Íslandsgöngu 2017 lokið 

Íslandsgöngunni 2017 lauk að venju með Fossavatnsgöngunni á Ísafirði og var hún fjölmennari og glæsilegri en nokkru sinni fyrr. En þrátt fyrir það, metþátttöku í Bláfjallagöngunni og mjög góða þátttöku í Strandagöngunni varð heildarfjöldi þeirra sem fengu Íslandsgöngustig lítið eitt minni en í fyrra eða 257 á móti 263. Ástæðan er augljóslega sú að veður og snjóleysi fóru illa með göngur á Norðurlandi. Þátttakendur í Hermannsgöngunni voru rúmlega þriðjungi færri en í fyrra og Fjarðargangan og Orkugangan féllu niður.

Upplýsingar um Íslandsgönguna má finna undir „Æfingar og keppni – Íslandsgangan“ í svörtu línunni hér fyrir ofan eða með krækjunni „Íslandsgangan“ í dálkinum hér til hægri. Fara má beint í stgatöfluna 2017 með því að smella hér.

Íslandsgangan 2017, þremur göngum lokið

Nú tókst að ljúka Bláfjallagöngunni, reyndar með örlítilli seinkun. Þátttakendur voru fleiri en nokkru sinni áður og af þeim 113 sem komu í mark gengu 74 lengstu vegalengd, 20 km, og fengu Íslandsgöngustig. Við það tvöfaldaðist fjöldi þeirra sem komist hafa á blað og gott betur, voru 57 fyrir Bláfjallagönguna en eru nú 117. Uppfærða stigatöflu má sjá hér á vefnum, leitið að Íslandsgöngunni undir „Æfingar og keppni“ í svörtu línunni hér fyrir ofan.

Íslandsgangan 2017

Það hefur gengið á ýmsu með Íslandsgönguna í vetur. Fjarðargöngunni varð að fresta um óákveðinn tíma vegna snjóleysis og Hermannsgöngunni var frestað um viku vegna veðurs. Svo snjóaði Bláfjallagangan í kaf en Strandagangan fór fram á réttum tíma.
Nú er staðan í stigasöfnun Íslandsgöngunnar orðin aðgengileg hér á vefnum, leitið að Íslandsgöngunni undir „Æfingar og keppni“ í svörtu línunni hér efst á síðunni. Í stigatöflunni sjáum við að 57 hafa fengið stig hingað til í þeim tveimur göngum sem lokið er. Setjum okkur það mark að tvöfalda þá tölu í glæsilegri Bláfjallagöngu um næstu helgi!

Orkugangan 11. apríl 2015

Orkugangan_2015Íslandsgangan heldur áfram og næst í röðinni er lengsta gangan, hin 60 km langa Orkuganga þar sem gengið er frá Kröflu langleiðina til Húsavíkur. Jafnframt eru þó í boði styttri vegalengdir, Buch-gangan, þar sem velja má um 25 km og 10 km auk 1 km fyrir 12 ára og yngri. Auk Orkugöngunnar verður boðið upp á sér keppni, 60 km göngu með frjálsri aðferð (skaut) en þeir sem velja þá aðferð teljast ekki keppendur í Íslandsgöngunni þar sem slíkt samræmist ekki reglugerð um Íslandsgöngur.

Gangan fer fram laugardaginn 11. apríl og má sjá allar upplýsingar um þessa myndarlegu gönguhátíð á heimasíðu Orkugöngunnar, http://www.orkugangan.is/. Með því að smella á myndina hér fyrir ofan má sjá auglýsingu um Orkugönguna.

Skíðagöngumót í Fljótum

Fljotamot-2015Ferðafélag Fljóta stendur fyrir skiðagöngumóti í Fljótum, gömlu höfuðbóli skíðagönguíþróttarinnar, föstudaginn langa, 3. apríl 2015. Mótið hefst kl. 13:00 en skráning fer fram kl. 11:30–12:30. Þetta er mót fyrir alla fjölskylduna en gengnar verða stuttar vegalengdir með hefðbundinni aðferð í öllum flokkum barna, unglinga og fullorðinna. Allar upplýsingar fást með því að smella á myndina hér til hliðar.

Myndir úr Bláfjallagöngunni

P1000859Vefnum hafa borist ágætar myndir úr Bláfjallagöngunni og eru þær komnar í myndasafnið sem má finna með því að smella á mynd í dálkinum hér til hægri (neðan við auglýsingarnar). Það er Finnur Birgisson sem á heiðurinn af þessum myndum og er honum hér með þakkað fyrir. Það hljóta allir sem skoða þessar myndir og létu þennan dýrðardag fram hjá sér fara að naga sig í handarbökin fyrir að hafa ekki verið með!

Ef fleiri luma á myndum úr Bláfjallagöngunni eða Unglingalandsmótinu, sem fer fram í Bláfjöllum nú um helgina, og væru fúsir til að leyfa okkur að birta þær á myndavefnum væri gott að frétta af því, t.d. með tölvupósti til ullarpostur@gmail.com.

Munið að skrá ykkur í Bláfjallagönguna!

Athugið að skráningu hér á vefnum lýkur kl. 20 í kvöld. Við bendum þeim, sem höfðu skráð sig í gönguna fyrr í vetur þegar óhjákvæmilegt var að fresta henni vegna veðurs, að skrá sig aftur núna því ekki er víst að allir, sem þá höfðu skráð sig, hafi tök á að vera með núna. En nú verður ekki annað ráðið af veðurspám en að gangan ætti að geta farið fram við bestu skilyrði. Fjölmennum í Bláfjallagönguna!

Bláfjallagangan laugardag 28. mars 2015

Smellið á myndina til að stækka hana!

Smellið á myndina til að stækka hana!

Það hefur gengið brösuglega að ljúka Bláfjallagöngunni í vetur og enn er stefnt á að halda hana laugardaginn 28. mars. Þessa helgi fer fram Unglingameistaramót Íslands í Bláfjöllum og þar er keppt í göngu með hefðbundinni aðferð fyrri hluta dags en að þeirri keppni lokinni er Bláfjallagangan á dagskrá.

Bláfjallagangan fer fram við skála Ullunga í Bláfjöllum. Hún er hluti af Íslandsgöngunni sem er almenningsmótaröð SKÍ. Gangan hefst kl 15:00 en þó er möguleiki fyrir þá sem ganga 20 km en hafa ekki gengið þá vegalengd á innan við 2 klst. að hefja gönguna kl. 14:30. Allir þátttakendur fá viðurkenningu og einnig verða útdráttarverðlaun. Eftir keppni er verðlaunaafhending og kaffisamsæti.
Boðið verður uppá þrjár vegalengdir, 5 km, 10 km og 20 km. Keppnisgjald í 20 km er 2.500 kr. en í 5 og 10 km er gjaldið 1.500 kr. Tólf ára og yngri greiða 1.000 kr. Þeir sem ljúka 20 km göngu fá stig í stigakeppni Íslandsgöngunnar.
Skráning er hér á vef Skíðagöngufélagsins Ullar, (smellið á myndina í dálkinum hér til hægri) og lýkur kl. 20 föstudaginn 27. mars. Skráningu á keppnisstað lýkur kl 14:00 og er skráningargjald í 20 km þá 3.500 kr.