Buchgangan

Gerður Steinþórsdóttir

Buchgangan 28. mars 2009 og stutt æviágrip Buch, sem stofnaði skíðaskóla á Húsavík.

Það var rok á Reykjaheiði fyrir ofan Húsavík og því gangan færð í Aðalhraun fyrir sunnan flugvöllinn, en hraunið er kjarri vaxið. Þar hafði verið lögð 5 km braut. Þátttakendur voru alls 52 og tóku flestir þátt í 20 km, eða 32 talsins. Fjórir Ullungar voru mættir; Þórhallur Ásmundsson, Vilborg Guðmundsdóttir og Gísli gleðigafi Óskarsson, auk mín. Eiríkur skipstjóri Sigurðsson, sem er Húsvíkingur, var reyndar skráður Ullungur, en ekki alveg sáttur við það. – Töluvert frost var en í hrauninu var gott skjól og brautin glögg.

Á eftir var kaffi og meðlæti í íþróttahúsinu og þar fór fram verðlaunaafhending. Sævar Birgisson frá Ísafirði var sigurvegari. Ég spurðist fyrir um Buch sem gangan er kennd við. Hann var Norðmaður og hét Nikulas Buch (1766 – 1806). Hann kom til Íslands um 1790 þegar fyrstu hreindýrin voru flutt hingað til lands. Hann settist að á Húsavík og stofnaði þar fyrsta skíðaskóla landsins. Þá sögu heyrði ég að hann hefði farið upp á Húsavíkurfjall og rennt sér niður af því. Húsvíkingar undruðust mjög að hann skyldi koma standandi niður. Árið 2005 var ákveðið að ein af Íslandsgöngunum yrði á Húsavík. Þá var það að Vilhjálmur Pálsson íþróttakennari kom með þá hugmynd að gangan yrði kennd við Buch.

Þá er Fossavatnsgangan eftir en hún er hápunktur Íslandsgöngunnar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s