Barnastarfið hefst miðvikudaginn 11. september

Barna- og unglingaæfingar byrja miðvikudaginn 11. september kl. 18 við Víkingsheimilið í Fossvogi. Æfingatímar verða 2x í viku í september. Kl. 18 á miðvikudögum og kl. 11 á laugardögum alveg eins og í fyrra. Sigrún verður með æfingarnar þegar hún kemur í október en Ingólfur Magnússon byrjar með þær í september. Æfingar verða klst í senn. Farið verður rólega af stað og farið yfir stöðu, markmið og aðra íþróttaiðkun m.t.t. persónulegrar æfingaáætlunar fyrir hvern og einn. Fyrsta æfing verður létt skokk og smá stopp í hreystibraut við Réttarholtsskóla. Mæting við Víkingsheimilið, klædd eftir veðri og í góðum skóm (hlaupa/íþróttaskóm eða álíka). Æfing endar svo í Víkinni kl. 19

Æfingarnar eru fyrir krakka á aldrinum 6-16 ára og eru nýir iðkenndur sérstaklega velkomnir. Nánari upplýsingar á krakkaullur@gmail.com

Hjólaskíðamót sunnudaginn 6. október 2019 [Breytt staðsetning!!]

Hið árlega hjólaskíðamót Ullar verður haldið sunnudaginn 6. október. Mótið, sem er jafnframt fyrsti viðburður félagsins á nýjum skíðavetri, fer fram á völlunum í Hafnarfirði en mark og start er á gatnamótum Dofrahellu og Straumhellu. Ræst verður hjá yngri flokkum kl 10 og hjá 12 ára og eldri kl 10:30.

Dagskrá og flokkar eru eftirfarandi:

Ræsing kl. 10:00
11 ára og yngri eru á línuskautum
9 ára og yngri – fara 1 km (út frá marki eftir stígnum og til baka í mark)
10-11 ára – fara 2 km (út frá marki eftir stígnum og til baka í mark)

Þrautabraut fyrir þá yngstu við rásmark

Ræsing kl 10:30+ (eða um leið og allir eru komnir í mark og tímataka er klár)
12-16 ára stúlkur og piltar – Hjólaskíði, hefðbundin aðferð 5 km
12-16 ára stúlkur og piltar – Línuskautar, frjáls aðferð með stafi 5 km
17 ára og eldri konur og karlar – Hjólaskíði, hefðbundin aðferð 10 km.

Einungis má keppa á hjólaskíðum með stoppara (ekki á skautahjólaskíðum). Hjálmaskylda er í keppninni.

Þátttökugjald fyrir 12 ára og eldri er 1000 kr., 500kr fyrir yngri en 12 ára, ókeypis í þrautabraut. Hægt er að skrá sig á verslun.ullur.is, en einnig má skrá sig á staðnum. Æskilegt er að sem flestir skrái sig fyrir fram.

Nánari upplýsingar veitir Málfríður í síma 894 6337.

Forpöntun á Madhus skíðum

Nú er hægt að forpanta Madshus skíði hjá Bobba í Craftsport á Ísafirði en pantanir þurfa að berast fyrir 15. apríl á netfangið bobbi@craft.is. Eins og venjulega þá þarf hann hæð, skóstærð og þyngd þar sem það á við. Úrval skíða og verð má sjá hér.

Stromaskautinu frestað

Vegna veðurs er búið að blása Strompaskautið af í dag. Núna eru 10-11 m/sek, snjókomma og þoka. Það bætir svo í á meðan mótið hefði verið. Óvíst hvort og/eða hvenær við reynum að hafa það en það verður þá auglýst síðar.

Bakkelsi á kaffihlaðborð Bláfjallagöngunnar

Laugardaginn 30. mars verður hin árlega Bláfjallaganga haldin í Bláfjöllum 
og það stefnir svo sannarlega í met þátttöku í göngunni. 
Að göngu lokinni verður kaffisamsæti  í Valsheimilinu kl. 14:00-16:00 þar sem dregin verða út afar vegleg útdráttarverðlaun. 
Sá háttur hefur verið hafður á að félagsmenn hafa lagt til bakkelsi á kaffihlaðborðið. Félagið yrði afar þakklátt ef að þið hefðuð tök á að leggja til bakkelsi á borð við heita rétti, brauðtertur og/eða kökur. Ef þið hafið tök á því væri gott að þið mynduð skrá fyrir næsta þriðjudag hvers konar bakkelsi þið komið með. Vinsamlegast skráið bakkelsið hér. 
Gott kaffihlaðborð ásamt góðri framkvæmd er stolt hverrar göngu. 
Kær kveðja, 
Skíðagöngufélagið Ullur.

Mótsboð: Skíðamót Íslands á Ísafirði 3. – 7. apríl 2019

Dagana 3. – 7. apríl 2019 fer fram Skíðamót Íslands á Ísafirði. Mótið er fyrir 17 ára og eldri en er jafnframt alþjóðlegt FIS-mót og gilda keppnisreglur FIS á mótinu.

Dagskrá mótsins og allar upplýsingar er að finna á heimasíðu SFÍ. Keppendur eru hvattir til að fylgjast með á heimasíðu mótsins þar sem breytingar verða tilkynntar þar ef þörf er á.

Mótsboðið má finna hér. Skráningar Ullunga skulu berast á netfangið ullarpostur@gmail.com í síðasta lagi sunnudaginn 31. mars. 

FIS/Bikarmót á Ólafsfirði 8. – 10. mars 2019

Dagana 8. – 10. mars næstkomandi fer fram á Ólafsfirði alþjóðlegt FIS-mót sem jafnframt er Bikarmót SKÍ.

Mótið er fyrir 13 ára og eldri. Athugið að keppendur 17 ára og eldri þurfa að hafa FIS-leyfi til að taka þátt í FIS móti.

Skráningar fara fram í gegnum félögin svo þeir Ullungar sem hyggja á þátttöku þurfa að senda póst á ullarpostur@gmail.com í síðasta lagi þriðjudaginn 5. mars 2019 kl 12:00.

Mótsboð með dagskrá og nánari upplýsingum má finna hér