Æfingar og námskeið 2017

Skíðagöngufélagið Ullur stendur fyrir þriggja vikna æfingalotum fyrir félagsmenn frá 7. janúar 2017. Æfingarnar eru annars vegar ætlaðar nýjum félagsmönnum, lítt vönu skíðagöngu, til dæmis hlaupurum sem stefna á að verða Landvættir, og hins vegar þeim sem eru vanir á gönguskíðum.

Farið verður í alla helstu þætti skíðagöngunnar eins og skíðatækni, klæðnað, smurningu og fleira. Þjálfarar verða meðal annars þeir Einar Ólafsson, Grétar Laxdal Björnsson og Ólafur Th. Árnason auk annarra sem hafa mikla reynslu af skíðagöngu og kennslu. Mögulega er hægt að færa fólk á milli hópa eftir getu og aðstæðum þegar líður á æfingatímabilið.

Hópur 1 Nýliðar:  Æft tvisvar í viku, sex skipti samtals. Æfing/kennsla fyrir nýliða í hópi 1 verða á laugardögum kl. 13:00 og fimmtudögum kl. 18:00. Fyrsta kennsla verður laugardaginn 7. janúar kl. 13:00 í Bláfjöllum. Hluti af námskeiðinu verður smurningskennsla og verður hún haldin þegar/ef veður verður vont einhvern daginn. Fylgist með á Facebook síðu Ullar varðandi breytingar vegna veðurs.

Verð: 12.000.-

Hópur 2 Lengra komnir:  Æft tvisvar í viku, sex skipti samtals. Allir þeir sem hafa verið áður á námskeiðum hjá Ulli geta skráð sig í þennan hóp. Æfing/kennsla fyrir framhaldshóp 1 verður á laugardögum kl. 14:30 og fimmtudögum kl. 19:30. Fyrsta kennsla verður laugardaginn 7. janúar kl. 14:30 í Bláfjöllum. Hluti af námskeiðinu verður smurningskennsla og verður hún haldin þegar/ef veður verður vont einhvern daginn. Fylgist með á Facebook síðu Ullar varðandi breytingar vegna veðurs.

Verð: 12.000.-

Hópur 3 Skíðaskautanámskeið:  Kennt einu sinni í viku, sex skipti samtals. Allir þeir sem hafa verið áður á námskeiðum hjá Ulli geta skráð sig í þennan hóp. Æfing/kennsla fyrir Skautahóp / Hóp 3 verða á sunnudögum kl. 13:00. Fyrsta kennsla verður sunnudaginn 8. janúar kl. 13:00 í Bláfjöllum. Fylgist með á Facebook síðu Ullar varðandi breytingar vegna veðurs. Athugið að ekki er hægt að fá leigð skautaskíði.

Verð: 12.000.-

Hópur 4 Byrjenda- og framhaldsnámskeið foreldra með börn:  Æft einu í viku, sex skipti samtals. Allir byrjendur og þeir sem hafa verið áður á námskeiðum hjá Ulli geta skráð sig í þennan hóp. Skilyrði er að foreldrar komi með börn (aldur 1 – 14 ára) í pössun á meðan æfingin stendur yfir. Einn aðili frá Ulli mun fara með börnin í skíðtatengda leiki og kennslu á meðan foreldrarnir æfa sig. Börnin fá frítt.  Æfing/kennsla fyrir þennan hóp verða á sunnudögum kl. 14:30. Fyrsta kennsla verður sunnudaginn 8. janúar kl. 14:30 í Bláfjöllum. Hluti af námskeiðinu verður smurningskennsla og verður hún haldin þegar/ef veður verður vont einhvern daginn. Fylgist með á Facebook síðu Ullar varðandi breytingar vegna veðurs.

Verð: 12.000.-

Hópur 5 Keppnishópur / samæfingar:  Ullur stendur fyrir sameiginlegum æfingum, einu sinnu í viku, á miðvikudögum kl. 18:00 fyrir þá sem ætla sér að keppa reglulega í vetur í til dæmis Íslandsgöngunni, Vasagöngunni og Fossavatnsgöngunni. Ekki verður um hefðbundna kennslu á tækni að ræða, en Einar Ólafsson mun stjórna þessum æfingum auk þeirra Gunnlaugs Jónassonar og Jóns Ólafs Sigurjónssonar. Fyrsta æfing hópsins verður miðvikudaginn 4. janúar kl. 18:00 í Bláfjöllum. Fylgist með á Facebook síðu Ullar varðandi breytingar vegna veðurs. Hér er hægt að skrá sig í hóp 5

Verð: 16.000.-

Einkakennsla:  Ullur bíður einstaklingum eða fámennum hóp (1 – 5 manns) upp á einkakennslu og mun Einar Ólafsson sjá um þau námskeið. Þau eru hugsuð á sama hátt og önnur námskeið þ.e. tvisvar í viku í þrjár vikur eða samtals sex skipti alls. Þeir aðilar sem óska eftir slíku hafi beint samband við Einar til að finna tíma sem passar.

Verð: 15.000.- kr.

Ef áhugi verður fyrir fleiri námskeiðum þegar líða tekur á veturinn mun verða bætt við æfingum/námskeiðum eftir þörfum.

Námskeiðin fara fram við skála Ullar í Bláfjöllum og í Heiðmörk. Fer það eftir veðri og aðstæðum hverju sinni.  Á heimasíðu Ullar má sjá hvernig hægt er að finna skálann (finnið „Um félagið“ – „Skálinn“).

Þeir sem eru með smurningsskíði (ekki riffluð) þurfa að vera búnir að undirbúa skíðin sín fyrir settan tíma æfingarinnar hverju sinni. Athugið að aðeins er hægt að fá leigð skíði ef æfingin fer fram í Bláfjöllum. Fyrir fimmtudagskennsluna er gott að vera með höfuðljós. Í Heiðmörk verða allir að vera með ljós. Byrjað verður inn í skála Ullunga þar sem farið verður yfir helstu atriði í sambandi við skíðagönguna. Einnig verður farið mjög stutt yfir smurningu áburðar. Gert er ráð fyrir að einn tíminn fari í smurningskennslu á höfuðborgarsvæðinu miðað við veðurspá (slæmt veður og ekki hægt að hafa skíðakennslu upp í fjalli, nánari staðsetning auglýst síðar). Þegar tvísýnt verður um veður í Bláfjöllum munum við auglýsa hvort af æfingu verður og/eða hvort við flytjum hana í Heiðmörkina eða á golfvöllinn í Garðabænum eða á golfvöllinn hjá Oddi. Fylgist með á Facebook-síðu Ullunga. Spurningar varðandi æfingaloturnar er hægt að senda á Facebook síðu Ullunga eða á ullarpostur@gmail.com

Skráning fer fram hér

Auglýsingar