Stromaskautinu frestað

Vegna veðurs er búið að blása Strompaskautið af í dag. Núna eru 10-11 m/sek, snjókomma og þoka. Það bætir svo í á meðan mótið hefði verið. Óvíst hvort og/eða hvenær við reynum að hafa það en það verður þá auglýst síðar.

Almennar upplýsingar til keppenda í Bláfjallagöngunni

English below
Kæru keppendur!
Metþátttaka er í Bláfjallagöngunni í ár og við biðjum ykkur að lesa vel yfir þennan póst.
Hér má sjá hvar flagan er fest og númerið.
Dagskrá
Föstudagur:
16:00-18:00 Afhending skráningargagna í Ferða- og útivistabúðinni Everest í Skeifunni 6, 108 Reykjavík (sjá staðsetningu hér)
Við viljum hvetja alla sem hafa tök á, að koma  í Everest til að létta á afhendingu gagna á mótsdag.
 
Laugardagur:
Gefið ykkur góðan tíma fyrir start. Það verða örugglega rúmlega 320 bílar á bílastæðinu. Verum góð og hjálpum hvert öðru.
 
07:30 Afhending keppnisgagna hefst
08:30 Afhending keppnisgagna lýkur fyrir 40 km
09:00 Ræsing fyrir 40 km (Tímatakmörk fyrir 40 km er að keppandi þarf að ná 20 km á 2:45 mín)
09:30 Afhending keppnisgagna fyrir 1 km, 5 km, 10 km og 20 km 
10:00 Ræsing fyrir keppendur í 1 km, 5 km, 10 km og 20 km
 
Brautin (sjá kort hér)
Marksvæðið verður lokað af þar til ræst verður út til að halda sporinu hreinu.
Hita má upp í brautinni, bara ekki á mark- og startsvæðinu, þar er viðkvæmur tímatökubúnaður sem gæti truflast.
 
Brautin er 20 km hringur
Stærsti hringurinn verður 20 km og fara keppendur í 20 km einn heilan stóran hring og keppendur í 40 km tvo hringi. 5 km brautin er með tveimur útgönguleiðum út úr 20 km hringnum og 10 km brautin er með einni útgönguleið úr úr 20 km hringnum, það er efst í brekkunni við Stórahól. Brautarverðir vísa leiðina fyrir 1 km. Brautirnar er teiknaðar og merktar með útgönguleiðum og drykkjarstöðvum á korti sem má sjá hér. Að auki verða brautarverðir og merkingar út í braut. 
 
Drykkjarstöðvar eru tvær
Sú fyrri er eftir 7,5 km við enda brekkunnar við Stórahól.
Sú seinni er við marksvæðið fyrir þá sem fara 40 km. 
 
Verðlaunaafhendingar og kaffisamsæti
Verðlaunaafhending fyrir hvern flokk í Bláfjöllum um leið og keppendur eru komnir í mark. 
Þeir fyrstu í karla- og kvennaflokki í 20 km og 40 km fá svo afhenta bikara í kaffisamsætinu kl. 14:00
Allir fá þátttökuverðlaun þegar þeir koma í mark.
Kaffisamsætið er í Valsheimilinu á Hlíðarenda og byrjar kl. 14:00 og er til 16:00
Úrdráttarverðlaun verða afhent samhliða kaffisamsætinu.
Reykjavíkurmeistarar verða ekki krýndir að þessu sinni samhliða Bláfjallagöngunni. Ýmis tæknilega atriði komu upp. Það verður auglýst sérstaklega síðar.
 
Parakeppni
Enn er hægt að skrá sig í parakeppnina í 20 km og 40km með því að smella hér. Til að finna félaga er hægt að skoða hverjir eru skráðir í gönguna.
 
Við sjáumst á morgun í Bláfjöllum!
Skíðagöngufélagið Ullur
 
English short version
Collect bib and chip in Everest today between 4-6PM or in the Ullur hut from 7:30-9:30AM tomorrow.
Be early tomorrow, the car park will be quite full. 
40 km start at 9:00AM and others start at 10:00AM.
The start and end zones will be closed until groups are started.
A map of the course with drinking stations can be seen here.
Cake buffet is from 2-4 PM in Valsheimili in Reykjavík
 
We are looking forward to seeing you in Bláfjöll tomorrow !
Ullur

Afhending skráningargagna byrjar fimmtudag

Það stefnir í metþátttöku á laugardaginn hjá okkur og vonandi kominn spenningur í alla þátttakendur.

Okkur langar til að vekja athygli á því að afhending skráningargagna hefst strax fimmtudaginn 28. mars í Reykjavík.

Fimmtudaginn 28. mars og föstudaginn 29. mars milli kl. 16:00 – 18:00 í Ferða- og útivistabúðinni Everest í Skeifunni 6, 108 Reykjavík (sjá staðsetningu hér)

Við viljum hvetja alla sem hafa tök á, að koma á þessum tímum í Everest til að létta á afhendingu gagna á mótsdag. Everest verður með tilboð á skíðagönguvörum fimmtudag og föstudag svo það er um að gera að kíkja á okkur þar!

Mótsdag, laugardaginn 30. mars, verðum við í skála Ullar kl. 7:30 – 9:30.

Við hlökkum til að sjá ykkur!
Skíðagöngufélagið Ullur

Bikarmeistarar 2019 í unglingaflokkum – Ullur á palli

Um nýliðna helgi fór fram Unlingameistarmót Íslands í skíðaíþróttum. Á mótinu átti Skíðagöngufélagið Ullur tvo keppendur, þær Sigríði Dóru Guðmundsdóttir og Evu Rakel Óskarsdóttir sem kepptu í 13-14 ára flokki og 15-16 ára flokki.

Mótið tóks vel fyrir utan smá erfiðleika vegna veðurs á fyrsta degi en þá var allri keppni aflýst. Gönguhluta mótsins var svo kláraður í Kjarnaskógi, skíðagönguparadís Akureyringa, þeirra Heiðmörk.

Að loknu móti voru bikarmeistarar í unglingaflokkum kringdir. Í bikarkeppninni safna keppendur stigum á bikarmótum sem haldin eru reglulega yfir veturinn. Skemmst er frá því að segja að stúlkurnar í Ulli komu heim með silfur og brons í bikarkeppninni, Sigríður Dóra með brons og Eva Rakel með silfur. Frábær árangur og bjart framundan hjá sístækkandi barna- og unglingahóp!

Hér má nálgast stutt myndband frá keppni á laugardaginn.

Skíðagöngufélagið Ullur þakkar SKA fyrir flott mót!

ganga-13-14-st

Sigríður Dóra Guðmundsdóttir (lengst til hægri) á verðlaunapalli á UMÍ 2019. Mynd: SKÍ

Bakkelsi á kaffihlaðborð Bláfjallagöngunnar

Laugardaginn 30. mars verður hin árlega Bláfjallaganga haldin í Bláfjöllum 
og það stefnir svo sannarlega í met þátttöku í göngunni. 
Að göngu lokinni verður kaffisamsæti  í Valsheimilinu kl. 14:00-16:00 þar sem dregin verða út afar vegleg útdráttarverðlaun. 
Sá háttur hefur verið hafður á að félagsmenn hafa lagt til bakkelsi á kaffihlaðborðið. Félagið yrði afar þakklátt ef að þið hefðuð tök á að leggja til bakkelsi á borð við heita rétti, brauðtertur og/eða kökur. Ef þið hafið tök á því væri gott að þið mynduð skrá fyrir næsta þriðjudag hvers konar bakkelsi þið komið með. Vinsamlegast skráið bakkelsið hér. 
Gott kaffihlaðborð ásamt góðri framkvæmd er stolt hverrar göngu. 
Kær kveðja, 
Skíðagöngufélagið Ullur.

Mótsboð: Skíðamót Íslands á Ísafirði 3. – 7. apríl 2019

Dagana 3. – 7. apríl 2019 fer fram Skíðamót Íslands á Ísafirði. Mótið er fyrir 17 ára og eldri en er jafnframt alþjóðlegt FIS-mót og gilda keppnisreglur FIS á mótinu.

Dagskrá mótsins og allar upplýsingar er að finna á heimasíðu SFÍ. Keppendur eru hvattir til að fylgjast með á heimasíðu mótsins þar sem breytingar verða tilkynntar þar ef þörf er á.

Mótsboðið má finna hér. Skráningar Ullunga skulu berast á netfangið ullarpostur@gmail.com í síðasta lagi sunnudaginn 31. mars. 

Skautanámskeið á næstunni – ennþá laus pláss.

ATH! Vegna veðurs þurfti að fresta fyrri tímanum. Fyrsti tíminn verður því 17. mars kl. 9 og seinni tíminn miðvikudaginn 20. mars kl. 18. Það eru ennþá laus pláss á námskeiðið.

Nú ætlum við að bjóða upp á skautanámskeið í Bláfjöllum. Tilvalið að skerpa aðeins á tækninni fyrir Strompaskautið sem haldið verður 31. mars.

Þetta verða tveir tímar, kenndir miðvikudaginn 13. mars kl. 18:00 og sunnudaginn 17. mars kl. 9:00 ef veður og aðstæður leyfa.

Skráning á verslun.ullur.is

Mótsboð: Unglingameistaramót Íslands á Akureyri 22. – 24. mars 2019

Helgina 22. – 24. mars næstkomandi fer fram í Hlíðafjalli á Akureyri Unglingameistaramót Íslands. Dagskrá mótsins og allar upplýsingar er að finna á heimasíðu SKA .

Keppendur og aðstandendur eru beðnir um að kynna sér sérstaklega facebook upplýsingasíður mótsins en allar nánari upplýsingar um viðburði tengda mótinu verða tilkynntar á Facebooksíðu mótsins: facebook.com/Unglingameistaramot2019

Mótsboðið fá finna hér Skráningar Ullunga skulu berast á netfangið ullarpostur@gmail.com í síðasta lagi föstudaginn 15. mars kl 12:00.

Andrésar andar leikarnir 2019 – skráning

Þá styttist í hápunkt tímabilsis fyrir okkar yngstu iðkenda, sjálfa Andrésar andar leikana á Akureyri.

Leikarnir fara fram dagana 24. til 27. apríl 2019, hér með er opnað fyrir skráningu á leikana! Athugið að skráningar þurfa að berast fyrir 15. mars.

Skíðagöngufélagið Ullur hvetur alla krakka sem tekið hafa þátt í æfingum í vetur til að skrá sig og vera með!

IMG_6964