því að smella hér. Skráningar taka gildi þegar að greiðsla skráningargjalds hefur farið fram.

Greiðsluupplýsingar:
Skíðagöngufélagið Ullur
Kennitala: 600707-0780
Reikningsnúmer: 0117-26-6770
Senda kvittun á: ullarpostur@gmail.com

Vinsamlega greiðið aðeins eitt gjald í hverri færslu þannig að hægt sé að sjá fyrir hvaða félagsmann er verið að greiða eða sendið póst á ullarpostur@gmail.com og tilgreinið fyrir hvern var greitt.

Úrslit úr hefðbundinni göngu á bikarmóti

sunnudagur_StartÞá er síðustu keppni á bikarmóti helgarinnar lokið en keppt var í hefðbundinni göngu með einstaklingsstarti í köldu en hægu og björtu veðri í Bláfjöllum í morgun. Sigurvegari í kvennaflokki sem gekk 7,9 km var Elsa Guðrún Jónsdóttir og í karlaflokki sem gekk 10 km var fyrstur Sævar Birgisson en þau keppa bæði fyrir Skíðafélag Ólafsfjarðar. Öll úrslit dagsins má finna hér.

Úrslit úr göngu dagsins

bikarmot_skaut_2Í dag var keppt með frjálsri aðferð á bikarmótinu í skíðagöngu sem fram fer í Bláfjöllum um helgina. Nokkuð hvasst var á köflum en að öðru leyti aðstæður nokkuð góðar og bjart yfir. Keppendur í flokki 12-13 ára skautuðu 3,9 km. Þá fóru keppendur í flokki 14-15 ára einn 5 km hring, konur 18 ára og eldri fóru 10km eða tvo hringi og 16 ára og eldri karlar fóru 15 km eða þrjá hringi. Úrslit dagsins má finna hér og myndir frá deginum má finna á myndasíðu félagsins.

Á morgun sunnudag, hefst keppni kl 11:00 en þá er keppt í hefðbundinni göngu með einstaklingsstarti. Dagskrá morgundagsins er þessi:

Klukkan 11:00 fer fyrsti keppandi af stað í flokki 12-13 ára sem ganga 3,9 km.
Klukkan 11:15 fer fyrsti keppandi af stað í flokki 14-15 ára sem ganga 5 km og stúlkna 16-17 ára sem ganga 7,9 km.
Klukkan 11:45 fer fyrsti keppandi af stað í flokkum kvenna 18 ára og eldri sem ganga 7,9 km og svo karla 16 ára og eldri sem ganga 10 km eða tvo 5 km hringi.

Nánri upplýsingar um rástíma og röð keppenda má sjá hér.

Sprettgöngu lokið

Bikarmot_sprettganga_febÍ kvöld lauk fyrstu keppni af þremur á bikarmóti SKÍ í Bláfjöllum sem fer fram um helgina. Keppt var í sprettgöngu við frábærar aðstæður en keppendur gengu 1,2 km sprett með hefðbundinni aðferð. Það voru þau Sævar Birgisson og Elsa Guðrún Jónsdóttir sem keppa fyrir Skíðafélag Ólafsfjarðar, sem sigruðu í karla- og kvennaflokki. Öll úrslit úr sprettgöngunni má sjá hér.

Á morgun hefst keppni kl 13:00 í frjálsri aðferð með hópstarti.

Rástímar eru þessir:

Klukkan 13:00 byrja 12-13 ára drengir og stúlkur sem fara 3,9km.
Klukkan 13:15 byrja 14-15 ára drengir og stúlkur og 16-17 ára stúlkur sem fara 5km.
Klukkan 13:45 byrja 16-17 ára drengir og konur 18 ára og eldri sem fara 10km og karlar 18 ára og eldri sem fara 15km.