Félagsskírteini Ullar í Aur

Skíðagöngufélagið UllurFélagsskírteini Ulls eru nú gefin út rafrænt og má nálgast í Aur appinu.
Hvar finn ég skírteinið mitt?
Skírteinið er aðgengilegt í Aur appinu með því að smella á „Veski“ í aðalvalmynd. Í appinu er einnig að finna lista yfir þá samstarfsaðila sem veita félagsmönnum Ulls afslætti.

Til að nýta þá afslætti sem standa þér til boða framvísar þú einfaldlega skírteininu þínu
með því að sýna það í Aur appinu.
Ef þú ert ekki með Aur appið sækirðu appið í AppStore eða PlayStore og ferð í gegnum
nýskráningu.
Ef þú lendir í einhverjum vandræðum ekki hika við að hafa samband við í Aur með
tölvupósti á aur@aur.is eða í gegnum Facebook skilaboð.

Aur appið
Með Aur appinu geturðu borgað og fengið greitt með símanum. Þú þarft eingöngu að vita farsímanúmer þess sem þú ætlar að borga eða rukka. Þegar aðrir borga þér er lagt inn á bankareikninginn þinn sem þú skráðir. Aur millifærslur kosta ekkert ef debetkort er notað.

2 athugasemdir við “Félagsskírteini Ullar í Aur

 1. Góðan dag.
  Þið eruð komin langt á undan því sem ég tel eðlilegt, hef ekki fengið neitt skírteini og vísað er á AUR.
  Ég nota ekki AUR og ætla ekki að gera það, set ekki inn mínar upplýsingar gegnum síma. Ég vil helst fá gamaldags skírteini. Það væri í lagi að fá þetta með tölvupósti eða SMS sem ég gæti hlaðið niður í símann. Hvað er til ráða?
  Kveðja,
  Svanbjörg Helga Haraldsdóttir

 2. Sæl Svanbjörg
  Við erum hætt að framleiða gamaldags félagsskírteini en ef þú sendir okkur tölvupóst á ullarpostur@gmail.com með kennitölunni þinni og biður um annað en það sem er á AUR, þá sendum við þér staðfestingu á greiðslu félagsgjalds sem þú getur framvísað í búðum til að fá afslátt. Afsláttarkjör félagsmanna má sjá á þessari síðu; https://ullur.wordpress.com/um-felagid/afslattarkjor-felagsmanna/
  Kv. fh. Ullar, Málfríður

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s