Félagið auglýsir eftir starfsmanni í hlutastarf til loka apríl 2020

Skíðagöngufélagið Ullur óskar eftir starfsmanni í hlutastarf til loka apríl 2020.

Verkefnin eru mörg og fjölbreytileg og felast meðal annars í sér að aðstoða við að innheimta æfingagjöld iðkenda félagsins ásamt félagsgjöldum og útsendingu félagsskírteina. Einnig mun starfsmaður halda utan um skráningar og aðrar upplýsingar fyrir námskeið á vegum félagsins.

Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá stjórn Skíðagöngufélags Ullar,  stjornullar@gmail.com.

Bláfjallagangan – fréttir

Það er okkur sönn ánægja að kynna nýtt lógó Bláfjallagöngunnar en það er Árni Tryggvason sem á heiðurinn að hugmyndinni og merkinu.

Á lógóinu kemur nafn göngunnar greinilega fram og rammar inn mynd af skíðaköppum í forgrunni með strompana í bakgrunninum.

Við viljum einnig vekja athygli á því að Bláfjallagangan er nú komin með sína eigin síðu á facebook og hvetjum við þá lesendur sem eru  með facebook aðgang eindregið til að læka síðuna og deila.

Opið fyrir skráningar á námskeið á nýju ári

Nú höfum við opnað fyrir skráningar á verslun.ullur.is á eftirfarandi námskeið/hópa sem byrja í janúar 2020.

Byrjendanámskeið (6 skipti) byrjar 7. janúar
Kennslan fer fram á eftirfarandi dögum:
HÓPUR A
Þriðjudaginn 7.1 kl. 18:00
Miðvikudaginn 8.1 kl. 18:00
Laugardaginn 11.1 kl 10:30
Mánudaginn 13.1 kl. 18:00
Miðvikudaginn 15.1 kl. 18:00
Laugardaginn 18.1 kl. 10:30

HÓPUR B
Þriðjudaginn 7.1 kl. 19:30
Miðvikudaginn 8.1 kl. 19:30
Laugardaginn 11.1 kl 12:00
Mánudaginn 13.1 kl. 19:30
Miðvikudaginn 15.1 kl. 19:30
Laugardaginn 18.1 kl. 12:00

Framhaldsnámskeið (4 skipti) byrjar 14. janúar
Kennslan fer fram á eftirfarandi dögum:
Þriðjudagur 14.1 kl. 18:00
Laugardagur 18.1 kl. 13:30
Þriðjudagur 21.1 kl 18:00
Laugardagur 25.1 kl. 13:30

Íslandsgönguæfingar byrjar 14. janúar
Samæfingar fyrir almenning sem verða haldnar einu sinni í viku, á þriðjudögum kl. 19:30

Allar nánari upplýsingar á verslun.ullur.is en þar má einnig skrá sig á námskeiðin.

Í boði í vetur verða einnig skautanámskeið (2 skipti) og stök byrjendanámskeið (1 skipti) en þau verða auglýst seinna á hér á heimasíðu félagsins og á facebook.

Félagsaðild í Ulli er skilyrt fyrir æfingar og námskeið sem eru fleiri en 1 skipti. Hér má skrá sig í félagið.

Kynningarfundur Ullar

Fimmtudagskvöldið 7. nóvember heldur Skíðagöngufélagið Ullur sitt árlega kynningarkvöld í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal kl. 20:00.

Á fundinum verður kynning á starfi vetrarins, bæði námskeið og mót.

Sem fyrr, þá bjóðum við bæði upp á lengri og styttri námskeið í vetur fyrir byrjendur og aðeins lengra komna en einnig verður boðið upp á æfingar fyrir þau sem hyggja á þátttöku í mótum, t.d. Íslandsgöngunum. Auk þess verður boðið upp á einkanámskeið fyrir hópa.

Í lokin verða nokkrar verslanir með kynningu á sínum skíðagönguvörum en félagar í Ulli fá ríflegan afslátt í þeim verslunum.

Við hvetjum fólk til að fjölmenna á fundinn hvort sem það hefur stundað íþróttina áður eða ekki. Kjörið tækifæri til að endurnýja kynnin við skíðagöngufélaga.

Sjáumst.

Ullur auglýsir eftir áhugasömum auglýsendum

Kæru Ullungar allir.
Nú er félagið að huga að æfinga- og keppnisfatnaði fyrir alla félagsmenn, bæði fullorðna og börn. Til að mæta kostnaði munu krakkarnir í barna- og unglingastarfinu selja auglýsingar á utanyfirgallana sína.
Hver auglýsing kostar 40 þúsund (ca. 5 x 10 cm) og rennur beint í sameiginlegan sjóð barnanna fyrir kostnaði á göllunum. Það er von okkar að á meðal Ullunga leynist atvinnurekendur, stjórnendur fyrirtækja eða einstaklingar sem hafa áhuga á að styrkja krakkana okkar og það sem mikilvæga starf sem barna- og unglingastarfið er.
Við lýsum því hér með eftir áhugasömum auglýsingsendum!
Áhugasamir hafi samband við Katrínu Árnadóttur á netfanginu karnadottir@gmail.com , á facebook eða í síma 8664964.
Með von um góð viðbrögð og með skíðakveðju!