Þriðja degi SMÍ lokið

Þriðja og síðasta degi Skíðalandsmóts Íslands (SMÍ) er nú lokið í Hlíðarfjalli á Akureyri. Ræst var með hópstarti og var gengið með hefðbundinni aðferð.

Hjá körlunum voru gengnir 10 km og Íslandsmeistari varð enn og aftur Snorri Einarsson frá Ulli en hann sigraði með miklum yfirburðum. Annar varð Dagur Benediktsson frá Ísafirði og þriðji varð svo Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson frá Akureyri. Í kvennaflokki voru gengnir 5 km og sigraði Linda Rós Hannesdóttir frá Ísafirði, Gígja Björnsdóttir Akureyri varð önnur og Fanney Rún Stefánsdóttir Akureyri varð þriðja. Hægt er að skoða nánari úrslit hér.

Ullur óskar Snorra sérstaklega til hamingju með góðan árangur, sem er gott veganesti þegar æfingar hefjast fyrir Ólympíuleikana í Beijing 2022.

Sigurvegarar í karlaflokki, 10km hefðbundið – Mynd: ski.is

Öðrum degi SMÍ lokið

Öðrum degi Skíðalandsmóts Íslands (SMÍ) er nú lokið en keppt er í Hlíðarfjalli á Akureyri. Keppt var með frjálsri aðferð og gengu karlarnir 15 km en konurnar 10 km. Hlutskarpastur karla megin var Ullungurinn Snorri Einarsson en kvenna megin var það Gígja Björnsdóttir frá Akureyri. 

Hægt er að lesa nánar um úrslit dagsins hér.

Snorri Einarsson, Ulli – Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson

Á morgun lýkur svo keppni en þá verður keppt í 10/5 km göngu með hefðbundinni aðferð og hefst keppni kl. 17:00

Fyrsta degi SMÍ lokið

Skíðalandsmót Íslands (SMÍ) hófst í Hlíðarfjalli á Akureyri í gærkvöld þar sem keppt var í sprettgöngu. Íslandsmeistari í karlaflokki varð Snorri Einarsson í Ulli eftir æsispennandi endasprett á móti Degi Benediktssyni SFÍ en skera þurfti úr um úrslit með myndbandsupptöku og munaði hársbreidd á þeim. Íslandsmeistari í kvennaflokki varð Linda Rós Hannesdóttir SFÍ.

Hægt er að lesa nánar um úrslit gærdagsins hér.

Í dag er svo keppt í 10/15 km með frjálsri aðferð og hefst keppni kl.17:00.

Bláfjallagönguni er aflýst 2021

[Engligh below – Blafjallagangan cancelled]

Því miður þá verður gangan ekki vegna snjóleysis þetta árið!

Við þökkum ykkur öllum kærlega fyrir bjartsýnina með okkur og munum við endurgreiða öllum á næstu dögum!Sjáumst að ári eða laugardaginn 19. mars 2022. Minnum ykkur á Bláfjallaþríþrautina sem verður haldin sumardaginn fyrsta þann 22. apríl. Skráning og nánari upplýsingar https://fb.me/e/X4nbKL1w

Farið vel með ykkur og verið dugleg að fara út að leika.

——————————————-

Bláfjallagangan is CANCELLED 2021

Unfortunately, due to lack of snow and weather conditions, the Bláfjallagangan is cancelled for 2021.

We thank you for sharing our optimism this winter and will fully reimburse the entrance fee in the next days.

We would like to remind you that the Bláfjallaþríþrautin (Blafjoll triathlon) is planned on the first day of summer April 22nd. Registration and more information can be found on the event page on Facebook: https://fb.me/e/X4nbKL1w

Take good care and see you all next year March 19th, 2022 in Bláfjallagangan.