Bikarmeistarar 2019 í unglingaflokkum – Ullur á palli

Um nýliðna helgi fór fram Unlingameistarmót Íslands í skíðaíþróttum. Á mótinu átti Skíðagöngufélagið Ullur tvo keppendur, þær Sigríði Dóru Guðmundsdóttir og Evu Rakel Óskarsdóttir sem kepptu í 13-14 ára flokki og 15-16 ára flokki.

Mótið tóks vel fyrir utan smá erfiðleika vegna veðurs á fyrsta degi en þá var allri keppni aflýst. Gönguhluta mótsins var svo kláraður í Kjarnaskógi, skíðagönguparadís Akureyringa, þeirra Heiðmörk.

Að loknu móti voru bikarmeistarar í unglingaflokkum kringdir. Í bikarkeppninni safna keppendur stigum á bikarmótum sem haldin eru reglulega yfir veturinn. Skemmst er frá því að segja að stúlkurnar í Ulli komu heim með silfur og brons í bikarkeppninni, Sigríður Dóra með brons og Eva Rakel með silfur. Frábær árangur og bjart framundan hjá sístækkandi barna- og unglingahóp!

Hér má nálgast stutt myndband frá keppni á laugardaginn.

Skíðagöngufélagið Ullur þakkar SKA fyrir flott mót!

ganga-13-14-st

Sigríður Dóra Guðmundsdóttir (lengst til hægri) á verðlaunapalli á UMÍ 2019. Mynd: SKÍ

Andrésar andar leikarnir 2019 – skráning

Þá styttist í hápunkt tímabilsis fyrir okkar yngstu iðkenda, sjálfa Andrésar andar leikana á Akureyri.

Leikarnir fara fram dagana 24. til 27. apríl 2019, hér með er opnað fyrir skráningu á leikana! Athugið að skráningar þurfa að berast fyrir 15. mars.

Skíðagöngufélagið Ullur hvetur alla krakka sem tekið hafa þátt í æfingum í vetur til að skrá sig og vera með!

IMG_6964

Kristrún stendur í ströngu – Austurríki til Kína

sprettur.jpg

Kristrún kemur í mark í sprettgöngu. Mynd: SKÍ

Kristrún Guðnadóttir lauk fyrir skemmstu þátttöku á heimsmeistaramótinu í norrænum greinum í Seefeld í Austurríki.

Kristrún keppti þar í 5 km undankeppni og náði þar frábærum árangri og endaði í 7. sæti, 1:43 mín á eftir fyrstu konu. Sá árangur dugði til að tryggja sig áfram í allar aðalkeppnir mótsins í lengri vegalengdum.

Auk þess að keppa í undankeppninni kepti Kristrún í sprettgöngu með frjálsri aðferð og 10 km göngu með hefðbundinni aðferð.

Í sprettgöngunni náði Kristrún frábærum árangir og endaði í 65. sæti af 110 keppendum, rétt um 18 sek á eftir besta tíma í undanrásum. Sá árangur dugði þó ekki til að komast áfram í úrslitakeppnina en 32 keppendur komast áfram í úrslit auk 6 bestu tímanna þar á eftir. Það er því ljóst að Kristrún var rétt um 10 – 12 sek frá því að komast áfram í úrslit og framtíðin er björt hjá þessari frábæru skíðakonu.

Kristrún lauk svo keppni í 10 km skíðagöngu með hefðbundinni aðferð þar sem hún endaði í 73. sæti.

Frá Austurríki flaug svo Kristrún beint til Kína þar sem hún í dag tekur þátt í sprettgöngu í Bejing. Það er skemmst frá því að segja að hún endaði 34. í undanrásum af 70 keppendum, rétt um 5 sek frá því að komast áfram í úrslit. Samtals mun Kristún keppa í þremur sprettgöngum í Kína.

Formið hjá Kristrúnu er greinilega stígandi í aðdraganda Skíðalandsmóts Íslands sem fram fer á Ísafirði dagana 4. – 7. apríl.

 

Sögulegur árangur hjá Snorra á heimsmeistaramótinu

einarsson03032019fm12013-

Snorri Einarsson gerir sig kláran fyrir 50 km göngu á HM. Mynd: Nordic Focus

Ullungurinn Snorri Einarsson lauk keppni á heimsmeistaramótinu í norrænum greinum í gær með þátttöku í 50 km skíðagöngu með frjálsri aðferð. Með startnúmer 52 í 65 manna hóp var Snorri fyrir gönguna 52. besti skíðamaðurinn á ráslínu sé tekið mið af FIS stigum.

Óhætt er að segja að Snorri hafi útfært gönguna taktískt hárrétt og endað mótið með glæsibrag. Lengst af hélt Snorri sig aftarlega í hópi keppanda og sparaði krafta fyrir lokasprettinn. Við 10 km til 30 km millitíma var Snorri á bilinu 35-40 sæti. Það dró hinsvegar til tíðinda við 41,5 km markið þegar Snorri mælist með 16. besta millitíman og einungis 8,5 km eftir í mark.

Norðmaðurinn Hans Crister Holund hafði á þessum tímapunkti tekið af skarið og náð afgerandi forustu sem þó minnkaði þegar Rússinn Alexander Bolshunov gerði heiðarlega atlögu að fyrsta sætinu. Svo fór að Hans Crister Holund vann og Alexander Bolshunov varð annar.

Þeir sem á eftir komu, þar á meðal Snorri, gengu saman nánast alla leið í mark og keppnin um 3. sætið gríðarlega mikil. Það fór þó svo að Norðamaðurinn Sjur Røthe hrepti 3. sætið einungis 18 sekúndum á undan Snorra sem fylgdi bestu skíðagöngumönnum heimsins fast á hæla og kláraði eina af sínum bestu göngum á ferlinum í 18. sæti, 1:15 mín á eftir sigurvegaranum. Fyrir gönguna fékk Snorri 16 fis-stig sem er hans besti árangur Íslendings frá upphafi.

Það má segja að allt hafi gengið upp. Snorra gekk vel að fá í sig næringu og drykk á meðan á göngunni stóð en það er gríðarlega mikilvægt í göngu sem þessari. Við aðstæður eins og í göngunni, mikill hiti og sól, er hætta á að líkaminn ofþorni og þrek minnki til muna. Skíðin voru mjög góð og skíðaskipti gengu hratt og vel fyrir sig, en keppendum er frjálst að skipta um skíði með reglulegu millibili í göngunni. Snorri skipti einu sinni um skíði eins og flestir aðrir keppendur og hafði því góð skíði alla gönguna.

Það er ekki víst að allir geri sér grein fyrir hvílíkt afrek þetta er. Í raun getum við sagt að Ullur og Ísland hafi í gær átt 18. besta skíðamann í heimi!

Skíðagöngufélagið Ullur óskar Snorra til hamingju með frábæran árangur!

feature30319vt036

Snorri, númer 52 ofarlega til vinstri, í harðri baráttu í 50 km göngu. Mynd: Nordic Focus

 

Býr sjálfboðaliði í þér?

Okkur langar að vekja athygli þín á hnapp hér á síðunni, SJÁLFBOÐALIÐAR. Með því að smella á hann getur þú fyllt út skráningarform og þar með komist í hóp öflugra sjálfboða Skíðagöngufélagsins Ulls. Verkefnin eru fjölmörg og skemmtileg og krefjast þess ekki að viðkomandi hafi endalausa reynslu af kakóbruggi, skíðasmurningu eða brautarvörslu. Vinnugleði og létt lund er eina skilyrðið.

Vertu með! Skráðu þig!

Góður dagur í Heiðmörk

Það var flott veður og frábær stemming í Heiðmörk þegar Ullungar gerðu þar innrás nýverið. Verkefni dagsins var að jafna út og gera nýlagða viðbót við gönguskíðabrautina klára fyrir veturinn og nýja troðaran sem þar verður. Vannst verkið vel þó enn sé nokkuð eftir. Með samstilltu átaki við brautarvinnu og góðum snjóalögum má búast við frábærum aðstæðum á komandi vetrum. Framtíðin er björt!

Ekki var stemmingin síðri um kvöldið þegar haustfagnaður Ullar var keyrður í gang. Hressandi veitingar og frábær stemming réð ríkjum langt fram á kvöld.

Ullur vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem lögðu sitt að mörkum. Takk!

20180929_151953

Myndir frá viðburðinum má finna á myndasíðu félagsins

 

Flott fyrsta æfing hjá krökkunum

Fyrsta æfing „vetrarins“ var í morgun hjá krökkunum. Þetta var jafnframt fyrsta æfing nýja þjálfarans. Æfingin bar þess merki að krakkarnir væru pínu feimnir, eðlilega!

Á æfinguna mætti 11 krakkar þarf af 4 nýjir. Það verður að teljast frábær mæting á fyrstu æfingu sem einkendist af léttu skokki áður en farið var í boðhlaup. Í boðhlaupinu var skipt í þrjú lið og hinum ýmsu aðferðum beitt. Hlaupið áfram og aftur á bak, hoppað á einum fæti og á báðum fótum, áður en skokkað var til baka. Allt til að byggja upp grunnþol, styrk og jafnvægi fyrir komandi vetur.

Næsta æfing er á miðvikudaginn kl. 18:00. Nánari upplýsignar verður að finna á Facebook síðu barna og unglingastarfsins, Barna- og unglingaæfingar Ullar.

æfing 3

Endre þjálfari stjórnar sinni fyrstu æfingu, karkkarnir (og tveir áhugasamir feður) fylgjast með.

æfing 4

Hoppað á einum fæti í spennandi „boðhoppi“

Barnastarfið hefst um helgina

Laugardaginn 15. september kl. 11:00 fer vetrarstarfið í af stað hjá krökkunum. Fyrsta æfingin verður í Elliðaárdalnum, mæting á bílaplaninu við rafstöðina, klædd eftir veðri og í góðum skóm (hlaupa/íþróttaskóm eða álíka).

Við ætlum aðeins að segja frá vetrarstarfinu í upphafi æfingar og fara yfir málin. Foreldrar eru því sérstaklega hvattir til að mæta með krökkunum.

Nánari upplýsingar á krakkaullur@gmail.com og í auglýsingunni hér undir.

Skíðagönguæfingar fyrir börn og unglinga 2018-2019_1

Nýr þjálfari barna og unglinga

26239458_10155939337772398_4686851773222902835_n

Endre Nyberg Håland

Barna- og unglingastarfið er óðum að taka á sig mynd fyrir veturinn. Breytingar verða á komandi vetri þar sem Sigrún Anna Auðardóttir hættir störfum sem þjálfari eftir þriggja vetra farsælt starf. Það er mikil eftirsjá í Sigrúnu enda náði hún einstaklega vel til barnanna. Við í Skíðagöngufélaginu Ulli erum henni þakklát fyrir frábæra vetur og vonum að hún sjái sér fært að vinna áfram með okkur að uppbyggingu skíðgönguíþróttarinnar  á höfuðborgarsvæðinu.

Endre Nyberg Håland hefur verið ráðinn til að taka við þjálfarakeflinu. Endre er 25 ára gamall norðmaður frá Stavanger á vesturströnd Noregs. Endre stundaði nám við skíðamenntaskólann í Sirdal, þeim sama og Kristrún okkar Guðnadóttir stundaði nám við. Að námi loknu tók hann við starfi aðstoðarþjálfara við sama skóla ásamt því að æfa og keppa sjálfur til 23 ára aldurs.

Það var áhugi hans á Íslandi og löngun til að prófa eitthvað nýtt sem dróu hann hingað fyrir tveimur árum. Hann hóf þá nám við Flugakademíu Keilis í Keflavík þar sem hann hefur lokið námi en starfar nú sem flugkennari.

Endre hefur skíra sýn á þjálfun barna og unglinga, að læra í gegnum leik með það markmið að byggja góðan grunn fyrir framtíðina. Hann talar jafnframt um að fá með foreldra á sameiginlegar æfingar sem er skemmtileg nýbreytni hér á landi en nokkuð algengt í Noregi.

Fyrstu æfingar vetrarins eru áætlaðar helgina 15. og 16. september, nánar um það síðar.

Við í Skíðagöngufélaginu Ulli bjóðum Endre velkominn til starfa.

 

IMG_6964

Sigrún Anna, lengst til vinstri, með Ullarkrökkum á Andrésar Andar leikunum 2018

Hjólaskíðanámskeið fyrir yngstu kynslóðina

Í morgun hófst tímabilið hjá yngstu iðkendunum okkar þegar hjólaskíðanámskeiði Kristrúnar Guðnadóttur var ýtt úr vör. Námskeiðið er ætlað er fyrir krakka fædda 2009 og fyrr. Það var ánægjulegt að sjá hve góð mætingin var eða alls 8 krakkar, flestir byrjendur og nokkrir sem aldrei hafa stígið á hjólaskíð áður. Það er því ljóst að framundan er lærdómsríkt námskeið og spennandi. Það á svo vonandi eftir að skila sér þegar veður fer að kólna og snjórinn að falla. Við teljum niður dagana!39145598_10156410837737348_4736656840752889856_n