Heiðmörk

Heiðmörk,

Fyrr í dag barst okkur ábending frá Veitum um að vegurinn um Heiðmörk sé lokaður ökutækjum (með lokunarskiltum við Elliðavatnsbæ) . Fyrir mistök var vegurinn að skíðaspori Ullunga ruddur en Veitur hafa farið fram á að vegurinn sé lokaður þar til snjóa leysir.  Umrædd lokun er vegna vatnsverndarsjónarmiða þ.e. vegna hættu á að bílar fari útaf veginum og skapi þannig mögulega olíumengun.  Skíðagöngufélagið Ullur og Skógræktarfélag Reykjavíkur hafa óskað eftir að Reykjavíkurborg/Veitur endurskoði þessa afstöðu sína og íhugi frekar reglulega snjóhreinsun enda ætti þá að vera lítil hætta á umræddum umferðar-/mengunarslysum. 

Meðan á þessari lokun stendur er erfitt um vik að komast að skíðaspori Ullunga enda engin greið leið fyrir snjósleða/skíðaspora frá Elliðavatni og um 4 km gangur eftir veginum. 

Á meðan troðna sporið nýtist ekki vegna fyrrgreindra ástæða er vert að benda fólki á að hægt er að ganga á utanbrautarskíðum frá Elliðavatnsbænum eða auðvitað að leggja leið sína í hina ágætu aðstöðu okkar í Bláfjöllum.

Nefndin

2 athugasemdir við “Heiðmörk

  1. Hefur nokkur prófað að nálgast skíðagöngubrautina um Vífilsstaðahlíð? Skv. vef Skógræktarinnar á vegurinn að vera opinn að bílastæðinu við Búrfellsgjá og þaðan eru líkleg u.þ.b. tveir km að syðsta hluta göngubrautarinnar. Meðan Hjallabrautin er lokuð og nógur snjór ætti að vera auðvelt að leggja spor úr hringnum eftir veginum og niður í Hjalladal?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s