Æfingar og námskeið veturinn 2017 – 2018

Námskeið (6 skipti)

Athugið, skráning hefst strax á nýju ári og verður auglýst á heimasíðu og facebooksíðu félagsins.

Hópur 1 Nýliðar: Æft tvisvar í viku, sex skipti samtals. Æfing/kennsla fyrir nýliða í hópi 1 verða á laugardögum kl. 10:30 og miðvikudögum kl. 18:00. Fyrsta kennsla verður miðvikudaginn 10. janúar kl. 18:00 í Bláfjöllum. Hluti af námskeiðinu verður smurningskennsla og verður hún haldin þegar/ef veður verður vont einhvern daginn. Fylgist með á Facebook síðu Ullar varðandi breytingar vegna veðurs.

Vakin er athygli á því að eins og á öðrum skíðasvæðum þarf að kaupa skíðakort sem gildir í brautirnar í Bláfjöllum en það er ekki innifalið í námskeiðum sem haldin eru á svæðinu.

Verð: 12.000.- kr og aðild að Ulli er skilyrði. Hægt er að skrá sig í félagið hér.

Hópur 2 Lengra komnir: Æft tvisvar í viku, sex skipti samtals. Allir þeir sem hafa verið áður á námskeiðum hjá Ulli geta skráð sig í þennan hóp. Æfing/kennsla fyrir hóp 2 verður á laugardögum kl. 13:00 og miðvikudögum kl. 19:30. Fyrsta kennsla verður miðvikudaginn 10. janúar kl. 19:30 í Bláfjöllum. Hluti af námskeiðinu verður smurningskennsla og verður hún haldin þegar/ef veður verður vont einhvern daginn. Fylgist með á Facebook síðu Ullar varðandi breytingar vegna veðurs.

Vakin er athygli á því að eins og á öðrum skíðasvæðum þarf að kaupa skíðakort sem gildir í brautirnar í Bláfjöllum en það er ekki innifalið í námskeiðum sem haldin eru á svæðinu.

Verð: 12.000.- kr og aðild að Ulli er skilyrði. Hægt er að skrá sig í félagið hér.

 

Byrjendanámskeið (1 skipti)

Byrjendanámskeið eru 1 skipti og kostar námskeiðið 3.000 kr. Þeir sem þurfa að fá lánaðan búnað greiða 2.000 kr. að auki en ekki má treysta því að fleiri en 15 geti fengið lánaðan búnað á hverju námskeiði.

Námskeiðin eru haldin reglulega yfir veturinn og verða auglýst á heimasíðu og facebooksíðu félagsins.