Hjólaskíðamót Sportval

Eftir að hafa reynt nokkrum sinnum að halda Sportvalsmótið síðasta vetur tókst það loks. Í þetta skipti var það haldið á hjólaskíðum, eðli málsins samkvæmt!

Sportvalsmótið er haldið fyrir yngstu iðkendur okkar eða frá 9 ára til 16 og fer venjulega fram á vorinn. En erfitt tíðarfar og loks snjóleysi komu í veg fyrir að mótið gæti farið fram við venjulegar skíða aðstæður. Því frestaðist móti og breyttist á endanum í hjólakskíðamót. Líklega fyrsta hjólaskíðamótið í Reykjavík sem bara er ætlað fyrir börn og unglinga.

Mótið fór fram í Kópavogi á svæðinu í Kringum Lindakirkju og Salaskóla. Frábærar aðstæður fyrir hjólaskíði og hægt að leggja nokkuð krefjandi braut. Þó að brautin vær krefjandi stóðu krakkarnir, sem mörg hver eru að stíga sín fyrstu skrefa á hjólaskíðum, mjög vel og allir komu heilir í mark.

Krakkar 12 ára og eldri gengu hefðbundið um það bil 6 km og þau yngir, 9-11 ára, gengu 3 km frjálst. Þáttakendur voru 12, 6 í hvorum aldursflokki.

Fyrir mót var tilkynnt um leynigest sem kæmi á mótið og yrði iðkendunum til halds og traust. Leynigesturinn reyndist vera okkar eigin Kristrún Guðnadóttir, landsliðskona úr Ulli! Mikil hvatning fyrir krakkana að fá að sjá hana og hafa með í kringum mótið. Takk fyrir komuna Kristrún 😊

Eins og nafið gefur til kynna kemur Sportval að mótinu og leggur til veglega vinninga, páskaegg og útdráttar verðlaun. Þó að langt sé til páska (eða langt síðan það voru páskar) var hefðinni viðhaldið og páskeeggjum, ásamt vinningum, útdeilt.

Skíðagöngufélagið Ullur þakkar Sportval fyrir stuðninginn og hvetur fólk til að kíkja við hjá Óskari og Begga í Sportval, Selásbraut 98.

Aðalfundur Skíðagöngufélagsins Ullar miðvikudaginn 3. júní 2020

Aðalfundur Skíðagöngufélagsins Ullar verður haldinn í húsnæði ÍSÍ sal E, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, miðvikudaginn 3. júní 2020 kl. 20:00.

Málefni sem félagar óska eftir að tekin verði fyrir á fundinum skulu hafa borist stjórn minnst viku fyrir aðalfund á netfangið stjornullar@gmail.com

Mál sem berast eftir að sá frestur er liðinn verða ekki tekin fyrir nema 2/3 fundarmanna samþykki það. Rétt til fundarsetu með öllum réttindum hafa skuldlausir félagar.

Dagsskrá aðalfundar:
1. Fundarsetning
2. Kosnir fundarstjóri og fundarritari
3. Lögð fram ársskýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár og umræða um hana
4. Skýrslur nefnda
5. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar, umræða og atkvæðagreiðsla
6. Fjárhagsáætlun næsta starfsárs
7. Lagabreytingar ef fyrir liggja
8. Stjórnarkjör:
a) kosinn formaður
b) kosnir fjórir aðalstjórnarmenn
c) kosnir tveir varamenn í stjórn
d) kosinn skoðunarmaður og annar til vara
9. Aðrar tillögur sem borist hafa til stjórnar
10. Önnur mál
11. Fundarslit

Félags­menn eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í að móta starf félagsins, því þetta er ykkar félag.

Stjórnin

Forpöntun á Salomon skíðum

Nú er hægt að forpanta Salomon gönguskíði og annan skíðagöngubúnað fyrir næsta vetur og þurfa pantanir að berast fyrir 7. maí til Úlfars Fjalars á netfangið alparnir@simnet.is. Eins og venjulega þá þarf hæð, skóstærð og þyngd þar sem það á við.  Pöntunalistann má finna hér og sækja en hann er með úrvali og verði.

Forpöntun á Kästle gönguskíðum frá Fjallakofanum

Nú er hægt að forpanta skíðagöngubúnað hjá Fjallakofanum á góðu verði en pantanir þurfa að berast í síðsta lagi 30. apríl. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Fjallakofans en þar má finna hlekk á úrval búnaðar og pöntunarform til útfyllingar. Nánari upplýsingar veitir Sævar Birgisson, saevar@fjallakofinn.is . Pantanir sendist einnig á Sævar en eins og venjulega þá þarf hæð, skóstærð og þyngd þar sem það á við.

 

Bláfjallagöngunni 2020 aflýst

[English below]

Við verðum því miður að tilkynna að göngunni þetta árið hefur verið aflýst.

Samkomubann rennur út 4 maí ef allt gengur upp, en við teljum ekki forsendur fyrir því að halda Bláfjallagöngu eftir að því lýkur. Við höfum unnið mikla vinnu og lagt út í mikinn kostnað vegna göngunnar og þar sem samkomubann var sett á 6 dögum fyrir settan dag þá má segja að allt hafi verið klárt.

Í skráningarskilmálum kemur fram að ekki verði endurgreitt ef þessi staða kemur upp, en okkur langar þrátt fyrir það að bjóða öllum þeim, sem höfðu skráð sig, 50% afslátt af skráningargjaldinu að ári, það er í mars 2021. Upplýsingar um hvernig má virkja afsláttinn verða sendar á þá sem voru skráðir í gönguna 2020 þegar opnað verður fyrir skráningu fyrir gönguna 2021.

Um leið og við þökkum ykkur öllum fyrir veturinn þá minnum við á að það er ennþá hægt að komast á gönguskíði í Bláfjöllum og hægt að fylgjast með opnun á skidasvaedi.is

Sjáumst í Bláfjallagöngunni 2021 og gangi ykkur öllum vel í þeim verkefnum sem framundan eru.

————–

Blafjallagangan 2020 is cancelled!

Unfortunately, this is the announcement for the cancellation of the Blafjallagangan this year.

In Iceland, there is ban on gatherings for organized activities with more than 20 people, which will remain in effect until May 4th. Given the circumstances, we feel the only way is to cancel the race. We’ve put a lot of work and cost into Blafjallagangan 2020 as the ban on gatherings was imposed only a few days before race day so everything was ready for the race at that time.

In the terms of payment agreed to at the race entry, it is stated that the entry fee will not be refunded in case of cancellation of the race, however, we would like to offer everyone who had already signed up for the race this year a 50% discount of the race fee for next years race, i.e. in March 2021. Information on how to receive the discount will be sent to all those signed up for the race 2020 when registration for next year’s race opens.

See you in Blafjallagangan 2021 and good luck with your sporting endeavors.

Bláfjallagöngunni frestað til 25. apríl

Kæru þátttakendur í Bláfjallagöngunni. Í ljósi nýjustu frétta og fordæmalausra aðstæðna vegna Covid-19 þá höfum við ákveðið að fresta göngunni til laugardagsins 25. apríl nk.

Skráningargjöld verða ekki endurgreidd, sjá greiðsluskilmála .

Ákvörðunin verður endurmetin ef þarf eftir 30 daga. Við vonum að þetta gangi upp og við getum komið saman 25. apríl. Látum ykkur vita um leið og eitthvað nýtt kemur í ljós.

Baráttukveðjur.

Bláfjallagangan og COVID-19

Við sem stöndum að Bláfjallagöngunni er öllum umhugað um heilsuna og okkur er mjög umhugað um ykkar heilsu.

Vegna COVID-19 faraldursins viljum við því biðja fólk sem finnur fyrir flensueinkennum að vera heima og sleppa því að mæta í gönguna, þeir sem mæta sleppi snertingum og handabandi og það er gott að halda 2-3 metra bili á milli í brautinni bæði vegna COVID-19 og það er líka öryggisatriði ef eitthvað kemur upp á.

Við ætlum að halda okkar striki varðandi gönguna en munum í ljósi aðstæðna ekki vera með kaffihlaðborð. Staðan er tekin á hverjum degi fram að göngu og við munum láta vita um leið og eitthvað breytist.

Öllum þátttakendum verður boðið í sund í Ásvallalaug, fá sundpoka, Happ+ góðgæti og fleira skemmtilegt.

Skráning er ennþá í fullum gangi hér: netskraning.is/blafjallagangan

Hlökkum til og góða skemmtun!

Heiðmerkurfréttir

Nýjustu fréttir úr Heiðmörk:

„Það er búið að fara stóra hringinn og spora á flestum stöðum og ætti þetta að vera súper flott á morgun (í dag þriðjudag), sumstaðar er það lítill snnjór að þar er bara þjappað.
Verum öll jákvæð og hress með þetta, það er einn mjög hættulegur staður sem er eftir rúman 1km og er beygjan niður á langa beina klaflan þar sem eru mjög þétt há tré, endilega passið ykkur þar og svo aðvitað á móa köflunum.

kv. Sporagengið“