Sportvalsgangan haldin í fyrsta sinn

Það var góð stemning í Bláfjöllum á laugardaginn þegar fyrsta Sportvalsgangan fór fram. Ekki skemmdi fyrir að veðrið var einfaldlega uppá 10, brakandi sól og stafa logn!

Til að breyta út af vananum var lögð þrautabraut sem yngstu iðkendurnir fóru einu sinni en þrautabrautin var svo tvinnuð saman við lengri og meira krefjandi braut fyrir eldri krakkana. Þannig fengu allir braut við hæfi og fína æfingu.

Verðlaunin voru ekki af verri endanum, páskaegg og veglegir vinningar frá Sportval. Þegar í mark var komið fengu keppendur páskaegg með númeri límdu á. Númerið gaf svo til kynna hvaða vinning á verðlaunaborðinu keppandinn fékk að launum. Skemmtilegt fyrirkomulag!

Að lokum voru pylsur grillaðar ofan í keppendur og sólarinnar notið í frábærum félagsskap.

Það er verslunin Sportval sem sá um og hélt mótið. Sportval er á sínu öðru starfsári og hefur séð Reykvíkingum fyrir Madshus skíðum, Craft fatnaði, Rode skíðaáburði og  Bliz skíðagleraugum. Frábærar vörur og góð þjónusta.

Skíðagöngufélagið Ullur þakkar Sportval fyrir frábært framtak!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s