Vinnukvöld í Bláfjöllum 30. ágúst

Á morgun miðvikudag 30. ágúst verður vinnukvöld í Bláfjöllum en verkefni kvöldsins verða eftirfarandi:

 • Klára að bera á skála
 • Bera á glugga / þakskegg
 • Hreinsa til í áburðargám
 • Fjarlægja rusl (ef hægt)
 • Taka til inni

Margar hendur vinna létt verk! Mæting er kl 18:00

Auglýsingar

Aðalfundarboð 2017 og vinnudagur í Bláfjöllum

Aðalfundur Skíðagöngufélagsins Ullar verður haldinn kl. 18:00 miðvikudaginn 10. maí 2017, á Bryggjunni Brugghúsi, Grandagarði 8. Hefðbundin aðalfundarstörf.

Þar sem starfi vetrarins er nánast lokið ætlum við að slá tvær flugur í einu höggi, kveðja vertíðina eftir aðalfundinn og eiga ánægjulega stund saman á Bryggjunni. Gaman væri að sjá alla þá sem hafa verið virkir í starfi vetrarins í vetur, mætt á námskeið, tekið þátt í kennslu, keppt á mótum, verið í skálavörslu, sinnt mótahaldi eða bara komið á skíði í Bláfjöll í vetur.

Sunnudaginn 14. maí stefnum við síðan á vinnudag í Bláfjöllum. Bræðum geymsluvax undir leiguskíði, þrífum skálann, berum á skálann, skiptum um útidyrahurð og ýmsilegt fleira sem til fellur. Það er því tilvalið að taka daginn frá og mæta í smá „dugnað“ með okkur, eins og Norðmenn kalla það. Margar hendur vinna létt verk!

Ný námskeið að hefjast, eitthvað fyrir alla!

Nú fara að hefjast ný námskeið hjá Skíðagöngufélaginu Ulli og það má finna eitthvað fyrir alla!

Félagið stendur enn á ný fyrir þriggja vikna æfingalotum fyrir félagsmenn frá 9. mars 2017 en æfingarnar eru annars vegar ætlaðar nýjum félagsmönnum, lítt vönu skíðagöngu, til dæmis hlaupurum sem stefna á að verða Landvættir, og hins vegar þeim sem eru vanir á gönguskíðum.

Þá fer einnig af stað tveggja vikna námskeið í skíðaskauti en allir þeir sem hafa verið áður á námskeiðum hjá Ulli geta skráð sig í þennan hóp.

Að lokum viljum við minna á samæfingahópinn okkar sem hittist einu sinni í viku, á miðvikudögum kl. 18:00, en hann er fyrir þá sem vilja æfa reglulega í skemmtilegum hópi lengra kominna og/eða ætla sér að keppa t.d. í Fossavatnsgöngunni.

Hér fyrir neðan má sjá nánari upplýsingar um hópana:

Æfingalota:  Ullur stendur enn á ný fyrir þriggja vikna æfingalotum fyrir félagsmenn frá 9. mars 2017. Æfingarnar eru annars vegar ætlaðar nýjum félagsmönnum, lítt vönu skíðagöngu, til dæmis hlaupurum sem stefna á að verða Landvættir, og hins vegar þeim sem eru vanir á gönguskíðum.

Farið verður í alla helstu þætti skíðagöngunnar eins og skíðatækni, klæðnað, smurningu og fleira. Þjálfari er Einar Ólafsson, auk annarra sem hafa mikla reynslu af skíðagöngu og kennslu. Mögulega er hægt að færa fólk á milli hópa eftir getu og aðstæðum þegar líður á æfingatímabilið.

Æft tvisvar í viku, sex skipti samtals. Æfing/kennsla verður á fimmtudögum kl. 18:00 og laugardögum kl. 10:30. Fyrsta kennsla verður fimmtudaginn 9. mars kl. 18:00 í Bláfjöllum. Hluti af námskeiðinu verður smurningskennsla og verður hún haldin þegar/ef veður verður vont einhvern daginn. Fylgist með á Facebook síðu Ullar varðandi breytingar vegna veðurs. Athugið að laugardaginn 18. mars verður Bláfjallagangan, svo æfinguna þann dag þarf að færa til.

Þeir sem eru með smurningsskíði (ekki riffluð) þurfa að vera búnir að undirbúa skíðin sín fyrir settan tíma æfingarinnar hverju sinni. Einungis er hægt að fá leigð skíði ef æfingin fer fram í Bláfjöllum.

Verð fyrir æfingalotu, 6 skipti: 12.000.-

Skautaskíði:  Kennt tvisvar í viku, fjögur skipti samtals. Allir þeir sem hafa verið áður á námskeiðum hjá Ulli geta skráð sig í þennan hóp. Æfing/kennsla fyrir Skautahóp verða á fimmtudögum kl. 19:30 og laugardögum kl. 12:00. Fyrsta kennsla verður fimmtudaginn 9. mars kl. 19:30. Fylgist með á Facebook síðu Ullar varðandi breytingar vegna veðurs. Athugið að ekki er hægt að fá leigð skautaskíði. Laugardaginn 18. mars verður Bláfjallagangan, svo æfinguna þann dag þarf að færa til.

Verð fyrir skautaskíði, 4 skipti: 8.000.-

Samæfingar:  Ullur stendur fyrir sameiginlegum æfingum, einu sinni í viku, á miðvikudögum kl. 18:00 fyrir þá sem vilja æfa reglulega í skemmtilegum hópi lengra kominna og/eða ætla sér að keppa t.d. í Fossavatnsgöngunni. Ekki verður um hefðbundna kennslu á tækni að ræða, en Einar Ólafsson mun stjórna þessum æfingum auk annarra sem hafa mikla reynslu af skíðagöngu og kennslu. Fylgist með á Facebook síðu Ullar varðandi breytingar vegna veðurs.
Verð fyrir reglulegar samæfingar: 8.000.-

Skráning og greiðslur:

Nauðsynlegt er að fólk skrái sig á námskeiðin og má gera það með því að smella á viðkomandi mynd efst í dálkinum hér til hægri og fylla út eyðublað sem þá birtist. Skráningar taka gildi þegar greiðsla skráningargjalds hefur farið fram.

Greiðsluupplýsingar:

Skíðagöngufélagið Ullur
Kennitala: 600707-0780
Reikningsnúmer: 0117-26-6770
Skýring æfingalota: AEF9MAR
Skýring skautaskíði: SKA9MAR
Skýring samæfingar: SAM8MAR
Kvittun sendist til: ullarpostur@gmail.com

Vinsamlega greiðið aðeins eitt gjald í hverri færslu þannig að hægt sé að sjá fyrir hvaða þátttakanda er verið að greiða eða sendið póst á ullarpostur@gmail.com þar sem kemur fram hver borgar fyrir hvern.

Mikilvægar upplýsingar:

Námskeiðin/æfingar fara fram við skála Ullar í Bláfjöllum og í Heiðmörk. Fer það eftir veðri og aðstæðum hverju sinni.  Á heimasíðu Ullar má sjá hvernig hægt er að finna skálann, finnið „Um félagið“ – „Skálinn“ eða smellið hér.

Fyrir miðvikudags- og fimmtudagskennsluna er gott að vera með höfuðljós. Í Heiðmörk verða allir að vera með ljós. Þegar tvísýnt verður um veður í Bláfjöllum munum við auglýsa hvort af æfingu verður og/eða hvort við flytjum hana í Heiðmörkina eða á golfvöllinn í Garðabænum eða á golfvöllinn hjá Oddi.

Vakin er athygli á því að eins og á öðrum skíðasvæðum þarf að kaupa skíðakort sem gildir í brautirnar í Bláfjöllum en það er ekki innifalið í námskeiðum sem haldin eru á svæðinu. Smelltu hér til að skoða gjaldskrá skíðasvæðisins í Bláfjöllum, en dagskort kostar 950 kr. Hægt er að greiða fyrir dagskort með korti í skála Ullar.

Fyrsta innanfélagsmót vetrarins á miðvikudaginn

12646692_936572516398697_8472214094762121031_oÁ miðvikudaginn kl. 18:00 verður fyrsta innanfélagsmótið.

Keppt verður með frjálsri aðferð, 5 km fyrir karla, 3 km fyrir konur. (Venjulega ætlum við að hafa það á þriðjudögum en af því margir eru að koma heim frá Vasa á þriðjudaginn, þá hentar miðvikudagurinn betur núna).

Athugið að með frjálsri aðferð er átt við að megi skauta en það má einnig ganga með hefðbundinni aðferð.

Fín æfing fyrir Strompaskautið sem haldið verður 19. mars í Bláfjöllum, daginn eftir Bláfjallagönguna sem fer fram 18.mars.

Uppfært: Skráning er á staðnum. Allir velkomnir að taka þátt, gildir félagsmenn eður ei. Keppnisgjald er 500kr sem greiðist við skráningu, athugið að ekki er tekið við kreditkortum.

 

Dagskrá og ráslistar fyrir FIS/bikarmót helgarinnar

Um helgina fer fram FIS/bikarmót í Bláfjöllum en mótið hefst á morgun 3. febrúar kl. 14 og lýkur á sunnudag.

Dagskrá mótsins er eftirfarandi:
Föstudagur 3. febrúar
     Kl 13:00 – 16:00 Sprettganga
Laugardagur 4. febrúar
     Kl. 11:00 – 12:30 Frjáls aðferð
Sunnudagur 5. febrúar
     Kl. 11:00 – 12:30 Hefðbundin aðferð

Nánari dagskrá má sjá hér: Dagskrá og ráslista má finna hér: Ráslistar

Við hvetjum alla til að koma og horfa á hvetja keppendur áfram í brekkunum. Lagðar verða göngubrautir fyrir almenning en einnig verða keppnisbrautirnar opnar utan keppnistíma.

Athugið að skáli Ullunga verður lokaður á meðan keppni stendur yfir.

Félags- og kynningarfundur Ullar 6. desember kl 20:00

Ullur boðar til félags- og kynningarfundar þriðjudaginn 6. desember í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal kl 20:00 (stundvíslega).  Á fundinum munu Finnur Sveinsson (formaður) og Einar Ólafsson (þjálfari) fara yfir:
 1. Áherslur vetrarins
 2. Aðstöðu félagsins í Bláfjöllum og sporlagningu á öðrum stöðum
 3. Æfingar, æfingalotur og námskeið
 4. Keppnir vetrarins
 5. Félagsstarf
Öllum skíðaverslunum í bænum og þó víðar væri leitað hefur verið boðið að kynna nýjungar vetrarins að fundi loknum.

Æfinga- og keppnisgallar fyrir Ullunga!

img_4573_srgb

Í fyrra gerði Skíðagöngufélagið Ullur samkomulag við Craftsport (www.craft.is) á Ísafirði um sölu á skíðagöllum til félagsmanna. Um er að ræða keppnisgalla og utanyfirgalla (buxur og jakki) fyrir bæði fullorðna og börn.  Létt og þægileg föt frá Craft (www.craftsportswear.com) sem henta jafn á skíði, í hlaupin, hjólreiðar og gönguferðir. Núna er fyrirhugað að fara af stað með nýja pöntun, allar nánari upplýsingar er að finna hér

 

 

 

 

 

Hægt verður að máta fötin sem hér segir:

 • 8. október kl. 14:30 til 16:30, Bryggjan Brugghús, Gandagarði. Sama stað og tíma og samráðsfundur Ullar fer fram, allir velkomnir!
 • 10.-16. október að Úlfarsbraut 116, eftir kl. 18, Ólafur sími 787 2402

Mikilvægt er að pantanir berist eins fljótt og mögulegt er í gegnum pöntunarsíðu Ulls eða fyrir 17. október

Á gallana verða prentuð lógó frá styrktaraðilum Ullar og merki Ullar

 

 

Hjólaskíðamót helgina 1. – 2. október

Þá er komið að fyrsta atburði skíðavetrarins á vegum félagsins en hið árlega hjólaskíðamót verður haldið næstu helgi í Fossvogsdal. Keppt verður í sprettgöngu kl 17:00 á laugardeginum og í lengri vegalendum á sunnudagsmorgni kl 10:00. Ræsing og mark verða við Víkingssvæðið en keppnisflokkar og rástímar verða sem hér segir:

Laugardagurinn 1. október
Ræsing kl. 17:00
Línuskautar – frjáls aðferð með stafi
11 ára og yngri, stúlkur og piltar
Hjólaskíði – hefðbundin aðferð
12-16 ára stúlkur og piltar
Línuskautar – frjáls aðferð með stafi
12-16 ára stúlkur og piltar
Ræsing kl 17:15+  (eða um leið og allir eru komnir í mark og tímataka er klár)
Hjólaskíði – hefðbundin aðferð
17 ára og eldri konur og karlar

Sunnudagur 2. október
Ræsing kl. 10:00
Línuskautar – frjáls aðferð með stafi
11 ára og yngri, stúlkur og piltar
Hjólaskíði – hefðbundin aðferð 5 km
12-16 ára stúlkur og piltar
Línuskautar – frjáls aðferð með stafi 5 km
12-16 ára stúlkur og piltar
Ræsing kl 10:30+  (eða um leið og allir eru komnir í mark og tímataka er klár)
Hjólaskíði – hefðbundin aðferð 10 km
17 ára og eldri konur og karlar

Þátttökugjald fyrir hverja grein í öllum flokkum er 1000 kr. og 1500 kr ef keppt er í báðum greinum. Þátttökugjald greiðist á staðnum (ekki tekið við kortum). Nánari upplýsingar veita Einar Óla í síma 696 3699 og Málfríður í síma 894 6337. Kort af brautinni mun birtast hér á vefnum á næstu dögum.

Hægt er að skrá sig með því að smella á myndina efst í dálkinum hér til hægri og fylla í formið sem þá birtist. Væntanlegir keppendur eru hvattir til að skrá sig, helst sem fyrst.

Samráðsfundur um starfsemi Skíðagöngufélagsins Ullar

Þótt skyggnið sé ekki alltaf gott á göngubrautinni þarf Ullur að vita hvert hann stefnir og taka markviss og taktföst skref. Stjórn Ullar boðar því félagsmenn til samráðsfundar um starfsemi félagsins þann 8. október á Bryggjan brugghús við Grandagarð. Við munum reyna að komast að kjarnanum með uppbyggilegri umræðu í litlum hópum og fá síðan að heyra hvaða niðurstöður fást. Stjórnin mun hafa hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem fram koma á fundinum við stefnumótun og skipulagningu félagsstarfsins í vetur. Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta. Það eru örugglega mörg áhugaverð sjónarmið uppi sem gaman verður að heyra um. Fundurinn er skipulagður frá 14:30 til 16:30 en fundinn færum við okkur yfir á barinn og höldum umræðunum áfram á óforlegu nótunum.

Engilega látið vita með því að skrifa athugasemd atburðinn á facebook, sem má finna með því að smella hér, eða sendið póst á ullarpostur@gmail.com um hvort þið komist, svo hægt sé að áætla fjölda þátttakenda.