Barna- og unglingaæfingar

Veturinn 2020-2021 verða reglulegar æfingar fyrir börn og unglinga á vegum Ulls undir stjórn Sigrúnar Auðardóttur þjálfara. Æfingarnar eru fyrir 6 ára (2014) og eldri. Fyrirkomulag þeirra í haust verður með eftirfarandi hætti:

Æfingar barna- og unglinga verða tvisvar í viku þar til æfingarnar færast á snjó, kl. 18:00 á miðvikudögum og kl. 11:00 á laugardögum. Þegar snjórinn kemur verður að auki æft á sunnudögum kl. 11:00. Helgaræfingarnar færast þá í Bláfjöll.

Nýir iðkendur eru alltaf velkomnir og þeir sem hafa áhuga á að bætast í hópinn geta sent fyrirspurn á krakkaullur@gmail.com. Einnig má hringja í síma 860 1740 (Sigrún Melax)