Námskeið og æfingar í febrúar

Nú höfum við opnað fyrir skráningar á verslun.ullur.is á eftirfarandi námskeið/hópa sem byrja í febrúar 2020.

Byrjendanámskeið (6 skipti) byrjar 10. febrúar
Kennslan fer fram á eftirfarandi dögum:
HÓPUR A
Mánudagurinn 10.2 kl. 18:00
Miðvikudaginn 12.2 kl. 18:00
Laugardaginn 15.2 kl 10:30
Mánudaginn 17.2 kl. 18:00
Miðvikudaginn 19.2 kl. 18:00
Laugardaginn 22.2 kl. 10:30

HÓPUR B
Mánudaginn 10.2 kl. 19:30
Miðvikudaginn 12.2 kl. 19:30
Laugardaginn 15.2 kl 12:00
Mánudaginn 17.2 kl. 19:30
Miðvikudaginn 19.2 kl. 19:30
Laugardaginn 22.2 kl. 12:00

Framhaldsnámskeið (4 skipti) byrjar 11. febrúar
Kennslan fer fram á eftirfarandi dögum:
Þriðjudagur 11.2 kl. 18:00
Laugardagur 15.2 kl. 13:30
Þriðjudagur 18.2 kl 18:00
Laugardagur 22.2 kl. 13:30

Íslandsgönguæfingar 
Samæfingar fyrir almenning sem eru haldnar einu sinni í viku, á þriðjudögum kl. 19:30

Allar nánari upplýsingar á verslun.ullur.is en þar má einnig skrá sig á námskeiðin.

Í boði í vetur verða einnig skautanámskeið (2 skipti) og stök byrjendanámskeið (1 skipti) en þau verða auglýst seinna á hér á heimasíðu félagsins og á facebook.

Félagsaðild í Ulli er skilyrt fyrir æfingar og námskeið sem eru fleiri en 1 skipti. Hér má skrá sig í félagið.

Share this:

FIS/Bikarmót á Ísafirði 31. janúar – 2. febrúar 2020

Dagana 31. janúar – 2. febrúar næstkomandi fer fram á Ísafirði alþjóðlegt FIS-mót sem er jafnframt Bikarmót SKÍ.

Mótið er fyrir 13 ára og eldri. Athugið að keppendur 17 ára og eldri þurfa að hafa FIS-leyfi til að taka þátt í FIS-móti.

Skráningar fara fram í gegnum félögin svo þeir Ullungar sem hyggja á þátttöku þurfa að senda póst á ullarpostur@gmail.com í síðasta lagi þriðjudaginn 28. janúar 2020. 

Mótsboð með dagskrá og nánari upplýsingum má finna hér

Spor í Heiðmörk

Í gær var í fyrsta skipti troðið spor í Heiðmörk.  Snjóalög og veður hafa einfaldlega verið með þeim hætti að ekki hefur verið hægt að vinna í þessu fyrr.  Í haust var talsverð vinna sett í að grjóthreinsa sporið, stækka bílastæði og eins að útbúa þverun á brautina sem gerir þá styttri 4km hring.  Þá ættu að vera til staðar hæfilegar vegalengdir fyrir alla og óþarfi að fólk gangi fram og til baka í sporinu.  Við viljum hafa eina göngustefnu til að minnka slysahættu í brautinni, þá sérstaklega í brekkum.  Verið er að vinna í betri merkingum á brautinni sem vonandi koma fljótlega.

Sem fyrr er þetta samvinnuverkefni Skógræktarfélags Reykjavíkur og Ullar . Gott er fyrir skíðafólk að hafa í huga að utan vinnutíma Skógræktarinnar er þessi sporlagning unnin í sjálfboðavinnu og þrátt fyrir góðan vilja er ekki hægt að alltaf til staðar nýtt spor.  Sem fyrr munum við setja tilkynningar á Facebook um sporlagningu.

Nefndin

Smella á mynd til að sjá stærri