Góðir dagar í Bláfjöllum

Kveðja frá húsnefndarmönnum á helgarvakt:

Helgin var frábær í Bláfjöllum. Það komu milli 25 og 30 manns i skálann hvorn dag. Allir í sólskinsskapi ekki annað hægt.
Á myndinni sem tekin er inni í skálanum eru húsnefndarmennirnir Vilborg og Kristján að vanda sig við skíðaleigufrágang til handa konu sem Auður Ebenezersdóttir  var að kenna á skíði og þetta var hennar fyrsti skíðagöngutúr.


Ullungar á Andrés

Ullur sendi vaska sveit á Andrésarleikana, sem kom heim af mótinu með 3 gull, 2 silfur, 1 brons og mörg bros.

Síðasta daginn fengu Nökkvi Stefánsson og Bryndís Eiríksdóttir medalíur eftir þátttöku í leikjabrautinni, en sama dag átti Ullur tvær boðgöngu-sveitir, bæði yngri og eldri.
Auk Nökkva og Bryndísar kepptu Arna, Hlín og Málfríður Eiríksdætur, Birgitta Birgisdóttir, Halla Karen Johnsdóttir, Harpa Sigríður Óskarsdóttir og Gústaf Darrason á þessu skemmtilega móti fyrri hönd Ullar, en þau má sjá á myndinni með Gunnari Birgissyni.
Til hamingju krakkar!!!

Þessi flotta mynd og 49 aðrar af Ullarungum á Andrésarleikum 2012 eru komnar í myndasafnið, smellið á „Myndasafn“ í dálkinum hér til hægri!