Barna – og unglingaæfingarnar fara vel af stað

Fyrr í þessum mánuði var ráðinn nýr yfirþjálfari barna- og unglingastarfs ásamt aðstoðarþjálfara. Yfirþjálfarinn heitir Steven Gromatka og honum til aðstoðar verður Guðný Katrín Kristinsdóttir. Guðný kom að þjálfun seinnihluta vetrar (2020-20121) og var fyrir fáeinum árum ein af Ullar krökkunum. Það er því ánægjulegt að fá hana aftur inn í starfið í nýtt hlutverk. Steven hefur komið að þjáfun margra af okkar bestu skíðamönnum og starfaði um nokkurra ára skeið hjá Skíðafélagi Ísafjarðar. Þar áður starfaði hann við þjálfun í Bandaríkjunum.

Með nýju fólki koma nýjar áherslur. Fleiri æfingar á hjólaskíðum, lengri hlaupatúrar, hermiæfingar, leikir og margt fleira á boðstólnum.

Þá hefur foreldraráðið kokkað upp plan fyrir veturinn. Á dagskránni fyrir áramót er nýliðakynning, hjólaskíðamót Sportval, skiptimarkaður, skálagisting og byrjendanámskeið svo eitthvað sé nefnt. Eftir áramót eru flestar helgar lagðar undir mót og annað skemmtilegt. Nánari dagskrá vetrarins verður kynnt síðar.

Nánari upplýsingar um æfingarnar má finna hér.

Heiðmörk

Heiðmörk,

Fyrr í dag barst okkur ábending frá Veitum um að vegurinn um Heiðmörk sé lokaður ökutækjum (með lokunarskiltum við Elliðavatnsbæ) . Fyrir mistök var vegurinn að skíðaspori Ullunga ruddur en Veitur hafa farið fram á að vegurinn sé lokaður þar til snjóa leysir.  Umrædd lokun er vegna vatnsverndarsjónarmiða þ.e. vegna hættu á að bílar fari útaf veginum og skapi þannig mögulega olíumengun.  Skíðagöngufélagið Ullur og Skógræktarfélag Reykjavíkur hafa óskað eftir að Reykjavíkurborg/Veitur endurskoði þessa afstöðu sína og íhugi frekar reglulega snjóhreinsun enda ætti þá að vera lítil hætta á umræddum umferðar-/mengunarslysum. 

Meðan á þessari lokun stendur er erfitt um vik að komast að skíðaspori Ullunga enda engin greið leið fyrir snjósleða/skíðaspora frá Elliðavatni og um 4 km gangur eftir veginum. 

Á meðan troðna sporið nýtist ekki vegna fyrrgreindra ástæða er vert að benda fólki á að hægt er að ganga á utanbrautarskíðum frá Elliðavatnsbænum eða auðvitað að leggja leið sína í hina ágætu aðstöðu okkar í Bláfjöllum.

Nefndin

Heiðmörk uppfært

Heiðmörk
Okkur voru að berast upplýsingar frá Veitum að vegurinn um Heiðmörk er lokaður vélknúnum ökutækjum með tilliti til vatnsverndar. Fólk er því beðið um að keyra ekki uppá bílastæðið sem er við upphaf göngubrautar. Stöndum öll saman og virðum þessar takmarkanir! Það er afar mikilvægt að vernda vatnsbólin og nú sem aldrei fyrr í þessum válegu aðsæðum sem við búum við. Bílastæði eru til staðar við Elliðaárbæ. Til að ekki gæti misskilnings þá er ekki troðið þaðan uppað gönguspori Ullunga við Hjallabraut en troðinn var lítill hringur við bæinn fyrir krakkana. Það er hins vegar holótt braut.

Heiðmörk

Staðan í dag, föstudag 13. mars, í Heiðmörk er sú að til staðar er ótroðið spor. Búið er að loka fyrir umferð en skíðafólk er velkomið á svæðið. Hægt er að leggja bílunum við Elliðavatn/Helluvatn.

Byrjendanámskeið sunnudaginn 15. mars 2020

Sunnudaginn 15. mars stendur Ullur fyrir námskeiði í skíðagöngu, í Bláfjöllum, fyrir byrjendur og aðra sem vilja ná svolítið betri tökum á göngutækninni. Námskeiðið hefst kl. 12:30 og stendur í rúma klukkustund. Smelltu hér til að skoða staðsetningu Ullarskálans í Bláfjöllum, þar sem æfingarnar fara fram.

Takmarkaður fjöldi þátttakenda er á hvort námskeið og verður leiðbeinandi á hverja 7-8. Námskeiðið kostar 3.000 kr., þeir sem þurfa að fá lánaðan búnað greiða 2.000 kr. að auki  en ekki má treysta því að fleiri en 15 geti fengið lánaðan búnað á hvoru námskeiði.

Skráning og greiðslur

Nauðsynlegt er að fólk skrái sig á námskeiðin og má gera það með því að fara inn á skráningar- og greiðslusíðu félagsins sem er verslun.ullur.is. Skráningar taka gildi þegar greiðsla skráningargjalds hefur farið fram.

Vakin er athygli á því að eins og á öðrum skíðasvæðum þarf að kaupa skíðakort sem gildir í brautirnar í Bláfjöllum en það er ekki innifalið í námskeiðum sem haldin eru á svæðinu.

Smelltu hér til að skoða gjaldskrá skíðasvæðisins í Bláfjöllum, en dagskort kostar 1080 kr. Hægt er að greiða fyrir dagskort með korti í skála Ullar.

Íslandsgönguæfingar

Við minnum á Íslandsgönguæfingarnar hjá okkur í vetur. Æfingarnar eru á miðvikudögum kl. 18:00 í Bláfjöllum.

Ætlast er til að þátttakendur hafi einhverja reynslu af skíðagöngu og/eða lokið a.m.k. einu 6 skipta námskeiði hjá Ulli. Verð fyrir mars og apríl er kr. 12.000.-

Aðild að félaginu Ulli er skilyrði fyrir skráningu.

Hægt er að skrá sig á æfingarnar hér.

Námskeið og æfingar í febrúar

Nú höfum við opnað fyrir skráningar á verslun.ullur.is á eftirfarandi námskeið/hópa sem byrja í febrúar 2020.

Byrjendanámskeið (6 skipti) byrjar 10. febrúar
Kennslan fer fram á eftirfarandi dögum:
HÓPUR A
Mánudagurinn 10.2 kl. 18:00
Miðvikudaginn 12.2 kl. 18:00
Laugardaginn 15.2 kl 10:30
Mánudaginn 17.2 kl. 18:00
Miðvikudaginn 19.2 kl. 18:00
Laugardaginn 22.2 kl. 10:30

HÓPUR B
Mánudaginn 10.2 kl. 19:30
Miðvikudaginn 12.2 kl. 19:30
Laugardaginn 15.2 kl 12:00
Mánudaginn 17.2 kl. 19:30
Miðvikudaginn 19.2 kl. 19:30
Laugardaginn 22.2 kl. 12:00

Framhaldsnámskeið (4 skipti) byrjar 11. febrúar
Kennslan fer fram á eftirfarandi dögum:
Þriðjudagur 11.2 kl. 18:00
Laugardagur 15.2 kl. 13:30
Þriðjudagur 18.2 kl 18:00
Laugardagur 22.2 kl. 13:30

Íslandsgönguæfingar 
Samæfingar fyrir almenning sem eru haldnar einu sinni í viku, á þriðjudögum kl. 19:30

Allar nánari upplýsingar á verslun.ullur.is en þar má einnig skrá sig á námskeiðin.

Í boði í vetur verða einnig skautanámskeið (2 skipti) og stök byrjendanámskeið (1 skipti) en þau verða auglýst seinna á hér á heimasíðu félagsins og á facebook.

Félagsaðild í Ulli er skilyrt fyrir æfingar og námskeið sem eru fleiri en 1 skipti. Hér má skrá sig í félagið.

Share this: