Fyrsti degi á Andrésarleikunum 2012 lokið

Frábær dagur hjá unga fólkinu á Andrésarleikunum í dag, rúmlega 500 keppendur og þar af 80 í göngu. Ullungar áttu 9 keppendur sem tóku þátt í göngunni og var árangur þeirra eftirfarandi.
Stúlkur 8 ára og yngri. Bryndís Eiríksdóttir 7 sæti.
Drengir 8 ára og yngri. Nökkvi Stefánsson 6 sæti.
Stúlkur 9 ára og yngri. Arna Eiríksdóttir 1. sæti.
Stúlkur 10 ára. Birgitta Birgisdóttir 5.-6. sæti
Stúlkur 11. ára. Hlín Eiríksdóttir 2. sæti. og Halla Karen Johnsdóttir 9. sæti
Drengri 11-12 ára. Gústaf Darrason 3. sæti.
Stúlkur 12. ára. Harpa Sigríður Óskarsdóttir 5. sæti.
Stúlkur 13-14 ára. Málfríður Eiríksdóttir. 1. sæti.
Glæsileg frammistaða hjá okkar fólki og virkilega ánægjulegt að vera með þetta stóran hóp hér á Akureyri. Geta má þess að árangur Málfríðar vakti sérstaka athygli þar sem hún er óþekkt í skíðagönguheiminum og var nærri mínútu á undan næsta keppanda.
Þóroddur F.

Sumarblíða í Bláfjöllum

Gleðilegt sumar!
En þó að sumarið sé komið er engin ástæða til að hætta að fara á skíði. Það hafa nú verið troðnar göngubrautir í Bláfjöllum, a.m.k. 5 km hringurinn, upp á Heiði og inn í Kerlingardal. Færið hefur sjálfsagt verið dálítið hart í morgun eftir næturfrostið en nú er að verða frostlaust og sumarsólin fer að mýkja snjóinn. Góða skemmtun!